Morgunblaðið - 07.02.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Flugfélagið Primera Air hefur ekki
enn staðið við loforð sín um
greiðslu skaðabóta til flugfarþega
sem urðu fyrir miklum töfum í
fyrra. Samgöngustofa hefur því
ákveðið að beita sér í málinu m.a.
með dagsektum á flugfélagið.
Um seinkun á nokkrum flug-
ferðum er að ræða en ein þeirra
var ferð frá Alicante á Spáni til Ís-
lands í byrjun maí í fyrra sem
seinkaði um sex tíma. Farþegarnir
áttu rétt á skaðabótum vegna taf-
anna en ef seinkun á flugi er meira
en þrjár klukkustundir er hægt að
sækja um 400 evrur í bætur. Prim-
era Air viðurkenndi bótarétt en
hefur ekki staðið við að greiða bæt-
urnar til farþeganna sem um þær
sóttu. Samgöngustofu hefur borist
fjöldi kvartana vegna þessa og hef-
ur því ákveðið að beita sér í málinu.
Samgöngustofa mun taka ákvörðun
um greiðslufrest, fyrir hvert flug
fyrir sig, þar sem flugfélaginu er
gefinn frestur til að ganga frá
greiðslu og sé hann ekki virtur
verður gripið til dagsekta.
Skera úr um ágreining
Ekki hefur áður þurft að ganga
svona langt gagnvart flugfélagi
enda hefur sambærilegt vandamál
ekki komið upp áður. „Samgöngu-
stofa hefur það hlutverk að skera
úr um ágreining sem kann að skap-
ast milli flugfélaga og farþega um
bótarétt flugfarþega. Í þessu tilfelli
stendur ekki á Primera Air að við-
urkenna þann bótarétt. Hinsvegar
lítur Samgöngustofa svo á að sök-
um þeirra tafa, sem orðið hafa á að
viðurkenndar bætur séu greiddar,
hafi skapast ágreiningur sem rétt
sé að hlutast til um,“ segir í svari
Samgöngustofu við fyrirspurn
blaðamanns. Í reglugerð um skaða-
bætur til handa flugfarþegum eru
engin tímamörk tilgreind um
greiðslu skaðabóta.
180 kvartanir í janúar
Samkvæmt Evrópureglum eiga
flugfarþegar rétt á skaðabótum ef
um verulega seinkun, yfir þriggja
klukkustunda, er um að ræða og
hún flokkast ekki undir óviðráðan-
legar aðstæður. Upphæð bóta fer
eftir lengd flugsins.
Gríðarlega fjölgaði kvörtunum
sem bárust til Samgöngustofu frá
flugfarþegum í fyrra, en þær fóru
úr 424 árið 2016 í 1121 árið 2017. Í
janúar á þessu ári hafa borist um
það bil 180 kvartanir frá flugfar-
þegum til Samgöngustofu, sem er
sambærilegt við heildarfjölda
þeirra kvartana sem bárust allt ár-
ið 2014. Af þessum u.þ.b. 180 kvört-
unum í janúar voru 45 vegna Prim-
era Air, en yfir allt árið í fyrra voru
kvartanir vegna Primera Air 83
talsins. Samgöngustofa ætlar að
þessi fjölgun í janúar sé meðal ann-
ars vegna þess að farþegar hafi
fengið vitneskju um fyrirhugaðar
aðgerðir stofnunarinnar gagnvart
flugfélaginu. Almenna fjölgun
kvartana síðustu ár má að hluta
skýra með fjölgun flugferða auk
þess sem fólk er orðið meðvitaðra
um rétt sinn.
Seinleg svörun ástæðan
WOW air er með langflestar
kvartanir flugfélaganna árið 2017,
eða 705 í heildina eins og sést í töfl-
unni hér fyrir ofan.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs-
ingafulltrúi WOW air, segir svörun
félagsins vegna fyrirspurna og
kvartana hafa verið seinlega á fyrri
hluta síðastliðins árs. Það skýrist af
þeirri miklu stækkun sem WOW
air hefur farið í gegnum undanfarin
ár. „Farþegum félagsins hefur
fjölgað frá 2015 til 2017 um 296%.
Farþegafjöldi 2015 var um 730 þús-
und, árið 2016 var hann 1,6 millj-
ónir og voru farþegar félagsins árið
2017 2,8 milljónir. Því miður hefur
þessi mikli vöxtur orðið til þess að
við höfum ekki náð að svara öllum
sem skyldi á réttum tíma og getað
svarað farþegum hvort um bóta-
skylt atvik er að ræða sem skýrir
væntanlega fjölda kvartana til
Samgöngustofu. Við höfum hins
vegar fjárfest mikið á síðastliðnum
mánuðum bæði í kerfum, mannauði
og þjálfun okkar fólks til að ná ut-
an um áframhaldandi vöxt WOW
air og að halda áfram að bæta
þjónustu við okkar viðskiptavini.
Svartími erinda hjá WOW air er nú
mun styttri en á árinu 2017,“ segir
Svanhvít.
Greiðslur skaðabóta hafa dregist
Primera Air hefur ekki greitt flugfarþegum bætur þrátt fyrir að hafa viðurkennt bótarétt Sam-
göngustofa beitir sér í málinu 1.121 kvörtun barst frá flugfarþegum 2017 Langflestar vegna tafa
129
250
129 81
174 213
424
1.121
Kvartanir fráflugfarþegumtil Samgöngustofu
Fjöldi kvartana 2010-2017
1.200
1.000
800
600
400
200
0
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Samgöngustofa
Skipting kvartana á flugrekendur 2017
Flugrekandi /tegund Aflýsing Seinkun Neitun Farangur Annað Heildarfjöldi
WOW air 118 518 40 20 9 705
Primera air 82 1 83
Icelandair 17 56 3 1 77
Vueling 34 38 2 1 75
Norwegian 12 46 58
Wizz air 15 25 1 2 43
Flugfélag Íslands 10 8 18
Air Berlin 13 1 14
Easyjet 1 9 1 11
Aðrir 10 25 2 37
Samtals 1.121 Heimild: Samgöngustofa
Morgunblaðið/Ómar
Á flugvellinum Flugfarþegar eru orðnir meðvitaðri um rétt sinn og sækja í
auknum mæli um skaðabætur vegna seinkana flugfélaganna.
„Ég hef ekki heyrt neitt frá
Samgöngustofu, við höfum ekki
fengið upplýsingar um þetta,“
svaraði Hrafn Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Primera Air,
spurður út í málið. „Ég held að
við höfum ekki verið að draga
neitt á langinn. Þetta hefur tek-
ið einhvern tíma í afgreiðslu en
við erum að greiða út bætur í
hverri viku. Auðvitað viljum við
reyna að flýta afgreiðslunni en
þetta er flókið, það þarf að
skoða hverja seinkun fyrir sig,“
segir Hrafn.
„Við vinnum samkvæmt lögum
og reglum og greiðum öllum
sem eiga rétt á bótum,“ segir
Hrafn. Hann segir reglugerð um
réttindi flugfarþega vegna seink-
ana vera íþyngjandi fyrir flug-
félögin. „Ég hef ekki heyrt neinn
flugrekanda segja þetta gagnast
neytendum, því auðvitað á end-
anum eru það þeir sem greiða
með hærra verði. Ein seinkun í
dag kostar auðveldlega 150 þús-
und evrur ef allir krefjast bóta.“
Hrafn segir Primera Air vera
með ágætis stundvísi. „Við erum
bara með eina
vél í einu á Ís-
landi þannig að
ef vélin okkar
bilar að morgni
getur það kost-
að meira en
þriggja tíma
seinkun því við
náum ekki að
koma annarri
vél til Íslands á
þeim tíma.
Það hafa verið uppi áhyggjur
af því að þetta geti haft áhrif á
öryggið enda ótrúlega pressa á
starfsfólki vitandi það að ef vél-
in stöðvast er það kannski 100
til 150 þúsund evra kostnaður.
Það er verið að tala um að
lækka upphæðirnar og lengja
tímann sem flugfélögin hafa.
Flugfélög eins og okkar, sem eru
í stærri hópum í gegnum ferða-
skrifstofur, lenda líka verr í
þessu en t.d. flugfélag eins og
SAS. Þar sækja kannski bara 5%
farþega rétt sinn en í einu flugi
frá Tenerife sækir kannski meira
en helmingur rétt sinn.“
„Ég held að við höfum ekki
verið að draga neitt á langinn“
FRAMKVÆMDASTJÓRI PRIMERA AIR
Hrafn
Þorgeirsson
Starfsmenn kísilvers PCC Bakki
Silicon ehf. á Bakka við Húsavík
undirbúa starfrækslu versins alla
daga. Safnað er birgðum hráefnis í
geymslur á lóð fyrirtækisins.
Síðast var skipað upp miklum
farmi af finnskum trjám. Þau verða
bútuð niður og notuð ásamt kolum til
að framkalla efnaferla til að fram-
leiða kísilinn. Hafsteinn Viktorsson,
forstjóri kísilversins, segir að talið sé
betra fyrir framleiðsluna að kaupa
trén í heilu lagi og búta þau niður á
verksmiðjulóðinni. Þau verða söguð í
litla búta, af svipaðri stærð og eld-
spýtnastokkar.
Kísilverið notar um 40 þúsund
tonn af timbri á ári. Hafsteinn segir
að rætt hafi verið við íslenska
skógarbændur um að útvega hluta af
trjánum og einn hafi afhent þeim
prufusendingu. Vonast hann til að
geta fengið eitthvað af íslensku
timbri í framleiðsluna en tekur fram
að íslenskir skógar muni aldrei anna
allri þörf kísilversins.
Gangsetning nálgast
Fyrirhugað er að gangsetja fyrri
ofn kísilversins síðari hluta febr-
úarmánaðar. Kom það fram á kynn-
ingarfundi félagsins á Húsavík á
dögunum. Er það nokkru seinna en
stjórnendur fyrirtækisins hafa
stefnt að en þeir segja að aðalatriðið
sé að öll tæki virki örugglega rétt.
Fyrr verði kísilverið ekki gangsett.
Síðari ofninn verður væntanlega
gangsettur í apríl.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Uppskipun Öðrum farmi ársins af trjábolum skipað upp á Húsavík. Í hverjum farmi eru 5-6 þúsund tonn.
Finnskum trjábol-
um skipað upp
Notað í framleiðslu á kísli hjá PCC