Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
M
argir hafa bent á að eftir
bankahrunið virtist verða
sprenging í áhuga Íslend-
inga á prjóni og hekli. Guð-
rún Hannele Henttinen í Storkinum
segir þetta ekki alveg rétt, því um
hafi verið að ræða alþjóðlega bylgju
sem var komin af stað vel fyrir hrun.
„Við sem störfum í greininni vorum
búin að finna þetta lengi, og mátti í
skynja í aðdraganda hrunsins ein-
hvers konar hugarfarsbreytingu.
Hún birtist í því að fólk fór að endur-
skoða lífsstíl sinn og sækja í auknum
mæli í hannyrðir af ýmsu tagi, og sást
m.a. í aukinni sölu á bókum og blöð-
um um hannyrðir. Áhuginn á prjóni
jókst samt svo sannarlega á Íslandi
eftir hrun og lopapeysan gekk í end-
urnýjun lífdaga.“
Hannele grunar að netið hafi líka
hjálpað til. „Þökk sé samfélagsmiðl-
unum þá breiddist hannyrðaáhuginn
hraðar út, og fólk gat notað staði eins
og Facebook og Ravelry til að sýna
sköpunarverk sín og skiptast á ráð-
um.“
Rótgróin búð
Storkurinn er elsta hannyrðaverslun
landsins, stofnuð fyrir 64 árum, var
um árabil í miðborginni en er nú til
húsa í Síðumúla 20. Auk þess að bjóða
upp á mikið úrval af garni og prjón-
um selur verslunin einnig hvers kyns
hannyrðavarning og heldur nám-
skeið. Menntaðir textílkennarar ann-
ast kennsluna og er mest áhersla lögð
á prjón og hekl.
Námskeiðin eru bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna. „Við höfum
haldið grunnámskeið sem henta bæði
algjörum byrjendum og þeim sem
hafa prjónað eða heklað í mörg ár en
vilja rifja upp og skerpa á þekking-
unni. Svo byrjuðum við í fyrra með
svokölluð meistaranámskeið sem eru
fyrir fólk sem er mjög flinkt í sínum
hannyrðum en vill bæta við sig og
læra eitthvað nýtt.“
Námskeið Storksins hafa verið vin-
sæl, enda jafnast fátt á við að fá vand-
aða leiðsögn þegar læra þarf réttu
handtökin við prjón eða hekl. „Það
má læra allt mögulegt á netinu, og
byrja á grunninum á stöðum eins og
YouTube, en til að fara dýpra er gott
að hafa vanan kennara við hliðina á
sér. Auk handleiðslunnar fylgja nám-
skeiðunum líka vönduð námsgögn
sem nemendur taka með sér heim og
nota sem verkfæri til að hjálpa sér að
bæta færnina,“ segir Hannele.
„Handavinna er í eðli sínu þannig að
hún lærist best af einhverjum sem
sýnir hvernig á að gera hlutina, að-
stoðar og endurtekur, og lagar sig að
því að hver og einn nemandi lærir á
mismunandi hátt.“
Spennt fyrir útsaumi
Þegar hún er spurð um nýjustu
strauma og stefnur í hannyrðum seg-
ir Hannele að saumaskapur njóti sí-
fellt meiri vinsælda og æ fleiri hafi
gaman af að dunda sér við saumavél-
ina eða fást við útsaum. „Útsaumur
er mjög hefðbundin grein hannyrða
en hægt að finna á henni nýja og
spennandi vinkla fyrir nýja tíma. Þeir
sem komast á lagið hafa oft á orði að
útsaumur sé mjög slakandi iðja, og
hægt að detta inn í nokkurs konar
innhverfa íhugun á meðan fengist er
við útsauminn,“ útskýrir Hannele en
hjá Storknum er boðið upp á út-
saumsnámskeið eftir áramót þar sem
kennt er í anda danska handavinnu-
skólans í Skals.
Mikill áhugi er líka á nýju hekl-
námskeiði þar sem hekluð eru leik-
föng. „Þátttakendur hafa verið of-
boðslega ánægðir og hjá Storkinum
höfum við sjaldan fundið aðra eins já-
kvæða bylgju í kringum námskeið. Á
þessu námskeiði heklum við þrívíð
leikföng á borð við bangsa, kanínur
og mýs, sem eru á bilinu 20-30 cm á
hæð og var útkoman úr síðasta nám-
skeiði ótrúlega flott.“
En er það ekki bara fyrir fólk með
ákveðna hæfileika að prjóna eða
hekla? Þarf ekki mikla nákvæmni og
þolinmæði til að hafa gaman af hann-
yrðum af þessu tagi – og er ekki
nauðsynlegt að vera rétthentur? Ald-
eilis ekki, segir Hannele: „Það er ekk-
ert mál að kenna örvhentum að
prjóna, en aðeins flóknara að kenna
þeim að hekla –en samt vel gerlegt.
Þá er hekl og prjón ekki bara fyrir
konur, og sjáum við það greinilega í
búðinni að þeim karlmönnum fer
fjölgandi sem prjóna, svo að jafnvel
er ástæða til að efna til sérstaks nám-
skeiðs gagngert fyrir karla.“
Það eina sem þarf, að sögn Hann-
ele, er áhuginn. „Margir halda að það
sé bara fyrir þolinmæðisfólk að
prjóna eða hekla, en þolinmæðin lær-
ist, og þegar búið er að komast yfir
erfiðasta hjallann er þetta ákaflega
ánægjuleg leið til að stytta sér stund-
ir og skapa fallega muni.“ ai@mbl.is
Ekkert jafnast
á við leiðsögn
góðs kennara
Prjóna- og heklnámskeiðin hjá Storkinum eru
vel sótt og áhugi á nýjum námskeiðum þar
sem læra má útsaum og leikfangahekl
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hugarfar Guðrún Hannele Henttinen í Storkinum segir hannyrðaáhugann hafa byrjað að aukast löngu fyrir hrun.
Úrval Feykinóg er af fyrsta flokks garni og prjónavörum í búðinni.
Þekking Námskeiðin eru vel sótt, bæði af byrjendum og lengra komnum.
KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur
Betri þjónusta
Við kappkostum að veita viðskiptavinum
okkar skjóta og góða þjónustu.
Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við
samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.
Við gerum betur í þjónustu