Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 ALLT FYRIR HÁR & HÚÐ harvorur.is Modus Hár- og Snyrtistofa - Smáralind | Modus Hársnyrtistofa - Glerártorgi Sími: 527 2829 harvorur.is Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um nafn á nýrri Vest- mannaeyjaferju. Hyggst ráðherra hlera sjónarmið heimamanna, að því er Jóhannes Tómasson upplýsinga- fulltrúi tjáði Morgunblaðinu. Ráð- herra mun hafa lokaorð um hvaða nafn verður fyrir valinu. Vinnuhópurinn um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju ákvað nýlega að vinnuheiti nýju ferj- unnar yrði Vilborg. Núverandi ferja, Herjólfur, myndi halda nafni sínu, en reiknað er með að hann verði hér áfram, a.m.k. fyrst um sinn. Vefmiðillinn Eyjafréttir gerði óformlega könnun þegar þessi tíð- indi bárust til Eyja. 110 manns tóku þátt. 64% af þeim vilja halda nafninu Herjólfur. 23% vildu nýja nafnið Vil- borg. 13% völdu annað og þá komu ýmsar tillögur, oftast var stungið upp á nafninu Elliði. Fjörugar um- ræður urðu á netspjalli á vef Eyja- frétta um nafnið. Þjóðsagan segir að í fyrndinni hafi Herjólfur búið í dal þeim á Heimaey sem við hann er kenndur. Hann var sá eini af eyjarbúum sem hafði gott vatnsból nærri bæ sínum og komu því margir þangað til að beiðast vatns, en hann vildi engum unna vatns nema við verði, segir sagan. „Sagt er að Herjólfur hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og var hún að skapferli ólík föður sínum og þótti henni hann harðdrægur er hann seldi nábúum sínum vatnið. Stalst hún því til þess oft á nóttum þegar karl ei af vissi að gefa mönn- um vatn.“ Vill smíðanefndin launa Vilborgu góðmennskuna með því að gefa nýja skipinu nafn hennar. sisi@mbl.is Ráðherra veltir nafninu fyrir sér  Fær nýja ferjan nafnið Vilborg? Tölvumynd/Crist SA Gdansk Nýja ferjan Er í smíðum í Póllandi og væntanleg hingað síðsumars. „Sólgleraugun eru alveg ómissandi og smíðin er vönduð,“ segir Svanur Kristinsson, lögregluþjónn á Sel- fossi. Morgunblaðið hitti hann á förnum vegi um helgina þar sem hann var með sín Ray Ban- sólgleraugu sem hann hefur gengið með síðan 1988. Sömu gleraugun á nefinu í þrjátíu ár er góð ending! „Þáverandi mágur minn, Þórir Hergeirsson, sem gert hefur garð- inn frægan sem handboltaþjálfari í Noregi, var að koma heim til Íslands frá Osló sem oftar og ég bað hann um að velja fyrir mig góð sólgler- augu sem hann og gerði. Þórir valdi vel; keypti þau hjá flugfreyjunum í þotu Icelandair og þau voru rándýr,“ segir Svanur. Hann bætir við að gleraugun hafi lent í ýmsu hnjaski um dagana en aldrei þó brotnað. Ýmsir þeir sem Svanur hefur haft afskipti af um dagana eru reikulir í ráði og hafa sumir viljað ná taki á sólgleraugunum. Alltaf hafa þau þó sloppið. Mikið öryggisatriði Það var árið 1988, árið sem Svan- ur eignaðist sólgleraugun, sem hann byrjaði í lögreglunni á Selfossi og var í liðinu þar til fram á síðasta haust. Færði sig þá um set innan sama embættis, það er Lögregl- unnar á Suðurlandi, og stendur nú vaktina á Kirkjubæjarklaustri. „Þetta er gjörólíkt umhverfi að starfa í; hér fyrir austan eru þetta mikið verkefni sem tengjast ferða- mönnum, til dæmis fólki á bíla- leigubílum,“ segir Svanur, sem var á leiðinni til starfa austur á Kirkju- bæjarklaustur þegar rætt var við hann í gær. Á leiðinni var léttskýjað og snjór yfir öllu – og endurkast frá hvítri fönninni mikið. „Við svona að- stæður, þegar birtan er sterk, er nauðsynlegt að vera með sólgler- augu og mikið öryggisatriði,“ segir Svanur Kristinsson. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Íbygginn Svanur Kristinsson í lopapeysunni og hér sést hann gægjast yfir gleraugun góðu, sem hann hefur verið með á nefinu í þrjá áratugi. Í þrjátíu ár með sömu sólgleraugun  Svanur með Ray Ban sem duga vel Morgunblaðið/Sigurður Bogi Virðulegur Lögregluþjónninn ein- beittur á svip í hátíðarbúningnum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Laugardalslaugina þarf að taka rækilega í gegn svo hún fái nýja og betri ásýnd og sína fyrri stöðu sem fyrirmynd annarra sundlauga á Ís- landi,“ segir Trausti Harðarson, fulltrúi Framsóknarflokksins í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Á fundi ÍTR á dögunum lagði hann fram tillögu um að efnt yrði til hugmyndasamkeppni um sund- laugarsvæðið í Laugardal – þar sem bæði arkitektar og almenningur gætu komið með hugmyndir. Yrði meðal annars horft til þess að finna áhorfendastúku laugarinnar verðugt hlutverk. Einnig er Trausti áfram um að koma upp dýfingaraðstöðu. Ekki tímabært Við afgreiðslu málsins sagði meiri- hluti ÍTR að hugmyndasamkeppni væri ekki tímabær og var málinu vís- að til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkur- borg. Kom fram að á fyrri stigum hefðu verið gerðar úttektir á viðhaldi á laugarkeri og stúku Laugardals- laugar og nauðsyn á endurbótum þessara mannvirkja. Einnig hefur verið skipaður starfshópur um Laugardal vegna menningartengdrar þjónustu í Laugardal þar sem sundlaugin væri í brennidepli. Þá séu fyrirhugaðar endurbætur á búningsklefahúsum, laugavarðaturni og fleiru. Þá sé ekki hlutverk ÍTR að efna til samkeppna um hönnun mannvirkja. Önnur ráð í borgarkerfinu annist slíkt. Pottur undir þekjunni Trausti Harðarson hefur vakið at- hygli á fleiru viðvíkjandi Laugar- dalslaug á vettvangi ÍTR. Þannig var upplýst á fundi ráðsins á dögunum, í kjölfar fyrirspurnar Trausta að svo- nefndur Steinapottur í lauginni ætti sér bróður. Umræddur pottur væri hægra megin við glerbyggðan út- gang sem farið væri um þegar geng- ið væri að sundlaug frá búningsklef- um sem byggðir voru árið 1986. Vinstra megin við útganginn er hins vegar undir steyptri þekju tilbúinn botn og veggir að steinapottum, en tröppur og annað var aldrei lokið við. Framkvæmdinni var frestað vegna áhyggna af því að veggir á laugar- keri Laugardalslaugar væru að gefa sig. Embættismenn hafa upplýst ÍTR um að hægt sé að grafa heita pottinn upp og klára á sama tíma og laugar- kerið yrði styrkt og aðrar fram- kvæmdir á svæðinu færu fram. Steinapottarnir í Laugardalslaug yrðu þá tveir, en að bæta öðrum við kostar 220 milljónir króna. Fyrirmynd sé endurvakin  Fulltrúi í ÍTR vill bragarbætur í Laugardalslauginni  Steinapottur á sér bróður í felum  Vill dýfingaraðstöðu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðstaða Steinapotturinn vinsæli er fremst og aftar sést barnalaug. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhugasamur Trausti Harðarson í Laugardalnum með áhorfendastúkuna að baki, en hann er áfram um að hún fái hlutverk við hæfi og sé meira nýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.