Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
15
gegn Austurríki missti Ísland niður
þriggja marka forskot. Brugðust þá
krosstrén sem máltækið getur um en
Guðjón Valur Sigurðsson brenndi af
dauðafæri í næstsíðustu sókninni og
Ólafur Stefánsson tapaði boltanum í
þeirri síðustu.
Saga landsliðsins geymir hins veg-
ar marga frábæra leiki þegar liðið
hefur verið komið í erfiða stöðu í
keppnum. Á þessari öld hafa Íslend-
ingar og Danir glettilega oft gert
jafntefli á handboltavellinum. Til
dæmis á ÓL í Peking. Í Linz hinn 23.
janúar 2010 hafði Ísland hins vegar
betur 27:22. Sigur sem í raun lagði
grunninn að bronsverðlaunum Ís-
lands í keppninni því Ísland fór með
fjögur stig með sér í milliriðilinn.
Fyrstu mörk Arons
Íslendingar voru geysilega
ákveðnir þrátt fyrir sálrænt erfiða
niðurstöðu í leikjunum á undan. Ís-
land komst snemma í 7:2 gegn Dön-
um en Danir svöruðu því með átta
mörkum í röð. Leikurinn markaði þó
þau tímamót að þar leit fyrsta mark
Arons Pálmarssonar fyrir A-
landsliðið á stórmóti dagsins ljós.
Hann var settur á miðjuna um miðjan
fyrri hálfleik og skilaði tveimur mik-
ilvægum mörkum fyrir hlé. Þá var
Ólafur Guðmundsson á leikskýrslu í
fyrsta skipti á stórmóti.
Var Ísland yfir 15:13 að loknum
fyrri hálfleik. Íslenska liðið gat varla
óskað sér betri frammistöðu fyrri
hluta síðari hálfleiks gegn ríkjandi
Evrópumeisturum því Ísland jók for-
skotið í 20:14. Staðan var þá orðin
vænleg. Danir minnkuðu muninn í
23:20 en komust ekki nær og Íslend-
ingar lönduðu sigri án þess að hand-
boltaunnendur þyrftu að fálma eftir
sprengitöflunum eins og svo oft á
lokamínútunum þegar þessar þjóðir
takast á.
Björgvin varði 20 skot
Á viðbrögðum manna að leiknum
loknum mátti sjá að þeir voru sam-
mála um að markvarsla og varnar-
leikur hefðu gert gæfumuninn. Mesta
hrósið fengu því þeir Sverre Jak-
obsson, Ingimundur Ingimundarson
og Björgvin Páll Gústavsson sem
varði 20 skot og þar á meðal vítakast
frá Lars Christiansen sem var ein
öruggasta vítaskytta af sinni kynslóð
í heiminum. Sverre og Ingimundur
náðu að binda vörnina afar vel saman
sem þótti mikil framför frá fyrstu
tveimur leikjunum. Guðjón Valur var
markahæstur með sex mörk og gerði
alls 39 mörk á mótinu eins og Arnór
Atlason, sem aldrei hefur verið jafn
drjúgur í markaskorun og í Aust-
urríki 2010. Ólafur Stefánsson var
valinn í úrvalslið mótsins.
Danir áttu ekki möguleika
„Danirnir áttu hreinlega ekki
möguleika í leiknum. Þeir hlupu á
vegg á móti stórkostlegri vörn okkar,
Björgvin var frábær í markinu og
stemningin og einbeitingin sem mað-
ur upplifði í liðinu var meiriháttar,“
sagði þjálfarinn Guðmundur Guð-
mundsson við Morgunblaðið en hon-
um til aðstoðar voru Óskar Bjarni
Óskarsson og Gunnar Magnússon.
Hans Óttar Lindberg minntist
einnig á vörn Íslendinga. „Íslending-
arnir spiluðu rosalega flottan leik og
við áttum bara ekki möguleika gegn
þeim að þessu sinni. Vörn þeirra var
alveg meiriháttar og við áttum bara
engin svör á móti henni,“ sagði hinn
íslenskættaði Lindberg í samtali við
Guðmund Hilmarsson.
Góð byrjun gegn Norðmönnum
Karlalið Norðmanna hefur sótt
mjög í sig veðrið á alþjóðavettvangi á
allra síðustu árum. Ekki hefur svo
sem vantað fyrirmyndir í kvennaliði
Þóris Hergeirssonar þar í landi til að
læra af. Íslendingum hefur þó tekist
að halda taki sínu á Norðmönnum í
stórmótunum. Á EM í Danmörku ár-
ið 2014 lentu þjóðirnar saman í geysi-
lega sterkum riðli því þar voru einnig
Ungverjar og Spánverjar.
Fyrsti leikur Íslands á mótinu var
gegn Noregi og var geysilega mik-
ilvægt að landa sigri til að komast
áfram í milliriðil. Spánn var ríkjandi
heimsmeistari og Ungverjaland lék
um verðlaun á ÓL tveimur árum fyrr
í London en minnumst ekki orði á það
meir.
Ísland sigraði Noreg 31:26 hinn 12.
janúar í Álaborg. Eins og í hinum
tveimur leikjunum sem hér hafa verið
rifjaðir upp var byrjun íslenska liðs-
ins í leiknum sérlega góð. Ísland
komst í 6:1 og var 16:10 yfir að lokn-
um fyrri hálfleik.
Lykilmaður í sóknarleik Íslands,
Aron Pálmarsson, sneri sig á ökkla á
fyrsta korterinu og kom ekki meira
við sögu í leiknum. Hann hafði þá
gert tvö mörk en íslensku landsliðs-
mennirnir létu ekki þá blóðtöku á sig
fá. Liðið lék virkilega vel og leit aldrei
um öxl. Um tíma í síðari hálfleik var
staðan 22:19 en spennan í leiknum
varð ekki meiri en svo. Sverre Jak-
obsson tók hraustlega á Norð-
mönnum og fékk þrjár brottvísanir
en það kom ekki að sök. Vignir Svav-
arsson „fór hamförum“ í miðri vörn-
inni sagði í umfjöllun Ívars Bene-
diktssonar í Morgunblaðinu.
Guðjón með 200. EM-markið
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðs-
son var markahæstur með 9/2 mörk
og rauf 200 marka múrinn í Evrópu-
leikjum í leiknum. Alexander Pet-
ersson var ekki með á mótinu og
Ólafur Stefánsson hafði látið staðar
numið með landsliðinu. Hlutverk Ás-
geirs Arnar Hallgrímssonar var því
mun stærra en yfirleitt áður og hann
skilaði sex mörkum gegn Noregi.
Aron Kristjánsson stýrði íslenska
liðinu í mótinu og Gunnar Magnússon
var honum til aðstoðar. „Það var mik-
il grimmd í mönnum í upphafi leiks-
ins. Þannig tókst okkur aðeins að slá
Norðmenn út af laginu. Vörnin var
frábær og markvarslan einnig sem
gaf okkur kost á að refsa Norð-
mönnum með hraðaupphlaupum.
Auk þess var sóknarleikurinn beittur,
var vel stýrt. Þar af leiðandi var um
að ræða afar góðan leik hjá okkur að
mörgu leyti,“ sagði Aron við Morg-
unblaðið.
Frábært að geta slökkt í þeim
„Þetta var alveg geggjað og gaman
að eiga smáhlutverk í þessum flotta
leik,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson
við Morgunblaðið en hann lék sinn
fyrsta leik á stórmóti með íslenska
landsliðinu. Gunnar þurfti að láta til
sín taka vegna meiðsla Arons og
gerði það. „Norðmenn voru kok-
hraustir fyrir leikinn og því frábært
að geta slökkt í þeim á sannfærandi
hátt.“
Ísland hafnaði í 5. sæti á EM 2014
eftir sigur á Póllandi, 28:27, í leiknum
um 5. sætið. Ísland tapaði einungis
tveimur leikjum af sjö þegar upp var
staðið og gerðist það gegn toppliðum,
Spáni og Danmörku.
Markahæstir á EM
Mörk
Fjöldi
leikja
1 Guðjón Valur Sigurðsson 256 51
2 Ólafur Stefánsson 184 33
3 Snorri St. Guðjónsson 143 33
4 Róbert Gunnarsson 107 37
5 Arnór Atlason 89 26
6 Alexander Petersson 87 27
7 Aron Pálmarsson 76 23
8 Ásgeir Örn Hallgrímsson 63 36
9 Patrekur Jóhannesson 57 16
10 Sigfús Sigurðsson 44 22
11 Valdimar Grímsson 41 6
12 Vignir Svavarsson 35 36
13 Rúnar Kárason 31 13
14 Þórir Ólafsson 31 18
15 Dagur Sigurðsson 28 16
16 Einar Örn Jónsson 28 11
17 Gústaf Bjarnason 23 10
18 Jaliesky Garcia 18 5
19 Einar Hólmgeirsson 17 10
20 Róbert Sighvatsson 17 16
Leikjahæstir á EM
Leikir
Fjöldi
móta
1 Guðjón Valur Sigurðsson 51 9
2 Róbert Gunnarsson 37 7
3 Ásgeir Örn Hallgrímsson 36 7
4 Vignir Svavarsson 36 6
5 Snorri Steinn Guðjónss. 33 6
6 Ólafur Stefánsson 33 6
7 Alexander Petersson 27 5
8 Arnór Atlason 26 5
9 Björgvin Páll Gústavss. 24 4
10 Sverre A. Jakobsson 24 4
11 Aron Pálmarsson 23 4
12 Sigfús Sigurðsson 22 4
13 Hreiðar Levý Guðmundss. 21 4
14 Ólafur A. Guðmundsson 20 4
15 Þórir Ólafsson 18 3
16 Guðmundur Hrafnkelss. 17 3
17 Dagur Sigurðsson 16 3
18 Patrekur Jóhannesson 16 3
19 Róbert Sighvatsson 16 3
20 Jafnir með 14 leiki:
Ingimundur Ingimundars. 14 2
Logi Geirsson 14 2
Kári Kristján Kristjánss. 14 3
Rúnar Sigtryggsson 14 2
Morgunblaðið/Kristinn
Danaleikurinn Ingimundur Ingimundarson,
Logi Geirsson, Sverre Jakobsson og Arnór Atlason
fagna sigrinum sæta gegn Dönum í Austurríki 2010.
Ísland á EM í handknattleik karla
EM 2000
Króatíu
1 sigur 5 töp
11. sæti af 12
Þjálfari: Þorbjörn Jón Jensson
Ísland - Svíþjóð 23:31
Ísland - Portúgal 25:28
Ísland - Rússland 23:25
Ísland - Danmörk 24:26
Ísland - Slóvenía 26:27
Ísland - Úkraína 26:25
Ísland - Spánn 24:24
Ísland - Slóvenía 31:25
Ísland - Sviss 33:22
Ísland - Frakkland 26:26
Ísland - Júgóslavía 34:26
Ísland - Þýskaland 29:24
Ísland - Svíþjóð 22:33
Ísland - Danmörk 22:29
EM 2002
Svíþjóð 4. sæti af 16
Þjálfari: Guðmundur Þórður Guðmundsson
4 sigrar 2 töp2 jafnt.
Ísland - Slóvenía 28:34
Ísland - Ungverjal. 29:32
Ísland - Tékkland 30:30
EM 2004
Slóveníu 13. sæti af 16
Þjálfari: Guðmundur Þórður Guðmundsson
1 jafntefli 2 töp
Ísland - Serb./Svartfj. 36:31
Ísland - Danmörk 28:28
Ísland - Ungverjal. 31:35
Ísland - Rússland 34:32
Ísland - Króatía 28:29
Ísland - Noregur 33:36
EM 2006
Sviss 7. sæti af 16
Þjálfari: Viggó Valdemar Sigurðsson
2 sigrar 3 töp1 jafnt.
Ísland - Svíþjóð 19:24
Ísland - Slóvakía 28:22
Ísland - Frakkland 21:30
Ísland - Þýskaland 27:35
Ísland - Ungverjal. 36:28
Ísland - Spánn 26:33
EM 2008
Noregi 11. sæti af 16
Þjálfari: Alfreð Gíslason
2 sigrar 4 töp
Ísland - Serbía 29:29
Ísland - Austurríki 37:37
Ísland - Danmörk 27:22
Ísland - Króatía 26:26
Ísland - Rússland 38:30
Ísland - Noregur 35:34
Ísland - Frakkland 28:36
Ísland - Pólland 29:26
EM 2010
Austurríki 3. sæti af 16
Þjálfari: Guðmundur Þórður Guðmundsson
4 sigrar 1 töp3 jafnt.
Ísland - Noregur 31:26
Ísland - Ungverjal. 27:27
Ísland - Spánn 28:33
Ísland - Austurríki 33:27
Ísland - Makedónía 29:27
Ísland - Danmörk 23:32
Ísland - Pólland 28:27
EM 2014
Danmörku 5. sæti af 16
Þjálfari: Aron Kristjánsson
4 sigrar 2 töp1 jafnt.
Ísland - Noregur 26:25
Ísland - Hv.-Rússl. 38:39
Ísland - Króatía 28:37
EM 2016
Póllandi 13. sæti af 16
Þjálfari: Aron Kristjánsson
1 sigur 2 töp
Ísland - Króatía 29:31
Ísland - Noregur 34:32
Ísland - Slóvenía 32:34
Ísland - Ungverjal. 27:21
Ísland - Spánn 26:31
Ísland - Frakkland 29:29
EM 2012
Serbíu 10. sæti af 16
Þjálfari: Guðmundur Þórður Guðmundsson
2 sigrar 3 töp1 jafnt.
Samtals
24 töp
9 jafnt.
20 sigrar
Heildarmarkatala: 1.519 : 1.548 EM-leikir: 53 Leikmenn alls: 58