Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 13
þó ásmegin þegar henni var falið að vera útibústjóri í sparisjóðnum um eins árs skeið 2001/2002. „Eftir þá reynslu hugsaði ég með mér að ég hlyti líka að geta lært,“ segir Linda Björk, sem hóf menntagönguna í nútímafræði í Háskólanum á Akureyri, en út- skrifaðist með BA í samfélags- og hagþróunarfræði árið 2006. „Í náminu fékk ég áhuga á að kynna mér hvernig lög tengjast sam- félagsþróun og úr varð að ég sótti um eins árs meistaranám í al- þjóðalögfræði í Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna á Kostaríku þar sem áherslan var á samn- ingatækni og málamiðlun. Mjög lærdómsríkt og ekki síður að kynnast samnemendum mínum sem að stórum hluta voru frá átakasvæðum og þróunarlöndum.“ Mannúðarsjónarmið voru henni hugleiknust og því pældi hún mik- ið í að sækja um starf hjá SÞ. Eft- ir tvær heimsóknir í höfuðstöðv- arnar í New York afréð hún hins vegar að fara frekar að ráði pró- fessorsins síns sem sagði best að byrja í sínu heimalandi. Og heim kom hún í árslok 2007 og fékk nokkrum mánuðum síðar starf verkefnastjóra hjá Akranes- kaupstað við móttöku flóttafólks, sem hún gegndi til ársloka 2009. Endurstilling og lækninga- máttur „Starfið var mjög krefjandi, enda í fyrsta skipti sem Íslend- ingar tóku á móti múslimum. Ég var orðin langþreytt á að vinna nánast allan sólarhringinn og ákvað að fara í frí til Kostaríku til að ná áttum og velta fyrir mér hvað ég vildi gera.“ Þótt hún vissi það ekki þá átti dvölin á Kostaríka árið 2010 eftir að valda straumhvörfum í lífi hennar. Og leysa lífsstílsmarkþjálf- ann, sem minnst var á í upphafi, úr læðingi. Allt byrjaði það með jóga. „Ég fór í jóga til að vinda ofan af streitunni. Jógakennarinn, kona, bauð mér að koma í „soul surren- der healing“, meðferð sem byggist á aðferð sem hún hafði þróað og snýst um að leyfa bældum tilfinn- ingum að koma upp á yfirborðið en tilfinningar stýra öllu sem varðar ákvarðanir og árangur. Eftir tím- ana leið mér í marga mánuði líkt og ég væri stöðugt stungin með nálum, undir húðinni væru raf- straumar því ég ólgaði öll að innan og mér fannst norðurljósin dansa í kviðnum. Orkan var óbeisluð og öll skynjun sterkari og öðru vísi en áður. Kennarinn á Kostaríku leið- beindi mér og sagði mér að hafa ekki áhyggjur – verið væri að end- urstilla mig,“ segir Linda Björk og bætir við að á þessu undarlega breytingaskeiði hafi hún uppgötvað að hún bjó yfir lækningamætti. Hún tekur fram að hún trúi ekki á anda og handanheima, þeir sem vilji komast í samband við fram- liðna verði að leita annað. Dularfullur Indverji Frá Kostaríku fór hún á stutt spænskunámskeið í Gvatemala áð- ur en hún var svo heppin að kom- ast heim með flugi á milli gosa í Eyjafjallajökli. Og nú kemur hún að því sérkennilegasta: „Um sum- arið „poppar“ allt í einu upp Ind- verji hjá mér á Facebook. Hann reyndist vera forríkur kaupsýslu- maður og þar sem hann var ekki með eigin Facebook-síðu töluðum við saman á Skype. Hann byrjar að leiðbeina mér að hreinsa út nei- kvæðar tilfinningar og kenna mér aðferðir til að ná árangri og eru þær svipaðar og ég hef síðan notað sem markþjálfi. Stundum töluðum við ekki saman mánuðum saman, en svo var eins og hann birtist allt- af þegar ég þurfti mest á ráðum hans að halda.“ Linda Björk kveðst einu sinni hafa hitt þennan dularfulla Ind- verja í Dubai árið 2015, þegar hann kom henni í atvinnuviðtal vegna starfs sem námsráðgjafi í tísku- og hönnunarskóla. Þar sem dróst á langinn að stofna skólann ákvað hún að halda sínu striki og byggja upp sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Heilsa, hugur og núvitund Þegar hér er komið sögu virðist svolítið gat í frásögninni. Hvað gerði hún á árunum 2010-2015? Var enginn karlmaður í spilinu? Upp úr dúrnum kemur að hún bjó um tíma á Bretlandi þar sem hún reyndi fyrir sér í tónlist og síðan til ársins 2016 í Portúgal með breskum tónlistarmanni, sem hún kynntist eftir að hafa sent honum upptökur til umsagnar. Úr tónlist- arsamstarfi sambýlinganna varð þó ekki eins og til stóð í upphafi. „Á þessum árum einbeitti ég mér að því að beina orkunni sem í mér bjó í réttan farveg, vann í að hreinsa burt neikvæðar hugsanir og tilfinningar og las mér til um núvitund, djúpslökun og annað slíkt,“ segir Linda Björk sem núna leggur mesta áherslu á að nota þá orku í að hjálpa fólki til heilsu og að hreinsa hugann. – vjon@mbl.is Morgunblaðið/Hari Í stofunni heima Linda Björk á milli barnanna sinna, Sóleyjar Hafsteinsdóttur og Birkis Sigurðarsonar. Birkir og sambýliskona hans og barnsmóðir, Berglind Kristinsdóttir, halda á tvíburunum Karen Helgu og Kára Kristni. www.facebook.com/lindalif- ecoaching/ Fín Herðapúðar og bleikur hattur samkvæmt tísku níunda áratugarins. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Vetrarkortið á besta verði til 10. febrúar! Hvað er eðlilegur kvíði og hvenær er kvíði orðinn að vanda? Hvað er til ráða? Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingur mun fjalla um einkenni kvíða hjá börnum og unglingum kl. 20-22 í kvöld, miðviku- daginn 7. febrúar, í Lífs- stílskaffi í Borg- arbókasafninu, menningarhúsi Gerðu- bergi. Ólöf starfar sem sál- fræðingur hjá Þjónustu- miðstöð Laugardals og Háaleitis þar sem hún sinnir grein- ingu á leik- og grunnskólabörnum ásamt ráðgjöf til foreldra og starfs- manna á leikskóla. Á þjónustu- miðstöðinni heldur Ólöf námskeiðið Klók- ir krakkar og Klókir litlir krakkar fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra. Þar heldur hún einnig HAM-námskeið fyrir unglinga með ein- kenni kvíða og dep- urðar. Ólöf starfar einnig á Heilsuborg þar sem hún sinnir einstaklingsmeðferð barna og unglinga vegna kvíða, depurðar og lágs sjálfsmats og ráðgjöf til for- eldra. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Lífsstílskaffi í Borgarbókasafninu, Gerðubergi Kvíði hjá börnum og unglingum – einkenni og úrræði Ólöf Edda Guðjónsdóttir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirles- ari í fyrirlestraröð RIKK – Rann- sóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna – á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist „Mannleg reisn í íslenskum rétti“ og er hann fluttur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13 á morgun, fimmtudaginn 8. febrúar. Hugtakið „mannlega reisn“ er óvíða að finna í íslenskum rétti og ekki í stjórnarskrá. Í stjórnskip- unarrétti virðist mannleg reisn hins vegar, m.a. á grundvelli alþjóða- samninga, talin undirstaða mann- réttinda og því mikilvæg grunnregla í íslenskum rétti. Sem slíkt skiptir hún máli um túlkun annarra reglna. Mannleg reisn kemur hins vegar fyr- ir í lögum á heilbrigðissviði og dóm- stólar og umboðsmaður Alþingis hafa vísað til hennar nokkrum sinn- um. Fyrirlestraröð RIKK/UNU-GEST á vormisseri 2018 er tileinkuð Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn. Fyrirlestraröð RIKK Morgunblaðið/Þórður Dómstólar Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll landsins. Mannleg reisn í íslenskum rétti Ragnhildur Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.