Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
✝ Þorlákur Ás-geirsson fædd-
ist í Reykjavík 4.
desember 1935.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum 30. jan-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Ásgeir Þor-
láksson frá Bakka
á Mýrum,
Austur-Skafta-
fellssýslu, f. 1908, d. 1974, og
Svanfríður Sigurðardóttir frá
Húsanesi, Búðarsókn, Snæfells-
nesi, f. 1908, d. 1978.
Þorlákur var næstyngstur
fjögurra systkina, en þau eru,
sammæðra, Sigurgeir Friðjóns-
son, f. 21. sept. 1928, Svava
Sumarrós Ásgeirsdóttir, f.
1934, d. 2015, og Sesselja Guð-
munda Ásgeirsdóttir, f. 1936.
Þorlákur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Ásu Guð-
björnsdóttur, 7. september
1956.
Þau eignuðust fjögur börn: 1)
Kristín Dagný, f. 1957, börn
hennar eru Ása Kolbrún Hauks-
dóttir, f. 1977, maki Baldvin
Davíð og eiga þau Karlottu, f.
2015, Bjarni Már Hauksson, f.
Orri, f. 2016, fyrir átti hann
Þór, f. 2005, barnsm. Sunna
Sigurðardóttir. Hildur María, f.
1991, barn hennar er Kristný
Rún, f. 2014, sambýlism Ingvar
Vignisson.
Þorlákur ólst upp í Reykja-
vík fyrstu árin en fór ungur í
sveit á Krossbæ í Nesjum. Eftir
nám í Iðnskólanum fór hann á
samning í húsasmíði og lauk því
námi. Hann stundaði ýmis störf
tengd því þar til hann stofnaði
verslunina Valver á Laugavegi
aðeins 26 ára að aldri. Eftir að
hann hætti þeim rekstri sneri
hann sér aftur að húsasmíðinni
og stofnaði fyrirtækið Stólpa
ehf. sem sá um byggingu ein-
býlis- og raðhúsa í Mosfellsbæ
og víðar en í Mosfellsbæ byggði
hann hús fyrir fjölskylduna og
bjó þar alla tíð síðan.
Þorlákur var mikið í félags-
málum og var m.a. forseti Kiw-
anisklúbbsins Geysis og félagi í
Karlakórnum Stefni og var fé-
lagi í frímúrarareglunni á Ís-
landi.
Þorlákur byggði sumarhús á
æskuslóðum sínum í landi
Krossbæjar og stundaði hann
þar fiskirækt og lagði mikla
vinnu í rannsóknir og boranir á
svæðinu en hann var sann-
færður um að þarna leyndist
heitt vatn undir sem hægt væri
að nýta fyrir sveitina.
Útför Þorláks fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 7. febrúar
2018, klukkan 13.
1979, maki Helga
Bjarnadóttir og
eiga þau þrjú börn,
Sigurlaugu Maríu,
f. 2005, Dagnýju
Klöru, f. 2012, og
Bjarna Frey, f.
2017, Pétur Óskar
Pétursson, f. 1986,
og Birgir Ólafur
Pétursson, f. 1990.
2) Guðbjörg, f.
1958, d. 2001, eft-
irlifandi maki er Þorgeir
Pétursson. Börn hennar eru
tvö, Guðný Helgadóttir, f. 28.5.
1977, eiginmaður Árni Rún-
arsson og eru börn þeirra Katla
Rún, f. 2008, Ágústa Hrönn, f.
2011, og Guðbjörg Lilja, f.
2012. Sindri Þorgeirsson, f.
1987, sambýliskona Elfa Hauks-
dóttir. 3) Ásgeir Þorláksson, f.
1959, maki Eva Kristjánsdóttir
og eiga þau Ásgeir Elfar, f.
2003. Fyrir átti Eva Ragnar
Pál, f. 1976, og á hann þrjá
syni, Bjarka, f. 1998, Helga, f.
2008, og Hjört, f. 2009. 4) Vil-
hjálmur, f. 1962, maki Sigrún
Guðmundsdóttir og eiga þau
Davíð Þór, f. 1985, sambýlis-
kona Arna Jónsdóttir, synir
þeirra eru Vopni, f. 2013, og
Elsku pabbi.
Það er sárt að kveðja þig
núna og það var líka sárt þegar
þú hvarfst frá okkur smám sam-
an inn í óminnið.
En þú varst svo mikill gleði-
gjafi, brostir og blikkaðir eins
og þú kæmir stundum til baka,
alltaf syngjandi.
Við minnumst þín sem besta
pabba og yndislegs afa sem allt-
af hafði gaman af barnabörn-
unum, enda hændust þau að
þér.
Það var oft fjör og gaman í
veiðiferðum og ferðalögunum
upp í sumarbústað en þar undir
þú þér vel með fjölskyldu og
vinum.
Við minnumst einnig hjálp-
semi þinnar sem þú varst alltaf
tilbúinn að veita bæði fjölskyldu
og vinum.
Þér féll aldrei verk úr hendi,
varst vel liðinn af starfsmönnum
og viðskiptavinum og taldir það
ekki eftir þér að keyra langar
vegalengdir vegna vinnu, svarið
var alltaf ekkert mál, ég redda
því.
Þú varst einnig mikill söng-
maður, góður dansari og hrókur
alls fagnaðar á gleðistundum.
Við vitum að Guðbjörg tekur
vel á móti þér og þið syngið
saman í Sumarlandinu og farið
með vísuna sem þú gerðir svo
oft.
Hér er alltaf hlýtt og gott
hugulsemi ber þess vott
heitt á katli kjöt í pott
Kærar þakkir punktur stopp.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Dagný, Ásgeir og
Vilhjálmur.
Afi minn var einstakur maður
og í mínum augum var hann
besti afi í heimi.
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem hann kenndi mér og allar
stundirnar sem við áttum sam-
an. Afi kenndi mér svo margt
og tíminn leið hratt í návist
hans. Já, þegar gaman er þá
flýgur tíminn. Afi var barngóð-
ur og ljómaði hann í hvert sinn
sem barnabörnin og barna-
barnabörnin komu til hans. Ég
sótti alla tíð mikið í að vera með
afa og ömmu og í Stórateignum
var margt brallað og gott að
vera. Afi kenndi mér mann-
ganginn í tafli og svo elskaði
hann að spila spil og á ég ófáar
minningar um okkur mömmu að
spila kana með afa og ömmu og
stundum fram á nótt. Þetta
voru góðar stundir og eftir að
mamma dó héldum við afi og
amma uppteknum hætti. Við
gátum spilað endalaust, ég held
ég hafi bara ekki komið við
nema taka einn Hornafjarðar-
manna.
Afi byggði sumarhús. Sveita-
sælan í Krossbæ gaf okkur öll-
um mikla orku og afi skutlaðist
þangað eins oft og færi gafst til
frá annríki borgarinnar. Ég
man eftir nokkrum stundum þar
sem ég stakk upp á að smella
austur og þá var bara lagt af
stað hér og nú, ekkert flækju-
stig, ekkert vesen. Afa og ömmu
fannst gaman að ferðast og
elskuðu að hafa börnin og
barnabörnin með. Ef ég hringdi
í afa þá svaraði hann alltaf, sæl
elskan mín, hvað get ég gert
fyrir þig? Á ég að skutla þér
eitthvað? Já, afi vildi allt fyrir
mann gera og þó hann væri í
Mosfellsbæ og ég í Hafnarfirði
þá brunaði hann eftir mér óum-
beðinn. Guðný mín, þú ferð ekki
að taka strætó ef ég er laus.
Dekurrófa, já, ég var dekruð og
ég elskaði það. Afi elskaði knús
og það áttum við sko sameig-
inlegt að við fengum orku frá
knúsi. Ég held svei mér þá að
ég hafi engan mann kysst og
knúsað eins mikið og afa því
hann gaf besta knúsið og frá
honum streymdi hlýjan. Afi
elskaði að syngja og dansa og
mikið sem við sungum saman,
það þurfti ekkert útvarp í bíl-
inn, það var bara sungið.
Mamma var besti söngvarinn og
kunni endalaust af textum og
þegar hún var með í för þá var
bara sungið alla leiðina austur.
Mikið var það gaman. Afi var
nautnaseggur og elskaði góðan
mat og hrósaði matnum hennar
ömmu í hástert enda elskaði
hún að gefa honum að borða.
Hann var líka sælkeri og elskaði
súkkulaði, uppáhaldið hans voru
Góukúlurnar og beiski brjóst-
sykurinn og var þetta tvennt
ávallt til í hanskahólfinu. Snill-
ingur var hann afi minn og ég
gæti skrifað um hann endalaust.
Elsku afi, takk fyrir allt, ég
sé þig fyrir mér syngjandi með
mömmu á góðum stað
Þín
Guðný.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur, en
allar góðu minningarnar lifa
áfram.
Það var alltaf svo gaman hjá
okkur. Við eyddum ófáum
stundum í bílskúrnum á Stór-
ateig þar sem við vorum að
smíða og brasa saman. Svo allar
ferðirnar í sumarbústaðinn þar
sem aldrei var lagt af stað nema
þú værir með Góukúlur á milli
sætanna. Tíminn á leiðinni var
svo nýttur í ýmsan fróðleik eins
og fara yfir margföldunartöfl-
una eða læra nöfnin á öllum
sýslunum, sem voru heldur
margar að mér fannst. Það voru
svo mikil ævintýri í kringum þig
og alltaf nóg að gera. Hvort
sem þú varst að bora eftir vatni
eða með fiskeldið á fullu, þá
fékk maður alltaf að vera með í
öllu. Á kvöldin var svo setið
löngum stundum og spilað.
Hvíldu í friði, elsku afi, takk
fyrir allar góðu stundirnar
Davíð Þór.
Margt er það og margt er það,
sem minningarnar vekur.
Og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Ég hugsa um minn elskulega
bróður sem var alltaf svo góður
og traustur en um leið mikill
gleðigjafi fyrir mig og aðra sem
til hans þekktu þegar fjölskylda
og vinir komu saman.
Var hann hrókur alls fagn-
aðar og mikið sungið enda ekki
komið að tómum kofanum með
söngtexta sem hann kunni má
segja fram á síðasta tímabil ævi
sinnar. Ferskeytlur voru mikið
áhugamál hjá honum.
Lalli var ætíð tilbúinn að
leysa hvers manns vanda ef
mögulegt var. Hann fór ungur
að árum í sveitina til Horna-
fjarðar, eða um 10 ára aldurinn
og dáðist fólkið að hversu skap-
góður og viljugur hann var til
allra snúninga. Ég átti því láni
að fagna að fá að fara í heim-
sókn ef ferð bauðst þar sem ég
var á Höfn og fannst mér sem
ungum krakka það ekki skrítið
hvað fólk var ánægt með hann.
Ég vissi að hann var dugleg-
ur í sendiferðum, hann var ekki
gamall þegar hann sentist með
vörur fyrir verslunina Kron á
Langholtsvegi og sagðist vera
að hjálpa Óskari sem þá var
verslunarstjóri.
Hann fór fljótt að vinna við
ýmis störf áður en Iðnskóla-
gangan hófst. Þær voru ófáar
stundirnar sem þeir Siggi elsti
bróðir okkar og Lalli fóru með
pabba, að vinna við smíðar. Eitt
sinn fóru þeir út fyrir bæinn og
við systur vorum að taka til
nesti. Þeir ráku á eftir okkur og
Siggi sagði að þeir þyrftu ekki
heil ósköp. Þá segir Svava
systir: „Jú, Lalli er með.“ Þetta
var lengi haft í flimtingum og
þótti fyndið.
Þegar við systkinin uxum úr
grasi og höfðum kynnst mökum
okkar fórum við að gantast með
að gifta okkur öll saman. Það
var tekið alvarlega og makar
okkar voru samhuga um það og
úr varð þrefalt systkinabrúð-
kaup og pabbi okkar ánægður
með að geta haldið þrefalda
brúðkaupsveislu. Upp frá því
hittumst við og gerðum eitthvað
skemmtilegt á þessum degi á
hverju ári, höfðum samband,
fórum út að borða og sitthvað
fleira eins og aðstæður leyfðu
hverju sinni.
Lalli naut þess að ferðast um
landið með fjölskyldu sinni og
voru margir hálfhringir farnir
til Hornafjarðar áður en brú yf-
ir Jökulsá á Skeiðarársandi
kom, en eftir það voru ferðir
þeirra Ásu óteljandi til Hafnar
og í sumarbústaðinn þeirra í
Klettabæ.
Lalli fór gjarnan í veiðiferðir
með vinum sínum og þá var
glatt á hjalla, sungið og farið
með vísur.
Hann sagði sögur frá slíkum
ferðum og naut þess. Eitt sinn
fór hann með vísu fyrir mig sem
hann hafði skrifað í gestabók í
einni ferðinni sem lýsir hversu
vel hann naut þess að ferðast og
njóta náttúrunnar:
Inn í landi og út með sjó,
yndi og fegurð laðar.
Upp á fjöllum finn ég ró,
sem finnst ei annars staðar.
Elsku vinur og bróðir. Ég vil
biðja þess að Guð blessi Ásu,
Ásgeir, Dagný, Vilhjálm, og
fjölskylduna alla, að þau megi
eiga gleði og hamingju um
ókomin ár. Þín systir
Sesselja (Sella).
Okkur systkinin langar að
minnast Lalla frænda, sem var
næstyngstur í systkinahópi
mömmu okkar.
Aldrei verður sagt að ríkt
hafi lognmolla í kringum Lalla,
sífellt fjör og hafði hann yfirleitt
mörg járn í eldinum, hvort sem
var í leik eða starfi.
Við systkinin kynntumst því
vel á uppvaxtarárum í afmælum
og veislum sem voru allmargar,
hversu risastór þáttur í gleðinni
var fjörið í Lalla og reyndar
systrum hans, sem virtust
kunna öll lög og texta sem sam-
in voru á síðustu öld.
Í okkar minningu eru þessar
stundir með öllu ógleymanlegar
gleðistundir sem lifa ávallt og
ylja okkur.
Fjölskylduböndin hafa ætíð
verið sterk, sem kristölluðust
gjarnan í tíðum heimsóknum,
fjölmennum fjölskylduboðum
við ýmis tækifæri en skaraðist
einnig í vinnu.
Lalli og pabbi okkar voru
báðir húsasmiðameistarar og
unnu nokkur verk saman og við
Þorlákur
Ásgeirsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSA GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 30. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju á morgun, fimmtudaginn
8. febrúar, klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á sjóðinn Blind börn á Íslandi hjá
Blindrafélaginu.
Jón Hannesson
Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir
Guðrún Iðunn Jónsdóttir
Ólafur Axelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA SIGURÐARDÓTTIR,
Höfn, Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
þriðjudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 10. febrúar
klukkan 13. Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði.
Þorbjörg Arnórsdóttir Fjölnir Torfason
Agnes S. Arnórsdóttir Per Ingesman
Svava Arnórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
SELMA ÓSK BJÖRGVINSDÓTTIR,
Fornastekk 2,
lést á hjartadeild Landspítalans 29. janúar.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey föstudaginn
9. febrúar.
Ulrich Falkner
Símon Falkner
Örn Falkner Guðrún Bjarnadóttir
Friðrik Falkner
Arna Falkner
Bróðir okkar,
HARALDUR EYJÓLFSSON
frá Hömrum, Grímsnesi,
Frumskógum, Hveragerði,
lést laugardaginn 27. janúar á heimili sínu
að Ási í Hveragerði. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn 9. febrúar klukkan 15.
Ágúst Eyjólfsson
Ásgeir Eyjólfsson
Guðmundur Eyjólfsson
Kristín Eyjólfsdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN BOGADÓTTIR,
lést fimmtudaginn 1. febrúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
14. febrúar klukkan 13.
Agnar Þór Sigurðsson
Unnur Sigurðardóttir Stefán Þórir Birgisson
Kristín Fanný
Hildur
Þorbergur Bessi
og aðrir aðstandendur