Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 6
MÓTHERJARNIR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland mætir Svíþjóð, Króatíu og
Serbíu í A-riðli Evrópumótsins í
Split í Króatíu en þrjú af þessum
fjórum liðum komast áfram og leika í
milliriðli í Zagreb. Morgunblaðið
fékk Gunnar Magnússon, þjálfara
Hauka og fyrr-
verandi aðstoð-
arþjálfara ís-
lenska
landsliðsins, til að
fara yfir mótherj-
ana þrjá og við
hverju má búast í
leikjunum gegn
þeim.
Fyrsti leik-
urinn er gegn Sví-
um í dag, föstu-
daginn 12. janúar, og það er
upphafsleikur A-riðilsins klukkan
17.15 en klukkan 19.30 eigast við
grannþjóðirnar Króatía og Serbía.
Náðu góðum árangri á HM
„Kristján Andrésson er núna á
sínu öðru stórmóti með Svíana. Að
mínu mati spiluðu þeir skemmti-
legan handbolta á HM í fyrra og end-
uðu í 6. sæti eftir að hafa tapað fyrir
Frökkum í 8-liða úrslitum. Þeir hafa
eins og við Íslendingar verið að
ganga í gegnum ákveðin kynslóða-
skipti og þess vegna var 6. sætið i
Frakklandi góður árangur,“ segir
Gunnar um árangur Svía undir
stjórn Kristjáns í fyrra. Gunnar seg-
ist sjá fyrir sér að lið Svíþjóðar og Ís-
lands séu nokkuð jöfn.
Betri í að verjast en sækja
„Liðin mættust í tveimur æfinga-
leikjum í október og þótt það sé ekki
alveg marktækt myndi ég ætla að við
værum að fara í 50-50-leik á móti
Svíum. Styrkleiki Svíanna hefur allt-
af verið vörn og markvarsla. Mark-
varðarparið frá Rhein-Neckar Löw-
en, þeir Appelgren og Palicka,
klikkar sjaldan. Þá eru þeir með frá-
bæra hornamenn; Tolbring sam-
herja þeirra frá Löwen og Ekberg
sem spilar með Kiel fremsta í flokki.
Þótt línumaðurinn sterki Andreas
Nilsson verði ekki með þeim á EM
eru þeir með marga sterka línu-
menn,“ bendir Gunnar á en sænska
liðið þykir öflugra í að verjast en
sækja.
Útilína Svía er
spurningarmerki
„Ef maður á að reyna að finna ein-
hverja veikleika þá er spurning
hvernig útilínan kemur út úr þessu
móti. Það mun mæða mikið á Lukas
Nilsson og Jim Gottfridsson. Svíar
eru með marga unga og spennandi
leikmenn og það er spurning hvort
þeir ná að springa út í Króatíu. Einn-
ig er varnarmaðurinn öflugi Tobias
Karlsson hættur með landsliðinu og
hann hefur bundið saman sænsku
vörnina síðustu ár. Því er spurning
hvernig Kristjáni tekst að fylla það
skarð.
Við þurfum engu að síður að eiga
mjög góðan fyrsta leik í Króatíu til
að leggja Svía að velli. Markmenn
okkar þurfa að halda í við sænsku
markmennina og til þess þurfum við
að spila mjög góða vörn. Sóknarlega
þurfum við að vera mjög agaðir því
við megum ekki hleypa Svíunum í
auðveld hraðupphlaupsmörk. Aron
Pálmars og Guðjón Valur verða að
draga vagninn. Við getum unnið Svía
á góðum degi og við skulum vona að
þetta verði okkar dagur.“
Króatar vilja gull á heimavelli
Gunnar reiknar með Króötum
mjög sterkum á heimavelli og telur
að þeir geti farið alla leið í mótinu.
„Króatar ætla að tjalda öllu sem til
er á heimavelli og ljóst að þeir ætla
sér að vinna sinn fyrsta sigur á Evr-
ópumótinu í ár. Þeir hafa náð aftur í
þjálfarann skrautlega, Lino Cervar,
sem gerði þá að heimsmeisturum í
Portúgal 2003 og ólympíumeisturum
í Aþenu 2004. Síðan þá hafa þeir ekki
unnið neitt. Þeir náðu „aðeins“ í silf-
ur þegar þeir héldu HM árið 2009 og
núna ætla þeir sér gullið og ekkert
annað. Þó svo að Duvnjak sé nýkom-
inn til baka eftir erfið meiðsli mun
Cervar pressa hann til að fórna sér í
þetta verkefni,“ segir Gunnar og tel-
ur markvörsluna nánast eina
spurningarmerkið varðandi Króata.
Cindric og Karagic lykilmenn
„Það verður bara að segjast eins
og er að þeir virka mjög sterkir og
þeir munu fá góðan stuðning á pöll-
unum. Lykilmenn þeirra fyrir utan
Duvnjak eru Luka Cindric og Igor
Karagic. Ef maður á að reyna að
finna einhverja veikleika hjá þeim þá
hefur markvarslan verið döpur á
sumum mótum. Annars eru þeir með
sterka leikmenn í öllum stöðum.“
Varðandi taktíkina segir Gunnar
að Íslendingar þurfi eða leysa fram-
liggjandi 3-2-1-vörn Króata en það
hefur stundum reynst okkar mönn-
um erfitt.
Verðum að leysa varnarleikinn
„Ef við ætlum að vinna Króatíu
verðum við að ná að leysa varnarleik
þeirra. Þeir spila mikið svokallaða
„3-2-1 Balkan“ sem líkist kannski
mest ÍBV-vörninni sem við þekkjum
hér heima. Okkur hefur nánast alltaf
gengið mjög illa á móti þessari vörn.
Varðandi sóknarleikinn hjá þeim þá
eru þeir mjög sterkir maður á mann
og með góðar klippingar. Þetta verð-
ur því mjög erfitt verkefni og það
þarf allt að ganga upp hjá okkur til
að við getum fengið eitthvað út úr
þessum leik.
Ég spái því að Króatar mæti
Frökkum í úrslitaleik og ég held að
þeir fái ekki miklu betra tækifæri en
þetta til að verða loksins Evrópu-
meistarar.
Gott að enda á Serbum
Það er mjög gott að mæta Serbum
í síðasta leiknum í riðlinum því þeir
eru óskrifað blað fyrir mót. Þegar
þetta er skrifað er óvíst hvernig hóp-
urinn þeirra mun líta út en það er
samt ljóst að þeir verða án sterkra
manna. Nú eru markvörðurinn Milic
og skytturnar Rnic og Abutovic
dottnir út úr hópnum. Einhverjar
sögur eru um að fleiri sterkir leik-
menn muni detta út í viðbót,“ segir
Gunnar og segir Íslendinga geta nýtt
fyrstu tvo leiki Serba til að kort-
leggja liðið.
Góðir í gömlu Júgóslavíu
„Þjálfarinn Jovica Cvetkovic er
tekinn við þeim aftur en hann þjálf-
aði liðið á árunum 2006-2009. Þrátt
fyrir að einhverjir leikmenn séu ekki
leikfærir eru þeir með fullt af öfl-
ugum mönnum. Auk þess hefur
Serbum alltaf gengið vel þegar þeir
hafa spilað á stórmótum í gömlu
Júgóslavíu. Það verður fróðlegt að
sjá hvaða lið þeir mæta með til Kró-
atíu og það mun koma okkur til góða
að geta séð þá í fyrstu tveimur leikj-
unum. Okkur hefur oftast gengið vel
á móti Serbíu og ég er sannfærður
um að við vinnum þennan leik og
tryggjum okkur áfram í milliriðil.“
Markvarsla og vörn
lykilatriði gegn Svíum
Gunnar Magnússon fer yfir andstæðinga Íslands á EM Svíaleikurinn verður
50/50 Gegn Króatíu þarf allt að ganga upp Fróðlegt að sjá lið Serbanna
MARKVERÐIR
Vladimir Cupara
Tibor Ivanisevic
HORNAMENN
Dobrivoje Markovic
Nemanja Ilic
Darko Dukic
Bogdan Radivojevic
LÍNUMENN
Mijail Marsenic
Bojan Beljanski
SKYTTUR
Petar Dordic
Milan Jovanovic
Nemanja Obradovic
Nemanja Zelenovic
Marko Vujin
MIÐJUMENN
Zarko Sesum
Petar Nenadic
Stefan Vujic
ÞJÁLFARI
Jovica Cvetkovic
SERBÍA
EM í handbolta karla 2018
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
6
SVÍÞJÓÐ
Heimsmeistari: 1954,
1958, 1990 og 1999.
Silfur á HM: 1964,
1997 og 2001.
Brons á HM: 1938,
1961, 1993 og 1995.
Evrópumeistari:
1994, 1998, 2000 og
2002.
Silfur á ÓL: 1992,
1996, 2000 og 2012.
Árangur á EM:
1994: Evrópumeistari
1996: 4. sæti
1998: Evrópumeistari
2000: Evrópumeist-
ari
2002: Evrópumeistari
2004: 7. sæti
2008: 5. sæti
2010: 15. sæti
2006: 4. sæti
2008: 2. sæti
2010: 2. sæti
2012: 3. sæti
2014: 4. sæti
2016: 3. sæti
SERBÍA
Brons á HM: 1999 og
2001.
Silfur á EM: 2012.
Brons á EM: 1996.
Árangur á EM:5
1996: 3. sæti
1998: 5. sæti
2002: 10. sæti
2004: 8. sæti
2006: 9. sæti
2010: 13. sæti
2012: 2. sæti
2014: 13. sæti
2016: 15. sæti
2012: 12. sæti
2014: 7. sæti
2016: 8. sæti
KRÓATÍA
Heimsmeistari: 2003.
Silfur á HM: 1995,
2005 og 2009.
Brons á HM: 2013.
Ólympíumeistari:
1996 og 2004.
Brons á ÓL: 2012.
Silfur á EM: 2008 og
2010.
Brons á EM: 1994,
2012 og 2016.
Árangur á EM:
1994: 3. sæti
1996: 5. sæti
1998: 8. sæti
2000: 6. sæti
2002: 16. sæti
2004: 4. sæti
Árangur mótherja Íslands
MARKVERÐIR
Ivan Stevanovic, Kadetten
Ivan Pesic, Meshkov Brest
Mirko Alilovic, Veszprém
HORNAMENN
Lovro Mihic, Wisla Plock
Zlatko Horvat, RK Zagreb
Manuel Strlek, Kielce
Ivan Cupic, Vardar Skopje
LÍNUMENN
Marino Maric, Melsungen
Igor Vori, RK Zagreb
Zeljko Musa, Magdeburg
SKYTTUR OG MIÐJUMENN
Domagoj Duvnjak, Kiel
Luka Stepancic, París SG
Marko Kopljar, Füchse Berlín
Jakov Gojun, Füchse Berlín
Igor Karacic, Vardar Skopje
Stipe Mandalinic, Füchse Berlín
Marko Mamic, Kielce
Luka Cindric, Vardar Skopje
ÞJÁLFARI
Lino Cervar
KRÓATÍA
MARKVERÐIR
Andreas Palicka, RN Löwen
Mikel Appelgren, RN Löwen
HORNAMENN
Jerry Tollbring, RN Löwen
Hampus Wanne, Flensburg
Niclas Ekberg, Kiel
Mattias Zachrisson, Füchse B.
LÍNUMENN
Jesper Nielsen, París SG
Fredric Pettersson, Toulouse
Max Darj, Bergischer
SKYTTUR OG MIÐJUMENN
Lukas Nilsson, Kiel
Simon Jeppsson, Flensburg
Philip Henningsson, Kristianst.
Jim Gottfridsson, Flensburg
Linus Arnesson, Bergischer
Johan Jakobsson, Sävehof
Albin Lagergren, Kristianstad
ÞJÁLFARI
Kristján Andrésson
SVÍÞJÓÐ
Gunnar
Magnússon
AFP
Króatar Domagoj Duvnjak er lykilmaður í liði Króata en spurningin er
hvort hann sé hversu mikið hann getur beitt sér, nýstiginn upp úr meiðslum.
Reuters
Svíar Kristján Andrésson er á leið á sitt annað stórmót sem landsliðsþjálfari
Svía en hann stýrði þeim til sjötta sætis á HM í Frakklandi fyrir ári síðan.