Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 25
Þekking í þína þágu
Er þinn tími kominn
fyrir frekara nám?
Frekari upplýsingar veitir Áslaug Bára, verkefnastjóri í síma 412 5952 eða í gegnum netfangið aslaug@mss.is
Fjarnám og staðnám hefst í janúar 2018 og tekið er við skráningum núna
Menntastoðir er undirbúningur til áframhaldandi
náms og miðar við háskólabrú Keilis og frumgreina-
deildir við Bifröst og H.R. Einnig má nýta einingar
úr Menntastoðum inn í nám í framhaldsskóla s.s.
grunn að iðnnámi.
Sindri Heiðarsson
Til að byrja með var ég ekki viss um hvort að það gengi upp að vera
í skóla á sjó. En svo hefur allt gengið vonum framar. Allir starfsmenn
MSS koma svo mikið til móts við þarfir mínar að hálfa væri nóg.
Ég er að róa í skiptakerfinu 3-1 og hef aldrei þurft að taka auka frí túr
til að sinna náminu.
Fjarnám Menntastoða er sveigjanlegt og sniðið að þörfum fullorðinna
námsmanna. Þú lærir þegar þér hentar og þar sem þú vilt!
Kjörorð Menntastoða MSS eru:
» Framúrskarandi fjarnámskennsla
» Sveigjanleiki í námi, óháð tíma og rúmi
» Metnaðarfull þjónusta og stuðningur við nemendur
E
itt af mest spennandi sviðum
listaheimsins í dag er raflist-
in. Þar blandast saman fersk-
ustu straumar úr ýmsum átt-
um og listamenn nýta sér eiginleika
tækni, margmiðlunar og gagnvirkni
til að skapa mergjaða nýja list.
Undanfarna tíu vetur hefur
Listaháskóli Íslands boðið upp á opin
námskeið í raflist og ætti ekki að
koma á óvart að námskeiðin hafa ver-
ið mjög vel sótt. „Viðfangsefnið er
gerð listaverka sem innihalda bæði
hljóðræna og sjónræna þætti, eða
önnur atriði sem tengjast upplifun í
víðari skilningi. Verkin eru fjölbreytt
en eiga það öll sameiginleg að nota
rafmagn, í einhverju formi, sem mik-
ilvægan þátt í verkinu,“ útskýrir Áki
Ásgeirsson, stundakennari við LHÍ
og margmiðlunarlistamaður. Auk
Áka er kennslan á námskeiðinu í
höndum Ríkarðs H. Friðrikssonar og
Jespers Pedersen. Námskeiðið ber
yfirskriftina Raflosti og er í ár haldið
vikuna 23.-27. maí.
Raflosti varð fyrst til í kringum
listahátíðina Raflost sem haldin hefur
verið árlega frá 2007. „Markmiðið
með þeirri uppákomu var þríþætt: að
fá hingað til lands erlenda listamenn
og gúrúa og efna til ráðstefnu um raf-
list, halda námskeið um listformið hjá
Listaháskólanum og bjóða upp á dag-
skrá sem væri opinn almenningi og
leyfði landsmönnum að kynna sér
hvað væri í gagni í þessum bransa,“
útskýrir Áki en alla tíð síðan 2007
hefur Raflosta lokið með sýningu á
verkum nemendanna.
Virkja hæfileikana
Námið miðar að því að nemendur
ljúki við smíði raflistaverks og vinna
þeir saman í hópum. „Við reynum að
velja fólk saman í hópa þannig að
hæfileikar hvers og eins nýtist sem
best. Þannig gæti t.d. einn meðlimur
hóps verið með góðan bakgrunn í for-
ritun á meðan annar er lunkinn við
vinnslu á myndefni eða hljóði. Að
gera verk að veruleika snýst þá oftast
um að púsla saman þeirri kunnáttu
sem hópurinn býr yfir.“
Samhliða tímum á vinnustofu eru
haldnir fyrirlestrar þar sem nem-
endur læra um þróun listformsins.
„Tíminn er knappur og vinnudag-
arnir iðulega langir á meðan á nám-
skeiðinu stendur,“ segir Áki en hóp-
urinn hefur aðgang að öllum
tækjakosti LHÍ. Oft nýta nemend-
urnir í listsköpuninni kláruð og
ókláruð verk sem orðið hafa til í skól-
anum yfir veturinn. „Það vill svo
skemmtilega til að námskeiðið er
haldið í lok skólaársins þegar nem-
endur eru að hreinsa vinnustofur sín-
ar eftir veturinn og á meðan á tiltekt-
inni stendur myndast oft stórar
hrúgur á göngum skólans og í gámum
við skólabygginguna. Þar finna Raf-
losta-nemendurnir oft nýtilega hluti
og það sem sumir eru að bera út eru
okkar nemendur að bera aftur inn og
endurvinna.“
Áki á von á að margir Raflosta-
nemendur muni heldur betur láta að
sér kveða, enda raflistin listform
framtíðarinnar, og eitthvað sem allir
listamenn ættu að kunna góð skil á.
Listaheimurinn er að breytast hratt
og líklegt að raf- og tölvutæknin muni
breyta listsköpun á jafn afgerandi
hátt og prenttæknin eða ljós-
myndatækni gerði á sínum tíma. „Öll
list verður raflist, ef hún er ekki orðin
það nú þegar,“ segir Áki. ai@mbl.is
Krafturinn virkjaður í raflistinni
Námskeiðið Raflosti ber
nafn með rentu, en þar
kynnast nemendur nýj-
ustu straumum í raf-
listaheiminum og vinna
saman að því að skapa
eigið verk á einni viku
Innblástur Nemendahópurinn er fjölbreyttur, og farnar ólíkar leiðir í sköpuninni.Verkfæri Áki bendir á að raftæknin móti listina nú rétt eins og prenttæknin áður.
Möguleikar Frá sýningu nemenda. Raflist er galopið og fjölbreytt listform.