Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 20

Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 ✝ Jón Ágústssonfæddist í Reykjavík 19. apríl 1944. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 28. janúar 2018 eftir erfið veik- indi. Foreldrar hans voru Guðný Ara- dóttir, f. 2. septem- ber 1920, d. 15. sept- ember 1995, og Ágúst Þór Guðjónsson, f. 7. maí 1923, d. 22. apríl 1992. Systkini Jóns eru Ágúst Ágústsson, f. 18. ágúst 1945, hann á fjögur börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Hallveigu Guðnýju Kolsöe, þau eiga fjögur barnabörn. Þorlákur Ari Ágústsson, f. 12. júlí 1947, kvæntur Gróu Eyjólfsdóttur og eiga þau þrjú börn og 12 barna- börn. Guðjón Ró- bert Ágústsson, f. 11. september 1948, d. 28. júlí 2017, hann var kvæntur Ingibjörgu Guð- jónsdóttur og eiga þau tvö börn og átta barnabörn. Þuríður Jana Ágústsdóttir, f. 15. mars 1958, gift Arnlaugi Kristjáni Samúelssyni, og þau eignuðust þrjú börn og fjögur barnabörn. Jón var einhleypur og barn- laus, hann starfaði sem kennari í Réttarholtsskóla í Reykjavík all- an sinn starfsaldur. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Þakklæti, heiðarleiki og um- hyggja kemur upp í hugann þegar ég minnist elsta bróður míns, Jóns Ágústssonar (Nonna), sem kvaddi okkur 28. janúar sl. á líknardeild Landspítalans eftir erfið veikindi. Nonni var elstur af fimm systk- inum. Hann flutti ungur að heim- an og var fylginn sér. Vann á sumrin til að fjármagna nám sitt, tók landspróf, útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, lærði svo til kennara og kenndi í Réttarholtsskóla í Reykjavík allt til starfsloka. Nonni ferðaðist mikið og naut þess að upplifa menningu annarra landa. Hann fór mikið á bókasöfn, las mikið og hafði gaman af að leysa erfiðar sudoku-talnaþrautir. Mik- ill Queen-aðdáandi og naut klass- ískrar tónlistar, hafði unun af að borða góðan mat og á jólunum var besta stundin að opna konfekt- kassana sagði hann, enda var mik- il skemmtun að sjá hann setja hvern bitann af öðrum upp í sig, tágrannan manninn. Hann var sjálfstæður og fór sínar eigin leiðir, alltaf snyrtilegur og fór vel með það sem hann átti. Nonni var umhverfisvænn og meðvitaður um sóun okkar jarð- arbúa og ég setti ruslið ekki í ranga tunnu þegar hann sá til. Nonni þoldi illa óheiðarleika og óstundvísi fannst honum virðing- arleysi. Hafa nokkrir nemendur hans sagt mér að hann hafi alltaf mætt vel undirbúin og á réttum tíma til kennslu. Kom inn ganginn á miklum hraða, lokaði dyrunum þegar tíminn byrjaði hógvær og rólegur. Matmaðurinn Nonni vildi alltaf vita hvað var í matinn, kunni að meta góðan félagsskap og fór flesta daga fram í matsal heima á Skúlagötunni og síðar á líknar- deild LS. Og þó að máttvana væri tókst það oftast fram á síðasta dag með endalausum dugnaði hans og ómetanlegri hjálpsemi starfsfólks líknardeildar. Þegar við vorum í alvarlegum umræðum var auðvelt að koma að spaugilegri hlið mála. Hann var húmoristi og oft fljótur að koma með eitthvert óvænt og skemmti- legt innlegg. Við áttum margar gleðistundir þrátt fyrir sorgina sem undir bjó sem vissulega var oft erfið fyrir hann og okkur. Hann var umhyggjusamur og þakklátur. Vildi ekki láta hafa of mikið fyrir sér og passaði vel að biðja ekki um hjálp nema nauðsyn væri. Þegar komið var að leiðarlok- um bað hann mig um að koma kveðjum og þökkum til vina og þeirra sem höfðu reynst honum vel í veikindunum. „Ég er svo þakklátur og mundu að skila þakklæti“ voru orð sem hann sagði oft og er því hér með komið til ykkar, kæra fólk. Læknar og starfsfólk líknar- deildar, þið eigið mikið hrós skilið og hann endurtók oft hvað hann væri þakklátur fyrir þá umönnun sem hann fékk hjá ykkur. Við ræddum oft um lífið og dauðann, við erum margbreytileg og það skildi Nonni vel og þessi lína úr lagi sem hann óskaði eftir að væri flutt ef hægt væri í útför- inni lýsir því vel „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?“ Þetta ferðalag með þér var fullt af góðri kennslu, Takk, Nonni minn, Þín systir Jana. Ég er það sem ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Þessar fyrstu línur í þýðingu Veturliða Guðnasonar á lagi Jerry Herman lýsa svo vel Jóni vini okk- ar Ágústssyni sem nú hefur kvatt tæpra 74 ára eftir erfiða glímu við veikindi. Maðurinn sem bar viður- nefnið Sprettur mátti síðustu árin þola verulega skerta getu til hreyfingar og að lokum bjargar- leysi á líknardeild. Nú er hann laus og án efa að koma sér fyrir á einhverjum sólríkum stað og lík- lega að skipuleggja næsta ferða- lag því ferðalög voru honum lífs- nauðsyn og jafnframt leið út í stóran og litríkan heim tækifær- anna. Eftir 37 ára kynni spretta nú minningarnar fram hver af ann- arri, skemmtilegar, pínlegar og allskonar. Jón í ærslafullum leik við boxertíkurnar úti í garði. Jón efst í stiga með pensil í annarri og fötu í hinni að mála með okkur húsið. Jón við kaffiborðið að miðla okkur úthverfahommunum helstu tíðindum af sollinum á 22 eða sól- baðinu í Hlíðinni. Jón í eldhúsinu að spreyta sig á uppskriftum frá samstarfsfólkinu í Réttó. Jón að leita að einu réttu íbúðinni, aftur og aftur. Einna vænst þykir mér um minninguna þegar hann fylgdi mér fyrstu skrefin í Samtökin 78, á fund Guðna formanns sem glað- ur í bragði skráði nýjan félaga. Jón var tíður gestur hérna í Ak- urgerðinu á heimili okkar Rúnars, greiðvikinn og hjálpsamur og átti meira að segja vinnugalla hér til að bregða sér í. Betur fór á að hann fengi sjálfur að ráða vinnu- tilhögun, hann var jú kennari af lífi og sál. Misjafnlega bjart var yfir Jóni í gegnum tíðina eins og gengur. Hann blómstraði á sumrin eins og gróðurinn og safnaði orku til vetr- arins. Réttlætiskenndin var djúp og þegar honum var misboðið áttu nærstaddir gjarnan von á þrum- andi ræðu um viðkomandi mál- efni. Aldurinn fór ekkert sérstak- lega vel með hann, kroppurinn gaf sig þrátt fyrir góða þjálfun alla tíð og þegar ein aðgerð var í höfn tók við bið eftir næstu. Lungnameinið var hins vegar ekki hægt að ráða við. Örlögunum tók hann af æðru- leysi. Hann var eins og hann var og gat ekkert annað. Far vel, vinur kær, og takk fyr- ir samfylgdina. Magnús Þorgrímsson og Rúnar Lund. Mikilsvirtur samstarfsmaður okkar við Réttarholtsskóla, Jón Ágústsson kennari, er látinn. Þegar Jón hafði lokið kennslu- réttindanámi og BA-prófi frá Há- skóla Íslands með ensku sem aðal- grein, vorið 1968, hóf hann störf við Réttarholtsskóla og þar kenndi hann við góðan orðstír allt til loka starfsævinnar vorið 2004. Aðalkennslugrein hans var jafnan enska en stærðfræðikennsla fórst honum einnig mjög vel úr hendi. Jón var óskakennari allra skóla- stjóra, samviskusamur, nákvæm- ur, áreiðanlegur og metnaðarfull- ur fyrir hönd nemenda sinna og gerði til þeirra miklar kröfur. En umfram allt gerði Jón þó kröfur til sjálfs sín. Hann var vanafastur og reglufastur og stundvís svo af bar og ævinlega allra kennara fyrstur í tíma að loknum frímínútum. Í því endurspeglaðist sú virðing sem hann bar fyrir tíma nemenda sinna. Fyrir þetta fékk hann viðurnefnið sprettur frá nemend- um. Það var lýsandi en ekki niðr- andi. Nemendum þótti hann strangur kennari en sanngjarn. Eftir á hrósuðu þeir gjarnan happi fyrir að fá hann sem kennara. Sem samstarfsmaður gerði hann líka kröfur, gat verið ósam- mála stjórnendum og sagt þeim það af hreinskilni en sýndi þeim engu að síður fullan trúnað. Í hópi samstarfsfólks var hann þægileg- ur í allri umgengni, kurteis og um- hyggjusamur. Það er dæmi um hversu undar- legt heimsins réttlæti getur verið að hann, sem alla tíð lifði heilsu- samlegu lífi og fór allra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó, skyldi að lokum fá lungna- sjúkdóm sem nú hefur dregið hann til ótímabærs dauða. Við, fyrrverandi og núverandi skólastjórar Réttarholtsskóla, sendum aðstandendum Jóns inni- legar samúðarkveðjur og erum þakklátir fyrir langt og gefandi samstarf við heilsteyptan og góð- an mann. Haraldur Finnsson Hilmar Hilmarsson Jón Pétur Zimsen. Nú erum við að kveðja ákaflega góðan félaga og vin, Jón Ágústs- son, sem kom okkur fyrir sjónir sem glaður og hress og ávallt tilbúinn að hjálpa til og að taka þátt í því jákvæða og skemmtilega andrúmslofti sem ríkti á kennara- stofunni í Réttó. Stundum var hann kannski sá eini sem hélt fullri reisn allan tímann þegar kát- ínan fór fram úr hófi. Hann var einnig einn af þeim sem tippuðu alla föstudaga á enska boltann. Ekki má gleyma fótboltaæfingun- um sem við kennararnir stunduð- um af miklum krafti. Var Jón þar fremstur meðal jafningja. Þar tók- um við verðandi landsliðsmenn úr heimi nemenda í bakaríið. Jón var frábær kennari, mjög nákvæmur, stundum kannski um of, fannst sumum, en hann var ávallt mjög sanngjarn. Þá var hann mikill göngugarpur, frár á fæti og snöggur að mæta í kennslustund- ir, enda fékk hann viðurnefnið Jón sprettur og var afar stoltur af því. Jón naut þessa að ferðast og þeg- ar við heimsóttum hann nokkrir á líknardeildina seint á síðastliðnu ári sagði hann okkur að hann hefði verið með ýmislegt á döfinni þeg- ar hann veiktist. Ræddi hann um þetta af miklu æðruleysi og virtist hafa sætt sig við örlög sín. Jón var kominn í hjólastól en var andlega hress, tók mjög vel á móti okkur og bauð okkur í kaffi frammi í matsal. Þar ræddum við í léttum dúr um allt milli himins og jarðar, sérstaklega þó Réttó og árin okk- ar þar. Þarna birtist okkur hinn rétti Jón, hreinskiptinn og já- kvæður út í allt og alla. Þannig viljum minnast hans. Við sendum ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur en eftir lifir minning um góðan dreng sem alltaf kom með birtu inn í til- veruna. Fyrir hönd gamalla starfs- félaga, Páll V. Sigurðsson. Jón Ágústsson Í nýrri könn- un eins virtasta markaðs- fyrirtækis landsins mælist íslensk verslun með 67% traust íslensku þjóð- arinnar. Til hamingju versl- unarmenn, til hamingju Ís- lendingar. Sjálfstæðisbaráttan tengdist verslun Það er mikilvægt hverri at- vinnugrein að starfa í sátt og samlyndi við samfélag sitt. Ís- lensk verslun hefur um aldir verið nátengd hagsmunum þjóðarinnar, enda var það eitt af stóru hagsmunamálunum í sjálfstæðisbaráttu okkar, að verslunin kæmist í okkar eig- in hendur. Sú barátta stóð lengi og var að lokum farsæl- lega til lykta leidd af sjálf- stæðishetjum okkar, eins og svo vel er lýst í því stórkost- lega ritverki „ Líftaug lands- ins – saga íslenskrar utanrík- isverslunar 900 – 2010“, sem nýlega kom út. Samfélagsmiðlar gefa rödd Fullyrða má að fáar ef nokkrar at- vinnugreinar hafa búið við jafn óvægna gagnrýni og verslunin hefur mátt sæta, og hefur verslunin margoft verið skotspónn þeirra sem hafa séð sér hag í því að tortryggja hana. Nú í seinni tíð hefur al- menningur fengið rödd í gegnum sam- félagsmiðlana. Virðist sú um- ræða vera að ná jafnvægi og snúast meira um neyt- endavernd, þjónustu og upp- lýsta umræðu sem verslunin fagnar. Það vita allir sem reynt hafa hversu erfitt getur verið að rísa undir gagnrýni sem þessari. Íslensk verslun hefur hingað til staðið allt slíkt af sér og það er engin ástæða til að ætla annað en svo verði áfram. Tæplega 70% traust Það er sérstakt ánægjuefni að finna hversu mikillar vel- vildar íslensk verslun nýtur núna meðal þjóðarinnar, sér- staklega í ljósi umræðunnar. Í fyrrgreindri könnun kemur fram að um 67% þjóðarinnar bera traust til verslunar á Ís- landi. Þessi niðurstaða er mjög ánægjuleg, ekki síst í því ljósi þess að opinber um- ræða um atvinnugreinina var óneitanlega fremur neikvæð á sl. ári. Að finna að verslunin nýtur svo mikils trausts og velvildar hjá þjóðinni er greininni mikil hvatning til þess að gera enn betur. Sóknarhugur á tíma breytinga Íslensk verslun er í sóknar- hug. Fram undan eru miklar áskoranir í síbreytilegu um- hverfi, umhverfi sem tekur meiri og hraðari breytingum en nokkru sinni fyrr. Íslensk verslun er staðráðin í því að laga sig að þessum breyt- ingum, vera áfram öflugur þátttakandi í íslensku at- vinnulífi og halda áfram að þjóna vel kröfuhörðum neyt- endum. Þannig gerum við betur, þannig eflist íslensk verslun og þannig höldum við þessu öfluga trausti Íslend- inga – okkur öllum til hags- bóta. Íslensk verslun nýtur trausts Eftir Margréti Sanders Margréti Sanders »Um 67% þjóð- arinnar bera traust til verslunar á Íslandi. Höfundur er formaður Sam- taka verslunar og þjónustu. Á hverjum virkum degi ek- ur fjölskylda mín af stað, all- ir hver á sínum bílnum, hver í sína áttina, á mismunandi tímum. Sá yngsti tekur strætó ef ég keyri hann ekki, sjálf gæti ég auðveldlega hjólað í vinnuna en hef kosið að gera það ekki. Ástæðan er að mér finnst ég ekki kom- ast á milli staða án þess að dragast inn í akandi umferð sem mér finnst ekki eiga samleið með hjólandi eða gangandi. Við sem búum á þéttbyggðasta svæði lands- ins þurfum á því að halda að sett sé fram heildstæð stefna varðandi umferðina. Í upphafi voru það gang- andi, ríðandi og síðar ak- andi sem mótuðu gatnakerf- ið eins og við þekkjum það í dag en kerfið hefur þróast frá götuslóðum liðinna kyn- slóða til mal- bikaðra stræta. Það má þakka þeim sem voru ekki eins heimasætnir og persónan Björn í Brekkukoti að götuslóðum fjölgaði og kerfið varð að æ stærra sam- göngukerfi. Í dag dugar þessi leið til framþróunar skammt og nú er svo komið að kerfið er sprungið. Ak- andi eru óánægðir, hjólandi eru óánægðir og sömuleiðis þeir sem treysta á gang- stéttir. Hjólandi skáskjóta sér og taka áhættu í nánast hverri ferð. Daglega sitja ökumenn fastir í umferð- arteppu, sumir grípa til þess ráðs að pota sér áfram á stærri gatnamótum vit- andi að röðin fyrir framan situr föst. Óæskilegir fylgi- fiskar þess að sitja kyrr í bílaumferð eru m.a. stress og vanlíðan. Slíkt ástand getur haft slæmar afleið- ingar í för með sér. Öku- menn leita inn í íbúðahverfi til að forðast helstu flösku- hálsa en það skapar hættu fyrir börn og aðra gangandi eða hjólandi. Sú umferð- arómenning sem viðgengst innan borgarinnar í dag er afleiðing bútaskipulags sem virðist endurspegla pólitísk- an rétttrúnað þeirra sem þar ráða för. Að þróa um- ferð samhliða byggð er ábyrgðarhlutur sem ber að vanda til. Þéttbýli krefst þess að gert sé ráð fyrir svæði fyrir flæði svo hægt sé að þróa umferð í átt að öryggi. Nú þegar sífellt þrengir að umferð er sem hugarfar Brekkukotsbónda ráði ríkj- um. Hvernig sem fólk ætlar sér á milli staða þarf heild- stætt kerfi sem veitir öllum sem mest öryggi. Til að svo megi verða þarf að draga að borðinu sérfræðinga sem horfa til framtíðar og sjá fyrir sér hvernig brúa megi bilið á milli nútíðar og fram- tíðar. Í komandi sveit- arstjórnarkosningum verða samgöngumál eitt af stóru málunum. Nú reynir á að borgarbúar leggi vel við hlustir og kjósi þá til for- ystu er horfa til framtíðar varðandi málaflokkinn. Hugarfar Brekku- kotsbónda Eftir Láru Óskarsdóttur Lára Óskarsdóttir »Nú þegar sífellt þrengir að um- ferð er sem hug- arfar Brekkukots- bónda ráði ríkjum. Höfundur er varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. lara@oska.is Margt þurfa Vinstri grænir að láta sér lynda leiðir þá Bláa höndin djúpt út í fen þar sem Katrín Jakobs sátt virðist synda með Sigríði dómsmálaráðherra Andersen. Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvak- andi@mbl.is Bláa höndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.