Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.02.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 Okkar yndislega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KRISTÍN SKÚLADÓTTIR, Rauðhömrum 14, lést á Gran Canaria þriðjudaginn 23. janúar. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. febrúar klukkan 11. Skúli Bergmann Soffía Traustadóttir Guðmundur K. Bergmann Hugrún Davíðsdóttir Helga Bergmann Bryndís Bergmann Pétur Gísli Jónsson Lilja M. Bergmann Ólafur Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, EYJÓLFUR NÍELS BJARNASON rafvirkjameistari, Frostafold 20, lést laugardaginn 3. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 9. febrúar klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Konráð Eyjólfsson Helga Óladóttir Herdís Eyjólfsdóttir Ægir K. Bjarnason Unnar Eyjólfsson Hildur A. Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Seyðisfirði, lést þriðjudaginn 30. janúar á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Seyðisfirði. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 10. febrúar klukkan 14. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Pálmi Ingólfs-son fæddist í Reykjavík 19. júní 1948. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 27. janúar 2018. Foreldrar hans voru Ingólfur Pálmason frá Gull- brekku í Eyjafirði, lektor við Kennara- háskólann, f. 16. janúar 1917, d. 4. nóvember 1987, og Hulda Gunnarsdóttir frá Akurgerði í Garði, vaktmað- ur á Kleppsspítala, f. 18. mars 1917, d. 22. janúar 2014. Syst- kini hans eru: 1) Gunnar Ing- ólfsson aðstoðarlyfjafræðingur og örverufræðingur, f. 2. febr- úar 1952, d. 7. apríl 1990, dóttir hans er Marianne Ringström Feka, gift Daniel Feka. Þeirra synir eru Dennis og Edvin. 2) Guðrún Ingólfsdóttir bók- menntafræðingur, f. 1. maí 1959, gift Eiríki Rögnvaldssyni. Þeirra sonur er Ingólfur Eiríks- son. Pálmi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969. Hann lauk próf frá Tækni- skóla Íslands í raf- magnstæknifræði og hélt svo til London til frekara náms. Þar lauk hann síðan prófi frá Middlesex Poly- technic og Aldermaston Col- lege. Pálmi hóf störf hjá Raunvís- indastofnun Háskólans í ágúst 1978 og starfaði þar allt þar til hann lést. Hann gaf út tvær bækur, Ævi alþýðustúlku á fyrri hluta 20. aldar sem er ævi- saga móður hans og Finnlands- stöðin. Ferðalag til Sovét-Rúss- lands 12. júní til 1. júlí 1981. Pálmi var ógiftur og barn- laus. Pálmi verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 7. febrúar 2018, klukkan 13. Pálmi bróðir minn var farsæll maður og átti gott líf. Þar með er ekki sagt að það hafi ætíð verið auðvelt. Hann var alla tíð mikill bindindismaður og mataræði hans var svolítið púritanskt. Vert er þó að taka fram að hann var fyrirtaksbakari og lambalærið í anda mömmu brást aldrei. Hann fékk sig hins vegar aldrei full- saddan af grúski – saga, vísindi og tónlist voru helstu áhuga- málin. Við ólumst upp á heimili þar sem bækur og tónlist áttu ríkan sess og sögur voru sagðar. Pálmi hafði mikla ánægju af að rifja upp atvik úr barnæskunni og taldi að við hefðum verið lánsöm, þrátt fyrir þungt áfall við fráfall Gunnars bróður. Hann lagði ætíð mikla áherslu á að við stæðum öll saman og það gerðum við sann- arlega. Við vorum vissulega ekki alltaf sammála, einkum í pólitík. Hlutskipti hans var andófs- mannsins enda kaus hann sjálfur að hengja hatt sinn á þau öfl sem aðrir heimilismenn höfðu nokk- urn ímugust á. Þó að við rifumst alla tíð hástöfum um pólitík skildum við alltaf vinir. Allt frá því að pabbi dó studdi hann mömmu með ráðum og dáð og sá um hana í ellinni. Hann skrifaði og sögu hennar fram að þeim tíma að hann sjálfur leit dagsins ljós. Fyrir allt þetta er ég honum óendanlega þakklát, þó ég viti jafnframt að undir lok- in var umönnunarstarfið orðið býsna erfitt. Aldrei taldi hann það þó eftir sér eða kvartaði. Það má hins vegar ekki gleymast að þau mamma voru sálufélagar, alltaf með nefið ofan í bókum. Annað gamalt fólk í fjölskyld- unni naut einnig góðs af um- hyggju hans og ferðagleði. Sömu sögu er að segja af fuglunum við heimili hans. Þeir horfa nú hnípnir á mig og undrast af hverju Pálmi kemur ekki út með eitthvert góðgæti. Hefði hann bróðir minn verið annarrar gerðar og opnari hefði hann verið draumafararstjóri í menningarferðum. Hann var haf- sjór af fróðleik um erlenda myndlist, tónlist og bókmenntir. Við þetta veisluborð hans feng- um við Gunnar að sitja á ferða- lögum með honum erlendis. Á seinni árum opnaðist líka íslensk náttúra og menning fyrir honum. Og í sumar fór hann í drauma- ferðina um landið með frændfólki okkar. Í ágúst árið 1978 steig Pálmi mikið gæfuspor þegar hann réð sig til vinnu hjá Þorsteini Sæ- mundssyni á Raunvísindastofnun Háskólans. Þeir Þorsteinn og síðan eftirmaður hans, Gunn- laugur Björnsson, hafa sannar- lega reynst vinir í raun. Í Há- skólanum eignaðist hann líka góða vini og ferðafélaga, þá Run- ólf og Inga Þorleif. Að leiðarlokum þakka ég hon- um fyrir menningaruppeldið en einnig alla þá umhyggju og hlýju sem hann sýndi Ingólfi syni mín- um og bróðurdóttur sinni Mari- önnu. Ég kveð hann Pálma bróð- ur minn, góðan mann og gegnan. Guðrún. Elsku Pálmi. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig, alveg frá barnæsku minni til fullorðinsaldurs. Frá því að ég var tíu ára fór ég iðulega til ykkar ömmu í sumarleyfum. Þú varst natinn við börn og tókst mig með í margar ferðir vítt og breitt um Ísland. Þú sýndir mér fjölda staða á landinu og fræddir mig um það. Þótt við ættum ekki heima í sama landi mundirðu alltaf eftir afmælinu mínu allt frá því að ég var barn. Þú sendir allt- af afmælisgjafir, jólagjafir og bréf. Þegar ég var lítil hringdir þú á hverju afmæli. Þú sýndir fjölskyldunni mikla ræktarsemi. Þú gerðir alltaf allt til að halda sambandi við mig. Páskaegg sendir þú mér árlega frá því að ég var barn og þar til ég varð fullorðin. Eftir að synir mínir fæddust sendir þú þeim einnig afmælisgjafir og jólagjafir. Ég minnist þín sem hlýs og góðs frænda sem hafði góða kímnigáfu. Ég man að þú spilaðir oft sígilda tónlist og hafðir áhuga á tónlist, ljósmyndun, kvikmynd- un og að aka um landið og upplifa fallega náttúru. Þú hefur sent mér mikinn fjölda fallegra mynda sem þú hefur tekið und- anfarna áratugi. Þessar myndir, og minningarnar frá því að við vorum saman í sumarleyfum, geymi ég til æviloka. Þú gættir þess alltaf að mér liði vel þegar við vorum saman. Þú varst ein- staklega góð manneskja og barst mikla umhyggju fyrir fjölskyld- unni. Þú tókst mig með í margar heimsóknir til ættingja þegar ég heimsótti þig. Þér þótti mjög vænt um systkinabörn þín og varst umhyggjusamur við þau. Ég mun alltaf muna þig og sam- verustundir okkar. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman. Þú varst mikilvægur í lífi mínu. Hinsta kærleikskveðja frá Mariönnu. Ég á ekki beinlínis fyrstu minningu um Pálma, kannski fremur röð minninga, þar sem stólar og íbúðir hafa runnið saman. Ég sit í kjöltu hans, sól- skinsbros á móti mér, og ætla að segja honum eitthvað sem mér þykir stórmerkilegt. Ég minnist þess að hafa átt í erfiðu sambandi við samhljóðana, einhvern veginn endaði nafnið „Pálti“ alltaf sem „pabbi“. Mér þótti það eilítið vandræðalegt í fyrstu, en varð fljótt þeirrar skoðunar að þessi mismæli skiptu í raun engu máli, þar sem Pálmi væri ekki beinlín- is móðurbróðir minn, heldur ein- hvers konar sambræðingur að- stoðarpabba og móðurafa sem var löngu látinn. Ég mun minnast Pálma fyrir þá miklu hlýju sem hann sýndi mér og öðrum fjölskyldumeðlim- um. Hann gat vissulega verið þrjóskur, en hann var öðru frem- ur glaður og sérlega umhyggju- samur maður. Hann sá um ömmu allt fram til æviloka hennar og gerði allt sem í hans valdi stóð til að henni liði vel, jafnvel þegar verkið var orðið honum ofviða. Hann var aldrei kátari en þegar allt var með besta móti hjá fjöl- skyldunni og hafði mikla unun af því að ræða fortíðina yfir kaffi- bolla með mömmu. Ég mun minnast með hlýju nýmjólkurdrykkju hans og mal- tflasknanna, blaðaúrklippna af veðurfréttum og Pipp-stykkj- anna sem hann geymdi jafnan í ísskápnum (öðrum fjölskyldu- meðlimum til mikillar undrunar), óbilandi trúar hans á eigin fyndni og þess þegar dyrabjallan hringdi fyrir allar aldir á laugar- dagsmorgnum, löngu áður en fjölskyldan hafði haft tíma fyrir fyrsta kaffibollann. Einkum mun ég hinsvegar minnast hlýju Pálma og þeirrar miklu góð- mennsku sem hann sýndi sínum nánustu. Ingólfur. Pálmi Ingólfsson var sam- starfsmaður minn við hálofta- deild Raunvísindastofnunar Há- skólans í þrettán ár, hin síðustu í hlutastarfi eftir farsælan nærri fjögurra áratuga feril hjá stofn- uninni. Aldrei vantaði hann í vinnu, hvorki vegna veikinda né annars. Ekki einn einasta dag. Hann var nefnilega aldrei veikur og kenndi sér aldrei meins svo öruggt sé, a.m.k. lét hann það ekki aftra sér frá því að mæta í vinnuna. Pálmi kom til starfa við stofn- unina árið 1978 og vann alla tíð við háloftadeild. Fyrstu árin og áratugina sá hann um eftirlit og vinnu í segulmælingastöð Raun- vísindastofnunar við Leirvog, norðan Mosfellsbæjar, sem heimsækja þurfti daglega árið um kring. Ekki taldi hann það eftir sér. Undanfarna tvo áratugi hefur bæði tækni og sjálfvirkni við segulsviðsmælingarnar auk- ist og daglegar heimsóknir því ekki áríðandi. Auk annarra starfa sinnti Pálmi áfram eftirliti og vinnu við stöðina enda þekkti hann hvern einasta blett og bún- að hennar mjög vel og varð þess strax var ef eitthvað var úr lagi gengið. Það er ómetanlegt hverj- um starfshópi að hafa slíkan mann. Pálmi var fremur fámáll ef hann þekkti menn lítið, en þeim mun ræðnari sem hann kynntist mönnum betur. Hann fylgdist vel með heimsmálum og var áskrif- andi að bæði breskum og frönsk- um blöðum og tímaritum. Aldrei kom maður að tómum kofanum þegar erlend málefni bar á góma og ljóst hann hafði sína þekkingu ekki úr heimamiðlum. Hann hlustaði mikið á klass- íska tónlist og óperur voru hon- um sérstaklega kærar. Hann hlustaði ekki bara á þær heldur keypti líka og las þykka doðranta um þær margar. Átti hann sumar óperurnar í nokkrum útgáfum. Pálmi var líka ötull frímerkja- safnari og ekki bara íslenskra merkja. Hann er líklega einn af sárafáum Íslendingum ef ekki sá eini, sem á líklega öll útgefin ensk fyrstadagsumslög síðustu þriggja til fjögurra áratuga. Einn hafði Pálmi sið sem mér þótti mjög skemmtilegur. Í hvert sinn sem einhver atburður varð í þjóðfélaginu, prentaði hann framan á umslag viðeigandi áletrun, t.d. „Ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur fer frá völdum“ eða „Guðni Th. Jóhann- esson settur í embætti forseta“, merkti með viðeigandi frímerki eða frímerkjum og lét póst- stimpla á þeim degi. Í gegnum tíðina hefur þetta safn vaxið og spannar nú flesta atburði sem orðið hafa á landinu síðustu ára- tugi. Ekki veit ég um aðra sem skráð hafa samtímasöguna með sambærilegum hætti. Ég þakka Pálma fyrir ánægju- legt samstarf í gegnum árin. Ég sakna skoðanaskiptanna við hann, einkum þegar við vorum ekki sammála, en sérstaklega þess að hafa hann ekki lengur sem traustan og áreiðanlegan samstarfsmann. Ég og aðrir samstarfsmenn Pálma við Raunvísindastofnun þökkum honum dyggan stuðning og einstaka ræktarsemi við stofnunina. Ættingjum hans sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Gunnlaugur Björnsson, forstöðumaður hálofta- deildar RH. Pálmi Ingólfsson var ráðinn til Raunvísindastofnunar Háskól- ans í ágúst 1978 og var starfs- maður háloftadeildar eðlisfræði- stofu stofnunarinnar til hinsta dags. Hann sinnti meðal annars eftirliti með hinni merku segul- mælingastöð í Leirvogi og rækti hana af mikilli samviskusemi. Pálmi var ekki mannblendinn en þeir sem komust inn fyrir skráp- inn hittu fyrir áhugaverðan gáfu- mann sem hugsaði sitt. Ævisaga móður Pálma sem hann ritaði ný- lega er fallegt dæmi um pælingar hans. Raunvísindastofnun Háskól- ans þakkar Pálma Ingólfssyni starf hans og trúnað við tilgang hennar. Blessuð sé minning Pálma Ingólfssonar. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar. Kynni okkar Pálma hófust í ágúst 1978 þegar hann sótti um stöðu aðstoðarmanns við hálofta- deild Raunvísindastofnunar Há- skólans sem ég þá veitti forstöðu. Í fyrstu snerist starf hans aðal- lega um eftirlit og umsjón með segulmælingastöðinni í Leirvogi, sem hann rækti með ágætum. Minnist ég vikulegra ferða með Pálma í stöðina árið um kring í misjöfnum veðrum. Síðar varð starf Pálma fjölbreytilegra. Þeg- ar Háskóli Íslands tók við útgáfu Almanaks Háskólans, sem Bóka- útgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins hafði áður haft með höndum, var ákveðið að hálofta- deild sæi um sölu þess og dreif- ingu til bóksala. Reyndist Pálmi liðtækur við það starf svo að um munaði. Pálmi var heilsuhraust- ur alla tíð og lét sig aldrei vanta dag í vinnu, jafnvel þótt honum yrði stöku sinnum misdægurt. Í þau fjörutíu ár sem ég þekkti hann leitaði hann aldrei til lækn- is. Það var því mikið og óvænt áfall þegar ég frétti að hann hefði orðið bráðkvaddur, fáeinum dög- um eftir síðasta fund okkar, en þá hafði ekki borið á neinu. Pálmi hafði stundað nám við tækniskóla í Englandi (Middle- sex Polytechnic) og lokið prófi þaðan, en ég hygg að hann hafi ekki verið sérlega áhugasamur um það nám. Hæfileikar hans voru á öðrum sviðum og flestum duldir, því að hann var ekki fé- lagslyndur. Það leið því talsverður tími þar til ég gerði mér grein fyrir því hve fróður Pálmi var um margvísleg efni: sögu, bók- menntir, og hljómlist. Hann var víðlesinn og átti fjölda góðra bóka, mikið safn sígildra tón- verka og einstakt frímerkjasafn. Hann átti mjög góða myndavél, var natinn við ljósmyndun og tók prýðilegar landslags- og fugla- myndir. Utanferðir fór hann nokkrar, þar af eina til Ráð- stjórnarríkjanna árið 1981. Um þá för ritaði hann bók („Finn- landsstöðin“) sem kom út á síð- asta ári. Faðir Pálma, Ingólfur Pálma- son magister, féll frá árið 1987. Eftir það bjó Pálmi hjá móður sinni, Huldu Gunnarsdóttur, og var henni til styrktar og aðstoðar þar til hún andaðist í hárri elli ár- ið 2014. Árið eftir gaf Pálmi út ævisögu hennar undir heitinu „Ævi alþýðustúlku“. Pálma verður saknað af öllum sem kynntust honum. Ég og fjöl- skylda mín mátum vináttu hans mikils. Aðstandendum hans votta ég einlæga samúð. Þorsteinn Sæmundsson. Menntaskólabekkurinn okkar, 6-R, var samsafn nemenda af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi. Fæstir okkar þekktu fleiri en einn eða tvo bekkjarbræður áður en til bekkjarins var stofn- að. Við vissum lítið sem ekkert um bakgrunn hver annars. Hver og einn hafði því tækifæri til að skapa sér ímynd og stöðu innan hópsins á þann hátt sem honum hugnaðist. Sumir létu vaða á súðum, voru háværir, létu fá tækifæri ónotuð til að láta í sér heyra. Sumir urðu öflugir í félags- og listalífi skól- ans, en ýmsir lögðu mesta áherslu á námið og gáfu skólalíf- inu minna vægi. Pálmi Ingólfsson var bekkjar- bróðir okkar í þrjú ár eftir að í stærðfræðideild var komið haustið 1966. Hann var fámáll, oftast þögull, lét lítið fyrir sér fara í tímum og frímínútum og tók lítinn ef nokkurn þátt í fé- lagslífi. Hann sinnti náminu og skilaði sínu án málalenginga. Samt var hann engin hornreka eða sætti neikvæðu viðmóti af hálfu okkar hinna. Við fundum að hann valdi sjálfur að hafa þennan háttinn á og það virtum við. Við fundum að þarna fór góður drengur, kurteis og vingjarnleg- ur í samskiptum, en ólíkur okkur í hátterni – og raunar var ekki allt í fari bekkjarbræðranna verðugt til eftirbreytni, ef út í þá sálma er farið. Eftir stúdentsútskriftina úr Menntaskólanum í Reykjavík í júní 1969 skildi leiðir og við bekkjarbræður héldum ekki hóp- inn um langt skeið. Sumir sóttu árgangsafmælin á fimm ára fresti, ef tök voru á, en Pálmi sást þar aldrei. Í seinni tíð köll- uðum við þó bekkinn saman nokkrum sinnum – stundum til undirbúnings þessara afmæla – og það gladdi okkur að Pálmi fór að mæta og taka þátt í spjallinu um eftirminnileg atvik og sam- eiginlegar stundir í skólastofun- um. Það kom okkur sannarlega á óvart þegar Pálmi steig fram á ritvöllinn og gaf út tvær bækur, fyrst æviminningar móður sinnar og síðan ferðasögu úr Rússlands- för forðum daga. Margir okkar keyptu bækur af honum og með lestri þeirra bættust ýmsir drættir í þá fábrotnu mynd sem við höfðum af Pálma sem per- sónu. Hugarfarið, hvernig hann ritaði bækurnar og kom þeim á framfæri, var einstaklega hlý- legt. Við hefðum sannarlega vilj- að ræða við hann um ritstörfin á næsta spjallfundi í aðdraganda 50 ára stúdentsafmælisins á næsta ári. Nú, þegar Pálmi er óvænt horfinn úr hópnum eftir skyndi- leg veikindi kveðjum við hann með söknuði og virðingu. Fyrir hönd 6-R, Stefán Halldórsson. Pálmi Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.