Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 18
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
1989 1992 1995 1998 2001 2004 2007 2010 2013 2016
Reykingar á Íslandi 18-69 ára 1989 til 2016
Rafsígarettur
18-69 ára
Sala á sígarettum
Þúsundir kartona
Heimild: Vínbúðin.is og Capacent Gallup
fyrir Embætti landlæknis
Reykir daglega
Sjaldnar en daglega
Reykir daglega
Sjaldnar en daglega
2016 2017
1.003 909
2016 2017
3%
3%
4%
4%
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þessi mikla lækkun á milliára er mjög ánægjuleg,“segir Viðar Jensson, verk-efnisstjóri tóbaksvarna hjá
Embætti landlæknis.
Í nýbirtum sölutölum á vef Vín-
búðanna má sjá að sala á sígarettum
dróst umtalsvert saman á síðasta
ári. Samdrátt-
urinn var nærri
tíu prósent því
árið 2016 seldist
ríflega ein milljón
kartona af sígar-
ettum hér en árið
2017 seldust rétt
ríflega 900 þús-
und karton. Á
sama tíma hefur
landsmönnum
fjölgað og ferðamenn eru á hverju
strái.
Fleiri nota rafsígarettur
Síðustu misseri hefur verið
mikil umræða um notkun rafsíga-
retta, eða veip. Samkvæmt tölum frá
Embætti landlæknis fjölgaði þeim
sem nota rafsígarettur daglega úr
3% árið 2016 í 4% árið 2017. Sama
aukning varð á meðal þeirra sem
reykja rafsígarettur sjaldnar en
daglega, úr 3% árið 2016 í 4% árið
2017. Alls nota því 8% landsmanna
rafsígarettur að einhverju marki
samkvæmt þessum tölum.
Viðar segir í samtali við
Morgunblaðið að aukin notkun á raf-
sígarettum kunni að spila inn í minni
sölu á sígarettum.
„Það kann að vera ein skýringin
núna allra síðustu ár. En það eru
margir þættir sem koma þarna til.
Söguleg þróun hefur legið niður á
við. Reykingar hafa minnkað hjá
báðum kynjum, hjá öllum aldurs-
hópum og á öllum landsvæðum,“
segir hann.
„Árangur tóbaksvarna á Íslandi
er góður og stefna stjórnvalda birt-
ist meðal annars í aðild Íslands að
Rammasamningi WHO um tóbaks-
varnir og samþykkt Norðurlanda-
ráðs um tóbakslaus Norðurlönd árið
2040. Ísland var árið 2016 í þriðja
sæti meðal Evrópuþjóða í mæl-
ingum sem eru gerðar á framkvæmd
sex lykilþátta til að ná niður neyslu
tóbaks,“ segir Viðar, en þessir sex
lykilþættir eru virk verðstýring, tak-
markanir á svæðum þar sem reyk-
ingar eru leyfðar, upplýsingar og
áróður í fjölmiðlum, bann við auglýs-
ingum og kynningum á tóbaki, við-
vörunarmerkingar á tóbaksvörur og
aðstoð við að hætta tóbaksnotkun.
Tíu ár frá reykingabanni
Viðar rifjar upp sem dæmi um
jákvæða þróun að í fyrra voru tíu ár
liðin síðan bann við reykingum á
veitinga- og skemmtistöðum tók
gildi hér.
„Tíðni daglegra reykinga full-
orðinna hefur dregist saman um
helming á þessum tíu árum. Árið
2007 mældist tíðni daglegra reyk-
inga fullorðinna í kringum 20% en
mælist í dag rúmlega 10%,“ segir
Viðar.
„Það hefur verið víðtæk sam-
félagssátt til áratuga um að vinna
gegn útbreiðslu tóbaksneyslu og
skaðsemi hennar. Nú eru fleiri íbúar
hér á landi sem aldrei hafa reykt en
þeir sem reykja eða hafa hætt. Eftir
því sem árangur hefur náðst hafa
áherslur beinst að því að vernda það
fólk sem ekki reykir fyrir tóbaks-
reyk annarra. Öll markmið um að
lönd verði tóbakslaus miðast við að
ná fimm prósenta markinu. Við
munum mögulega aldrei ná núlli en
við erum algjörlega á réttri leið.“
Talsverður samdrátt-
ur í sölu á sígarettum
Viðar
Jensson
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lækningar-máttur tím-ans getur
verið orðum auk-
inn. Balkanskag-
inn ber því vitni
hvað sár geta verið
lengi að gróa og hvað lítið þarf
til að ýfa þau upp. Hann hefur
ítrekað verið uppspretta ófrið-
ar í Evrópu og enn lifir í glæð-
um átakanna, sem urðu til þess
að Júgóslavía leystist upp.
Í Bosníu og Hersegóvínu er
loft lævi blandið og í raun er
landinu skipt í tvo hálfsjálf-
stæða hluta, hið svokallaða
serbneska lýðveldi og sam-
bandslandið Bosníu og Her-
segóvínu auk lítillar spildu,
sem er undir stjórn beggja.
Það er langt frá því að íbúar
landsins líti á sig sem eina
þjóð. Í landinu búa Serbar,
Króatar og múslimar eða
Bosníakar. Bilið á milli þeirra
virðist frekar breikka en hitt
og þeir, sem vilja hefja sig yfir
þessa skiptingu, eiga óhægt
um vik. Skólakerfið ýtir enn
undir skiptinguna. Börnum
katólskra Króata, Serba úr
rétttrúnaðarkirkjunni og mús-
limskra Bosníaka er kennt í
aðskildum skólakerfum þar
sem ólíkum söguskoðunum er
haldið á lofti.
Átökin í Bosníu voru blóðug.
Í apríl 1992 var höfuðborgin
Sarajevo sett í herkví. Um-
sátrið stóð í 1.425 daga og lét-
ust 13.950 manns í borginni.
Þar sem víglínan var eru nú
skil á milli serbneska lýðveld-
isins og sambandslandsins. Blá
húsnúmer eru í serbneska
hlutanum, en græn hinum
megin. Gerendur og fórn-
arlömb búa hlið við hlið.
Stríðinu í Bosníu lauk 1995
með samkomulaginu, sem
kennt er við borgina Dayton í
Ohio. Í serbneska hlutanum er
hins vegar sjálfstæðisyfirlýs-
ingin, sem gefin var út 9. jan-
úar 1992, þremur mánuðum
áður en borgarastyrjöldin
braust út, í meiri metum.
Meðal þeirra, sem að henni
stóðu, var Radovan Karadzic,
sem fyrir tveimur árum var
dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir
þjóðarmorð og glæpi gegn
mannkyni.
Stjórnarskrárdómstóll
landsins hefur bannað að sá
dagur sé haldinn hátíðlegur,
en í serbneska hlutanum láta
menn sér það í léttu rúmi
liggja og í Banja Luka, helstu
borg hans, var deginum fagnað
með pomp og prakt.
Milorad Dodik, forseti serb-
neska lýðveldisins, sagði í við-
tali þann dag að markmiðið
væri „mesta mögulega“ sjálf-
stæði þess. Og hvað þýðir það?
„Serbneska þjóðin býr í tveim-
ur ríkjum, í Serbíu og Serb-
neska lýðveldinu – við viljum
verða eitt,“ sagði
Dodik, sem á í góð-
um samskiptum
við stjórnvöld í
Serbíu og sam-
bandið við Rússa
er gott.
Hinir svartsýnustu segja að
láti Serbar á þetta reyna geti
komið til átaka á ný á Balkan-
skaga.
Í Serbneska lýðveldinu hafa
einnig heyrst kröfur um að
haldin verði þjóðaratkvæða-
greiðsla um hernaðarlegt hlut-
leysi. Það myndi enn skerpa
ágreininginn.
Í sambandslandinu Bosníu
og Hersegóvínu er takmarkið
hins vegar aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og Evrópu-
sambandinu. Þessi markmið
fara ekki saman.
Samkvæmt Dayton-sam-
komulaginu lýtur Bosnía og
Hersegóvína forsjá alþjóða-
samfélagsins og var skipaður
sérlegur fulltrúi til að sjá til
þess að hinum borgaralega
hluta þess yrði framfylgt. Það
hefur mistekist hrapallega.
Undanfarin níu ár hefur
austurríski stjórnarerindrek-
inn Valentin Inzko gegnt
þeirri stöðu. Hann segir yfir-
lýsingar Dodiks staðlausa
stafi. Inzko hefur mikil völd og
gæti rekið allt frá dómurum til
ráðherra, en beitir þeim ekki.
Nú segir hann að hann vilji
ganga harðar fram gegn að-
skilnaðarsinnum og rifjar upp
framgöngu forvera síns,
Paddys Ashdowns. Þá hafi
hins vegar verið 60 þúsund
hermenn í landinu á vegum al-
þjóðasamfélagsins, nú séu þeir
600.
Inzko hefur áhyggjur af því
hvað Bosnía er neðarlega á
forgangslistanum í vestrinu.
Vladimír Pútín Rússlands-
forseti hafi alltaf tíma til að
taka á móti Dodik, en hann fái
ekki tíu mínútur á mánuði hjá
hinum vestrænu ríkjum.
Ekki er eingöngu hægt að
rekja ástandið í Bosníu og
Hersegóvínu til Serba. Sagt er
að á Balkanskaga sé alltaf allt
öðrum að kenna. Í skólum,
kirkjum og moskum setur hver
fram sína útgáfu af sögunni, af
því hverjum sé að kenna
hvernig komið er.
Króatar eru farnir að gera
kröfu um eigið lýðveldi innan
sambandsríkisins og hótanir
um að sniðganga stofnanir,
sem þeir deila með múslimum.
Moskur spretta upp í krafti
peninga, sem streyma inn frá
Sádi-Arabíu og Kúveit. Þar við
bætist flótti ungs fólks frá
landinu. Atvinnuleysi meðal
ungs fólks er yfir 50%.
Í haust verður kosið í Bosníu
og Hersegóvínu. Búast má við
að enn færist harka í leikinn,
enda mikið í húfi.
Eftir því sem and-
stæður skerpast
aukast líkur á að
landið liðist í sundur}
Blikur á lofti í Bosníu
Þ
að er með miklum trega sem ég
skrifa þennan pistil. Trega sem
ekki verður umflúinn þar sem ég
vil axla ábyrgð og taka á erfiðum
verkefnum af þeirri festu sem
mér ber skylda til, sem lýðræðislega kjörn-
um fulltrúa á Alþingi Íslendinga.
MeToo-byltingin svokallaða hefur varla
farið fram hjá neinum. Það er bylting sem
við megum vera stolt af að fá að upplifa,
bylting sem er einstök í veraldarsögunni. Ég
ætla ekki að tala meira um hana hér, heldur
um vöntun á byltingu fyrir börnin okkar.
Fyrir þann samfélagshóp sem er hvað við-
kvæmastur og gjörsamlega varnarlaus gagn-
vart hvers kyns níðingsverkum sem á þeim
eru unnin.
Hún er með ólíkindum, þöggunin sem umlykur kyn-
ferðisofbeldi gegn börnum. Barnaníð er eitthvað það
viðurstyggilegasta sem hægt er að hugsa sér. Varnar-
laus börn, jafnvel í umsjá aðila sem þau treysta. Börn
sem er nauðgað í svefni, börn sem er byrluð ólyfjan til
að þau séu meðfærilegri við viðurstyggilegar misþyrm-
ingar af hálfu þess sem þær framkvæmir.
Nú er mál í rannsókn þar sem meintur barnaníð-
ingur starfaði í skjóli Barnaverndar Reykjavíkur. Hann
starfaði við að hugsa um varnarlaus börn sem af ein-
hverjum ástæðum þurftu að vistast utan eigin heimilis.
Fyrir liggur að ítrekað hafi þar til bærum yfirvöldum
borist tilkynningar þar sem viðkomandi var sagður
vera barnaníðingur. Sú fyrsta barst árið
2002, þ.e. fyrir 16 árum. Meintur gerandi
var starfandi stuðningsfulltrúi á vegum
Barnaverndar Reykjavíkur. Hann bjó með
börnunum og var hann einn með þeim á
næturvöktum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilkynn-
ingar til lögreglu hélt hann starfi sínu
óhindrað áfram. Lögregla tilkynnti ekki til
barnaverndar þær ábendingar sem til henn-
ar bárust um meintan geranda. Þrátt fyrir
að lögreglan sé yfirhlaðin verkefnum á
skilyrðislaust að setja börnin í forgang. Ef
einhver minnsti grunur leikur á að barn sé
beitt ofbeldi, hvað þá að lögð hafi verið fram
kæra þar sem hugtakið barn kemur fyrir, á
að bregðast við eins og skot. Annað eru al-
gjörlega óafsakanleg vinnubrögð.
Tvennum sögum fer af því hversu oft viðkomandi var
tilkynntur til barnaverndar. Þar á bæ segja menn að
aðeins einu sinni hafi verið tekið á móti slíkri tilkynn-
ingu, en vegna þess að sá sem það gerði hafi verið orð-
inn lögráða hafi ekki verið aðhafst frekar í málinu. Því-
lík rökleysa! Á slíkt að réttlæta það að viðkomandi
haldi óhindrað áfram að vinna með börnum undir lög-
aldri?
Þetta er manngerður harmleikur í boði þeirra sem
eiga að vernda börnin okkar. Axlið ábyrgð og fáið ykk-
ur aðra vinnu. Þeir taki til sín sem eiga.
Inga Sæland
Pistill
Manngerður harmleikur
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen