Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018 ✝ Hulda Ingi-mundardóttir fæddist í Stranda- sýslu 9. september 1932. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 30. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingi- mundur Jón Guðmundsson, f. 1895, d. 1983, og Svanfríður Guð- mundsdóttir, f. 1902, d. 1994. Systkini Huldu eru Sigríður Svava, f. 1923, d. 2015; Álfheið- ur, f. 1926, d. 1988; Unnur, f. 1927, d. 2003; Sigmundur, f. 1929, d. 1994; Jónas Högni, f. 1931; d. 1991; Olgeir Söebeck, f. 1934; Sigríður, f. 1936; Erla, f. 1937, d. 2010, og Olga, f. 1942. Fyrri eiginmaður Huldu var Bjarni V. Bjarnason. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Guð- mundur Bjarnason, f. 9.1. 1953, kvæntur Ástu Jóhönnu Einars- dóttur. Börn þeirra eru: Valborg Stefanía, gift Sturlu Gunnars- syni, börn þeirra eru: Stefanía, sambýlismaður Rasmus Knud- sen, dætur þeirra eru Nikoline Diljá og Natalía Malín, Ásta María og Ólafur Guðmundur; 1958, gift Hjalta Kristjánssyni. Börn þeirra eru: Trausti, kvænt- ur Unni Líf Ingadóttur, dætur þeirra eru Bjartey Perla og Gló- dís Perla; Tryggvi, kvæntur Guðnýju Sigurmundsdóttur, börn þeirra eru Bjartur, Eva Eldey og Árni Stormur; Árni Garðar, f. 4. apríl 1988, d. 28.7. 1992; Ragnheiður Perla, sam- býlismaður Bragi Magnússon, dóttir þeirra er Margrét Perla. 2) Íris Huld, f. 5.7. 1965, sam- býlismaður Kári Guðmundur Schram. Börn þeirra eru: Elísa Björk og Hildur Ýrr. Fyrir átti Íris Huld tvö börn: Sunnu Dögg, sambýlismaður hennar Arnar Ómarsson, dætur þeirra eru Ylfa Sól og Marta Líf; og Sturlu Má. Hulda fæddist í Hveravík og bjó þar og á Drangsnesi til sex ára aldurs en þá flutti hún til Hólmavíkur þar sem hún gekk í barnaskóla. Sextán ára flutti Hulda á Patreksfjörð og bjó þar til 17 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavíkur. Hulda var sinnti umönnunarstörfum nánast allan sinn starfsferil, t.d. á Hvíta bandinu, fæðingardeildinni, Borgarspítalanum, á barna- heimilum og við umönnun fatl- aðra. Hulda bjó lengst af í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík. Útför Huldu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 7. febr- úar 2018, klukkan 13. Svanfríður, sam- býlismaður Friðrik Örn Jörgensson, sonur þeirra er Guðmundur Örn; Ásta Hulda, gift Þorvaldi Skúla Pálssyni, börn þeirra eru Gabríel Freyr og Rakel Jara; Tinna Rut, gift Halli Kristjáni Ásgeirssyni, börn þeirra eru Adam Breki og Emma Dóra. Fyrir átti Guð- mundur Einar Þór, eiginkona hans er Elva Dröfn Sveinsdóttir, börn þeirra eru Daníel Fannar, Guðrún Lára og Sunna Líf. 2) Brynja Bjarnadóttir, f. 7.4. 1958, sambýlismaður Steindór Rafn Theódórsson. Börn þeirra eru: Harpa Dögg, Pálmi Rafn og Hjalti Gunnar. Fyrir átti Brynja tvö börn: Huldu Maríu, sonur hennar er Ásbjörn Logi, og Bjarna Magna og Steindór eina dóttur: Steinunni Vigdísi. Hinn 9. september 1983 giftist Hulda Einari Þóri Sigurðssyni, f. 18.12. 1923, d. 9.4. 2012, en þau höfðu þá búið saman í 12 ár. Dætur Einars og stjúpdætur Huldu eru: 1) Vera Björk, f. 12.4. Ég var að mjólka í mestu ró er myrkt varð hjá mér inni. Þegar luktarljósið dó lýsti af Huldu minni. Þessi fallega vísa er eftir hana Möggu hans Sveins frænda en þau bjuggu félagsbúi ásamt afa og ömmu í Hveravík í Stranda- sýslu þar sem mamma fæddist. Þessi vísa lýsir mömmu. Að sjálf- sögðu var ekki alltaf ljós í hennar lífi en hún gerði samt alltaf sitt til að láta ljósið skína á sem flestum stöðum. Minningabrotin eru mörg. Fyrstu eru þegar mamma er að sauma, prjóna eða spila á gítar- inn og syngja. Hún hannaði og bjó til flíkur, ekki bara á mig heldur á alla stórfjölskylduna og vini. Ekkert mál. Bara klippa og sauma, setja blúndur eða nota munsturskífurnar, sparidress eða skólaföt að ógleymdum öllum upphlutunum. Ég var tæplega tveggja ára þegar ég fékk þann fyrsta og eftir að hafa fengið full- orðinssilfur í fermingargjöf frá systkinum mömmu þá saumaði hún þann síðasta á mig þegar ég var tvítug. Þá var ég búin að fá a.m.k. þrjá í millitíðinni. Upp- hlutirnir sem hún hefur saumað bæði á börn og fullorðna eru langt yfir tuttugu. Gítarinn og söngurinn er ann- að sem hefur verið tengt við mömmu. Alla æskuna kunni ég nýjustu dægurlögin og vinsæl- ustu slagara. Brott fluttir Strandamenn voru duglegir að hittast og var mamma ein af þeim sem stofnuðu Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík. Ég fékk að njóta góðs af. Við hjá Lauja og Bíbí eða Elsu og svo all- ir hinir sem komu saman heima hjá okkur eða annars staðar. Þetta markaði æsku mína og gerði hana að gleðitíma. Ekki var það leiðinlegra þegar við fórum upp á Akranes, til Keflavíkur, á Selfoss eða í Hafnarfjörð til Lilju frænku. Alltaf var gítarinn með og allir tóku undir alls staðar. Það var mikið tekið af mömmu þegar hún var hætt að geta spilað á gítarinn vegna gigtarinnar. Fingurnir krepptir og annar úln- liðurinn orðinn að staur. Á ætt- armóti Stuðboltanna í júlí 2016 sló hún heldur betur í gegn þegar hún tók fram gítarinn og stjórn- aði fjöldasöng við mikla gleði allra. Þarna hafði hún verið lasin en í ágúst komu þær fréttir að hún væri aftur komin með krabba- mein í lungun. Hún tók þessu með æðruleysi, við hin vorum miklu aumari. Erfiðir tímar hafa verið þetta eina og hálfa ár en samt höfum við líka átt margar góðar stundir. Ömmustelpurnar hafa verið ótrúlegar við að hjálpa til við að vera hjá ömmu sinni og hefur þroski þeirra aukist. Öllum sem hafa létt mömmu og okkur hinum lífið þennan tíma vil ég þakka af alhug. Heimaþjónustan, Karítas, líknardeildin og nú síð- ast starfsfólkið á Vitatorgi á Hrafnistu, takk fyrir allt. Elsku Olga og Bjössi og Birna og Hörður, takk fyrir alla umhyggjuna og væntumþykjuna síðustu árin. Þið hafið bjargað döpru hjarta oftar en þið getið ímyndað ykkur. Minningabrotin eru að sjálfsögðu miklu fleiri en ég á þau fyrir mig. Að endingu set ég hér fallega vísu sem mamma kom með heim úr einni húsmæðraferðinni og segir allt sem segja þarf. Umhyggjan er alkunn þín allra stað í raunum. Hjartans þakkir Hulda mín hlýtur þú að launum. Góða ferð, mamma mín Þín dóttir Brynja. Elsku fallega amma mín. Það er svo margt sem mig langar að segja þér og svo margt sem ég á eftir að þakka þér fyrir. En nú ertu farin, elsku amma mín. Þegar ég kom heim af spítal- anum þegar þú varst búin að kveðja þennan heim var ég svo tóm að innan. Það verður aldrei hægt að fylla upp í það stóra skarð sem myndaðist í lífi mínu á dánardegi þínum. Ef ég gæti í dag sagt þér hversu mikils virði það er mér þegar þú meðal annars hjálpaðir mér í gegnum mín miklu veikindi og hversu dýrmætt það var að eiga þig að því þú varst alltaf til staðar fyrir mig og tilbúin að hlusta á mig. Það er erfitt að hugsa til þess að ég mun ekki heyra rödd þína aftur eins og ég gerði nánast dag- lega allt mitt líf. Þegar ég var sem veikust leið mér best þegar ég hugsaði um jólaböllin hjá þér og afa í kjall- aranum í Unufelli. Það veitti mér styrk, kærleik og trú um að allt færi vel að lokum. Þú varst svo dugleg og sterk og vildir síst af öllu láta hafa mikið fyrir þér sem þú áttir samt svo innilega skilið miðað við allt sem þú gafst af þér. Ég er þakklát fyrir það að börnin mín fengu að kynnast þér og fyrir þeirra hönd vil ég þakka fyrir þann tíma sem þið áttuð saman og allt það sem þú gerðir fyrir þau. Þau munu sakna þín, elsku amma. Elsku amma mín ég trúi því að afi hafi tekið brosandi á móti þér í sparifötunum. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að og ég mun varðveita minn- ingu þína alla mína ævidaga. Hvíldu í friði Þín Tinna Rut. Elsku besta amma okkar, nú hefurðu loksins fengið hvíldina eftir hetjulega baráttu við veik- indin þín. Við erum viss um að þú ert núna komin í fang afa, langömmu og langafa og allra hinna sem þú elskaðir svo heitt. Við erum afar þakklát fyrir all- ar yndislegu stundirnar og góðu minningarnar sem við eigum um þig. Þú varst mikill hrókur alls fagnaðar hvar sem þú varst. Ein- staklega dugmikil og gerðir allt fyrir alla. Aldrei féll þér verk úr hendi og eftir þig liggja óteljandi fallegar flíkur og hlutir. Það verður skrítið fyrir okkur að fá ekki sönglandi símtal frá þér á afmælisdögunum okkar hér eftir. Eftir sitjum við með fullt af góðum og fallegum minningum. Margs er að minnast, margs er að sakna. Minning þín lifir í hjört- um okkar, elsku amma. Einar Þór, Valborg, Svanfríður, Ásta Hulda og Tinna Rut. Kveðja til ömmu Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Bjarni Magni, Harpa Dögg, Pálmi Rafn og Hjalti Gunnar. Það er mjög skrýtið að þú sért bara farin, langamma. Þegar mamma sagði mér að þú hefðir bara sofnað stakk ég upp á við myndum finna prins til að kyssa þig svo þú gætir vaknað. Svona eins og er í sögunum. En mamma sagði að það væri ekki hægt en þér liði bara vel með langafa núna. Það er gott. Það var samt alltaf gaman að koma í blokkina til þín, helst með eitthvert bakk- elsi og borða og spila olsen eða þjóf eða slönguspil og byggja úr kubbunum. Ég saknaði þess þeg- ar þú fluttir á nýja staðinn. Ég vona að þér líði betur núna en ég sakna þín samt. Ásbjörn Logi. Elsku besta amma mín. Það er eitthvað svo ótrúlega óraunveru- legt að vera að skrifa minning- argrein til þín. Að þú hafir ekki bara komist í gegnum þetta síð- asta eins og allt hitt, eftir allt sem á undan er gengið. Ég veit að þú varst orðin þreytt en ég var bara ekki alveg tilbúin sko! Við áttum eftir að ræða nokkur atriði í við- bót. Ég settist niður með mynda- albúmin og allar minningarnar helltust yfir mig. Allt sem við gerðum saman og allt sem við gerðum ekki. Það sem við sögð- um og sögðum ekki. Minningarn- ar úr Unufellinu koma í hrúgum, hver á eftir annarri. Í flestum þeirra ertu með títuprjóna í munninum, sitjandi við sauma- vélina eða með gítarinn í fanginu. Alltaf að gera eitthvað enda ekki hægt að sitja bara með hendur í skauti og gera ekkert. Ég á þér svo margt að þakka, amma. Það er ekki sjálfgefið að fá að eyða svona miklum tíma hjá ömmu sinni og hvað þá að hún eyði svona miklum tíma í að Hulda Ingimundardóttir ✝ Stefanía ÓlöfAntoníusdóttir fæddist á Berunesi á Berufjarðar- strönd 13. febrúar 1941. Hún lést á heimili sínu á Hjúkrunarheimil- inu Hömrum í Mos- fellsbæ 28. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Antonía Sigríður Sigurð- ardóttir, f. á Berunesi 29. maí 1905, d. 4. desember 1993, og Antoníus Ólafsson, f. á Skála á Berufjarðarströnd 6. janúar 1907, d. 4. apríl 1994. Þau bjuggu allan sinn búskap á Berunesi. Systkini Stefaníu eru Hanna Sigríður, f. 1937, Anna, f. 1943, og Óskar, f. 1946, d. 2015. Auk þess átti Stefanía uppeldissyst- ur, Svövu Júlíusdóttur, f. 1930, d. 2006. Stefanía ólst upp hjá foreldrum sínum á Berunesi og átti þar heim- ilisfesti til ársins 1973 er hún fluttist í dvalarheimili Sjálfsbjargar í Há- túni 12 í Reykjavík og var ein af fyrstu dvalargest- unum þar. Eftir tveggja áratuga vist á dvalarheimilinu, eða árið 1993, flutti hún fyrst íbúa af dvalarheimilinu í æfingaíbúð sem Sjálfsbjörg hafði útbúið í Hátúni 12. Eftir sex mánaða þjálfun þar ákvað hún að taka íbúð á leigu á 5. hæð í sama húsi og bjó þar á eigin vegum fram til ársins 2013, eða þar til hún fluttist að hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ. Útför Stefaníu fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 7. febr- úar 2018, klukkan 13. Elsku Stefanía frænka. Þó að þú sért nú lögð af stað í þitt hinsta ferðalag yfir móðuna miklu þá hefur þú skilið eftir fagrar minningar í hjörtum okk- ar sem höfum orðið þess heiðurs aðnjótandi að ferðast með þér um lífsins braut. Við minnumst röndótta brjóst- sykursins sem þú bauðst okkur upp á í Hátúni og þeirra augna- blika þegar hrekkjalómurinn innra með þér læddist fram í fingurgómana og kitlaði okkur undir iljarnar þar sem við lágum í sófanum og lásum. Við dáumst að afrakstri iðju- semi þinnar hvort sem það eru vettlingarnir á höndunum á okk- ur eða heklaði dúkurinn á stofu- borðinu. Við söknum þín sem varst okk- ur alltaf svo góð. Þórunn Björk og Börkur. Stefanía Ólöf Antoníusdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF ÞÓRÐARDÓTTIR Fiddý Vesturbergi 71, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands mánudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélag Íslands. Þórður Hjörvarsson Gertie Christensen Þorbjörg Hjörvarsdóttir Jan Tronhjem Sigríður Hjörvarsdóttir Viðar Birgisson Kjartan Hjörvarsson Hjördís Hjörvarsdóttir Guðmundur Kristinn Erlendsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDBJÖRG ÁSRÚN NORÐMANN, Eskiholti 8, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 3. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Norðmann Óskar Norðmann Elín Norðmann Börkur Hrafnsson Snædís Barkardóttir Tinna Barkardóttir Jón Hrafn Barkarson Óskar Árni Barkarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 36, sem lést miðvikudagur 31. janúar, verður jarðsungin frá Útskálakirkju í Garði föstudaginn 9. febrúar klukkan 13. Oddný Ólafia Sigurðardóttir Gísli Sigurðsson Jón Árni Jóhannesson Sigurbjörg M. Ingólfsdóttir Böðvar Páll Jónsson Linda Ingólfsdóttir Helena Ingólfsdóttir Povilas Traškevicius Eyjólfur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.