Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 12
EM í handbolta karla 2018
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
12
Íslenska lands-
liðið mætir
sænska landslið-
inu í upphafsleik
sínum á EM í
Króatíu að þessu
sinni. Tvisvar áð-
ur hafa lið þjóð-
anna leitt saman
hesta sína í
fyrstu umferð
EM. Í bæði skipt-
in hafa Svíar borið sigur úr býtum.
Í fyrsta leik Íslands á EM, 21. jan-
úar 2000 í Rijeka í Króatíu unnu
Svíar öruggan sigur, 31:23. Gústaf
Bjarnason var markahæstur í ís-
lenska liðinu með fimm mörk.
Átta árum síðan mættust liðin.
aftur í upphafsleik keppninnar í
Þrándheimi í Noregi. Aftur unnu
Svíar örugglega, 24:19, eftir að
hafa verið 10 mörkum yfir um
skeið. „Niðurlæging í Niðarósi,“
sagði í fyrirsögn í Morgunblaðinu
daginn eftir. iben@mbl.is
Tvö töp fyrir
Svíum í upp-
hafsleikjum
Gústaf
Bjarnason
C-RIÐILL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Mikill Balkanskagabragur er á
riðlinum þar sem ríkjandi Evrópu-
meistarar frá Þýskalandi spila.
Þjóðverjar eru með Makedónum,
Svartfellingum og Slóvenum í C-
riðli sem leikinn verður í höf-
uðborginni Zagreb. Sem sagt þrjú
af fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu
saman í riðli sem leikinn er í fjórða
fyrrverandi Júgóslavíuríkinu.
Þjóðverjar mæta nú til leiks á
sitt fyrsta stórmót eftir að Dagur
Sigurðsson lét af störfum sem þjálf-
ari liðsins. Áhugavert verður að sjá
hvernig Þjóðverjum vegnar eftir
velgengnisskeið Dags. Þýskaland
var ekki á góðum stað þegar Dagur
tók við og liðinu mistókst að komast
á HM í Katar 2015. (Síðar var liðið
þó handvalið inn í mótið af
handboltastjórnmálamönnum en
það er önnur saga og sorglegri.)
Dagur stýrði liðinu á fjórum stór-
mótum: Í Katar, á EM 2016, á ÓL
2016 og HM 2017. Liðið vann til
gullverðlauna á EM og brons-
verðlauna á Ólympíuleikunum.
Féllu fyrir Katar í fyrra
HM í Frakklandi í fyrra var að
einhverju leyti keppni óvæntra úr-
slita. Þjóðverjar fengu meðal ann-
arra að finna fyrir því og töpuðu
20:21 fyrir Katar í 16-liða úrslitum.
Þar af leiðandi er svolítið erfitt að
segja fyrir um hvort þeir séu líkleg-
ir til afreka en einnig þar sem nýr
þjálfari heldur um stjórnartaum-
ana, Christian Prokop. Miðað við
leikmannahópinn og hefðina hjá
Þjóðverjum eiga þeir þó möguleika
á að komast í undanúrslitin.
Slóvenía mun væntanlega berjast
um sigurinn í riðlinum við Þýska-
land í ljósi þess að Slóvenar lönd-
uðu bronsverðlaunum á HM í fyrra.
Liðið komst auk þess í 8-liða úrslit-
in á ÓL í Ríó. Slóvenar hafa oft átt
frambærilegt lið en liðið blómstraði
í Frakklandi undir stjórn Veselins
Vujovic sem iðulega kemst á blað í
vangaveltum um bestu handknatt-
leiksmenn sögunnar. Áhugavert
verður að sjá hvernig leikmenn
Slóveníu finna sig í mótinu því nú
eru væntingarnar vafalaust miklar.
Makedónía var í riðli með Íslandi
í undankeppninni. Makedónía á
snjalla leikmenn eins og áður, eins
og Kiril Lazarov, en liðinu hefur
ekki tekist að stimpla sig inn sem
eitt af fjórum bestu liðunum á stór-
mótunum og spila um verðlaun. Það
hafnaði þó í 5. sæti á EM 2012. Að
þessu sinni er liðið blandað eldri og
yngri leikmönnum en markvörð-
urinn Borko Ristovski er aftur
kominn í landsliðið. Spánverjinn
Raúl Gonzalez stýrir liðinu og hann
er í fremstu röð enda gerði hann lið
Vardar að Evrópumeisturum og
mun taka við stórliði PSG næsta
sumar. Gonzalez er líklegur til að
bæta varnarleik liðsins verulega.
Erfitt hjá Svartfellingum
Búist er við því að Svartfjallaland
muni eiga erfitt uppdráttar í C-
riðlinum. Liðið er þó að keppa á
EM í fjórða sinn en hefur hins veg-
ar ekki enn unnið leik. Hand-
boltaþekkingin er þó fyrir hendi í
landinu því Svartfjallaland átti um
tíma eitt allra besta lið heims í
kvennaflokki. Sú hefð sem þar
myndaðist gæti smitast yfir til
karlalandsliðsins með tíð og tíma en
ekki er búist við miklu af liðinu í
þetta skiptið.
Þjóðverjar eru líklegir
í Balkanskagariðlinum
Er líf eftir Dag? Slóvenar öflugir Makedónía sterkari en Svartfjallaland
AFP
Meistararnir Þjóðverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar en Dagur Sigurðs-
son stýrði þeim til sigurs í Póllandi fyrir tveimur árum.
D-RIÐILL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ólympíumeistararnir frá Dan-
mörku eru í sterkum riðli á EM í
Króatíu. D-riðillinn fer fram í Var-
azdin en þar leika einnig Spánn,
Ungverjaland og Tékkland.
Danir fara nú á stórmót með
gamla hornamanninn Nikolaj Jac-
obsen við stjórnvölinn. Ljóst er að
Jacobsen kann ýmislegt fyrir sér
enda stýrði hann RN Löwen til sig-
urs í Þýskalandi á árinu. Guð-
mundur Guðmundsson fór með
Dani á fjögur stórmót, HM 2015,
EM 2016, ÓL 2016 og HM 2017.
Guðmundur sló öllum við á Ólymp-
íuleikunum í Ríó en í hinum þremur
mótunum léku Danir ekki um verð-
laun.
En Danir hafa burði til að spila
um verðlaun eins og þeir hafa haft
á stórmótum um langa hríð. EM
hefur til dæmis átt mjög vel við
Danina. Þeir urðu meistarar bæði
2008 og 2012 en fóru auk þess í úr-
slitaleikinn 2014. Á meðan Danir
eiga leikmenn í heimsklassa eins og
Mikkel Hansen og Niklas Landin
geta þeir unnið hvaða lið sem er
þegar þeir eru vel upplagðir.
Alltaf meðal þeirra bestu
Spánn er eitt þeirra liða sem yfir-
leitt tekst að halda sér á meðal
þeirra bestu í heimi. Hafa geysilega
oft spilað um verðlaun á stórmót-
unum en þeim hefur þó aldrei tekist
að vinna EM. Ekki vantar þó verð-
launin frá EM en þar hafa Spán-
verjar fengið fern silfurverðlaun og
tvenn bronsverðlaun. Er þó ekki
langt síðan EM var komið á kopp-
inn. Á umliðnum árum hefur Spánn
verið það lið sem hinir sigursælu
Frakkar hafa átt hvað erfiðast með
að leika gegn. Spánverjar hafa hins
vegar ekki verið jafn stöðugir og
gengið til að mynda illa gegn Dön-
um í nokkur skipti. Spánn komst í
undanúrslit á HM í Katar og í úr-
slitaleikinn á EM 2016. Þeir náðu
hins vegar ekki inn á ÓL í Ríó, sem
kom mjög á óvart. Á HM í fyrra tap-
aði Spánn með eins marks mun fyr-
ir Króatíu í 8-liða úrslitum.
Ungverjar í þriðja sæti?
Ungverjar slógu Dani út úr HM í
Frakklandi í fyrra í 16-liða úrslitum
og mæta því væntanlega óhræddir í
leikinn gegn Danmörku. Þeir féllu
úr keppni í 8-liða úrslitum þegar
þeir töpuðu fyrir Norðmönnum.
Fyrirfram er búist við að Spánn og
Danmörk verði fyrir ofan Ung-
verjaland en reynslan sýnir að ekki
er hægt að bóka neitt í þeim efnum.
Handboltinn er afar vinsæll í
Ungverjalandi og vel er fylgst með
landsliðunum báðum. Auk þess eru
tvö stórlið á evrópskan mælikvarða
í landinu, Veszprém og Pick Szeg-
ed. Árangur Ungverja í gegnum ár-
in er svipaður og hjá okkur Íslend-
ingum. Einu sinni hafa þeir unnið
til verðlauna á stórmóti hjá körl-
unum en liðið lék til úrslita á HM í
Sviss 1986 þegar stórskyttunnar
Peters Kovacs naut enn við.
Tékkarnir án Jicha
Gera má ráð fyrir að það verði
hlutskipti Tékka að verma botnsæt-
ið í riðlinum og missa af keppninni í
milliriðlinum. Tékkar ættu þó að
bíta frá sér enda sjaldan með lið
sem valtað er yfir á stórmótunum.
Þeir fengu jafn mörg stig og við Ís-
lendingar í undankeppninni en þrjú
lið komust áfram í lokakeppnina.
Makedónía vann riðilinn. Ef til vill
má segja að nýtt skeið sé runnið
upp hjá Tékkum þar sem Filip
Jicha er hættur. Þótt hann hafi ver-
ið nokkuð á sjúkralistanum á síð-
ustu árum var það engu að síður
leikmaður sem var einn sá besti í
heimi um tíma enda lék hann með
bæði Kiel og Barcelona á ferlinum.
Ýmislegt getur breyst hjá lands-
liðum þegar slíkir menn hverfa á
braut og Tékkar eru að aðlagast
því en Jicha lék sinn síðasta lands-
leik 2016.
Firnasterkur riðill í Varazdin
Hvað gerir Jacobsen með Dani? Spánn aldrei unnið EM Ungverjar sterkari en Tékkar
AFP
Sigurvegarar Danir koma fullir sjálfstrausts á EM eftir að hafa sigrað Frakka í úrslitaleik „Gulldeildarinnar“ í
Frakklandi um síðustu helgi. Þeir eru í mjög sterkum riðli með Spánverjum, Ungverjum og Tékkum.
Fimbulkuldi, frábær stemn-
ing í Spodek-höllinni og hrikaleg
vonbrigði yfir niðurstöðu ís-
lenska landsliðsins. Þetta er
svona það sem situr sterkast í
minningunni frá heimsókn minni
til Katowice í Póllandi fyrir
tveimur árum þar sem ég fjallaði
um Ísland á EM 2016. Þetta og
sú staðreynd að Ivano Balic var
ennþá að vinna með sömu hár-
greiðslu þó að hárunum hafi að-
eins fækkað.
Eins dísætur og sigurinn var
á Noregi í fyrsta leik þá voru
vonbrigðin hreint ótrúleg yfir
tapinu gegn Hvít-Rússum í
næsta leik. Maður trúði bara
ekki eigin augum þegar Hvít-
Rússarnir skoruðu nánast úr
hverri einustu sókn, og unnu að
lokum 39:38.
Í öngum mínum yfir úrslit-
unum var ég samt fljótur að sjá
að tapið þyrfti ekki að jafngilda
heimsendi. Til dæmis þyrfti Kró-
atía bara að vinna Noreg og þar
með væri Ísland öruggt áfram í
milliriðla. Ég nenni ekki að fara
út í nákvæmar útskýringar á
þessu, en þarna skipti sem sagt
máli að hafa unnið Noreg
(26:25) og bara tapað með einu
marki fyrir Hvít-Rússum, og þó
skorað 38 mörk.
En Króatía vann ekki Noreg.
Jafnræði var með liðunum allan
leikinn og staðan jöfn fimm mín-
útum fyrir leikslok, en Norð-
menn unnu 34:31. Norðmenn
enduðu raunar á að spila um
bronsverðlaun á mótinu, einmitt
við Króata sem unnu þá auðvit-
að sigur, þegar það hafði enga
þýðingu fyrir okkur Íslendinga.
Síðasti leikurinn í riðlinum
vekur ekki skemmtilegar minn-
ingar. Ísland var níu mörkum
undir eftir aðeins korters leik
gegn hinu sterka liði Króata, og
átti aldrei möguleika. Ekki líst
mér betur á að mæta þeim núna.
Noregur hafði unnið Hvít-Rússa
og þar með var ljóst að Ísland
yrði eina liðið sem eftir sæti en
hin færu til Kraká. Hryggilegast
við þetta var að nokkrir okkar
dáðustu leikmanna, alla vega
Snorri Steinn, Róbert og Alex-
ander, léku þarna sitt síðasta
stórmót og sáu möguleikann á
að fara á ÓL í Ríó hverfa.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is