Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
2000
1945 mm
600 mm
Hæð: 900 mm
Þyngd: 125 kg
Ramia
advanced 1500
Lengd: 1340 mm
Breidd: 500 mm
Hæð: 850 mm
Hobby
Lengd: 1480 mm
Breidd: 500 mm
Hæð: 820 mm
HEFILBEKKIR FYRIR
VERKSTÆÐI SKÓLA OG HANDVERKSFÓLK
Lauga gi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Elite
Lengd:
Breidd:
ve
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
N
ámskeiðið er hluti af end-
urmenntun Landbúnaðar-
háskólans. Okkur lék for-
vitni á að vita meira um
þetta girnilega námskeið.
Hvað geturðu sagt mér um
námskeiðið Gotterí úr garðinum?
„Námskeiðið Gotterí úr garð-
inum er hugsað fyrir þá sem vilja
fara af stað með matjurtaræktun í
eigin garði, á svölunum heima hjá
sér eða jafnvel bara í eldhúsglugg-
anum. Það hentar þeim sem eru
að stíga sín fyrstu skref í
matjurtaræktun en einnig þeim
sem vilja hressa upp á þekkinguna
og auka við tegundaúrvalið í rækt-
un.“
Geturðu lýst fyrir mér hvernig
námskeiðið gengur fyrir sig?
„Námskeiðið er byggt upp
þannig að fyrst er farið yfir helstu
atriði sem þarf að hafa í huga í
ræktun, svo sem val á fræi, helstu
tegundir sem koma til greina í
ræktun, sáningu og uppeldi
plantna, undirbúning jarðvegs fyr-
ir útplöntun eða val á jarðvegi í
potta og ker, gróðursetningu og
umhirðu plantna á ræktunartím-
anum. Síðan er farið yfir helstu
aðferðir við geymslu til að græn-
metið nýtist sem best fram á vet-
urinn. Þegar fjallað hefur verið
um þessi grundvallaratriði er
verkleg æfing þar sem þátttak-
endur sá til nokkurra tegunda
plantna sem þeir taka svo með sér
heim í lok dags.“
Áhuginn vex með ári hverju
Er námskeiðið vel sótt?
„Já, námskeiðið hefur verið vel
sótt þegar það hefur verið í boði
og þátttakendur verið mjög
ánægðir að námskeiði loknu.“
Hverjir sækja námskeiðið?
„Þeir sem sækja námskeiðið
koma alls staðar að, með mismikla
reynslu í ræktun en eiga það allir
sameiginlegt að hafa mikinn
áhuga á að auka við eigin ræktun
matjurta.“
Hefur þú sjálf alltaf haft áhuga
á ræktun?
„Það má segja að ég hafi smit-
ast af ræktunarbakteríunni á
unglingsárum þegar ég hóf störf í
gróðrarstöð og þessi áhugi hefur
einfaldlega vaxið með ári hverju.
Þetta er að ég held ólæknandi
baktería.“
Hvað mælir þú með að byrja á
að rækta fyrir þá sem hafa áhuga
en eru að stíga sín fyrstu skref?
„Fyrir þá sem eru að stíga sín
fyrstu skref í ræktun er sniðugt
að byrja smátt, velja fáar tegundir
til ræktunar og auka svo smám
saman við sig, eftir því sem safn-
ast í reynslusarpinn. Tegundir
eins og radísur eða salat eru auð-
veldar í uppeldi frá fræi þannig að
þar mætti stíga fyrstu sporin en
svo er alltaf gaman að henda nið-
ur nokkrum kartöflum, þær skila
góðri uppskeru fyrir lágmarks-
fyrirhöfn og ekkert betra en ný-
uppteknar kartöflur með soðningu
að sumarlagi. Aðalmálið er að
komast af stað, þora að byrja og
þess vegna getur verið sniðugt að
byrja á því að fara á námskeið.“
Matjurtir eru ómissandi
Hvernig nýtir þú veturinn fyrir
ræktun?
„Ég gróðurset trjáplöntur og
fjölæringa á haustin og fram á
vetur eða þangað til frost er kom-
ið í jörðu. Eftir áramótin fer ég að
skoða frælista og velta fyrir mér
hvað mig langar að rækta næsta
sumar. Stundum hef ég sáð gul-
rótum eða radísum í potta
snemma að vori og haft úti í
glugga, það getur líka verið
skemmtilegt verkefni fyrir
krakka. Um leið og fer að birta á
vorin finnst mér nauðsynlegt að
koma kryddjurtum af stað í glugg-
um, eins og kóríander og dilli, en
stundum hleypur tíminn frá mér á
vorin þannig að ég fer þá bara í
næstu gróðrarstöð og kaupi for-
ræktað grænmeti sem ég get þá
gróðursett hjá mér.“
En aðrar árstíðir?
„Yfir sumartímann vil ég hafa
blómlegt í kringum mig þannig að
ég nota töluvert af sumarblómum í
ker og potta. Ég er mjög hrifin af
fjölærum plöntum og er hægt og
rólega að koma mér upp girnileg-
um fjölæringabeðum. Matjurtir
eru ómissandi, ég er alltaf með
eitthvað af kryddjurtum og salati,
brokkolí og grænkál eru ofarlega
á vinsældalistanum og vonandi næ
ég að endurnýja kartöflugarðinn
minn næsta sumar.“
Hvað þykir þér best að rækta
hér á landi?
„Þetta er eins og að eiga að
gera upp á milli barnanna sinna,
mér finnst bara best að rækta
plöntur.“
Hvernig sérðu fyrir þér lífræna
ræktun í framtíðinni?
„Ég tel að lífræn ræktun eigi
eftir að vaxa á Íslandi í framtíð-
inni því eftirspurn eftir slíkum
vörum fer sívaxandi. Sífellt fleiri
neytendur velta umhverfismálum
mikið fyrir sér og vilja fá að vita
nákvæmlega hvar og hvernig mat-
jurtir þeirra hafa verið ræktaðar.
Þá skiptir það líka máli að óháður
aðili votti framleiðsluaðferðirnar
en slík vottun fyrirfinnst í lífrænni
ræktun.“ elinros@mbl.is
Matjurtaræktun í eigin garði
Það verður sífellt vin-
sælla að fara út í garð
og ná í heimaræktað
salat, kartöflur og gott-
erí. Enda hafa margir
sagt að fátt jafnist á við
að standa í stígvélunum
úti í garði, í ró og friði,
að ræta sinn eigin mat.
Guðríður Helgadóttir
garðyrkjufræðingur er
með girnilegt námskeið
sem hún kallar Gotterí
úr garðinum.
Ástríða „Ég gróðurset trjáplöntur og fjölæringa á haustin og fram á vetur eða þangað til frost er komið í jörðu. Stundum hef
ég sáð gulrótum eða radísum í potta snemma að vori og haft úti í glugga, það getur verið skemmtilegt verkefni fyrir krakka.“
Morgunblaðið/Eggert
Lexíur „Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga í ræktun, svo sem val á
fræi, helstu tegundir sem koma til greina í ræktun, sáningu og uppeldi plantna, undirbúning jarðvegs fyrir útplöntun eða val
á jarðvegi í potta og ker, gróðursetningu og umhirðu plantna á ræktunartímanum,“ segir Guðríður um námsfyrirkomulagið.