Morgunblaðið - 07.02.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2018
Útlitið er dökkt í upphafimaí 1940. Þýskalandnasismans hefur hertek-ið Tékkóslóvakíu, ráðist
inn í Pólland, Danmörku og Noreg
og alls staðar haft betur. Í Bretlandi
er Neville Chamberlain forsætisráð-
herra (Ronald Pickup) rúinn trausti
og neyðist til þess að segja af sér.
En hver á að taka við af Chamb-
erlain? Fyrsti kostur hans er Hali-
fax lávarður, utanríkisráðherra.
Hann nýtur trausts innan Íhalds-
flokksins en ekki mikils utan hans.
Hinn valmöguleikinn: Winston
Churchill. En Churchill er engan
veginn óumdeildur leiðtogi, og eftir
því sem snaran herðist um breska
herinn í Frakklandi verður staða
hans erfiðari og erfiðari.
Darkest Hour er ein af fáum
myndum sem hefur lagt í að segja
frá þessum dimmu dögum í maí
1940, þegar leit út fyrir að stríðsvél
nasista væri ósigrandi, og að lýð-
ræðið myndi brátt lúta í lægra haldi
fyrir svartnættinu. Það er því ekki
að undra að Joe Wright (Atone-
ment) skuli hafa ákveðið að gera
kvikmynd um þá miklu örlagadaga í
sögu Bretlands og heimsbyggðar-
innar allrar.
Og Wright tekst alveg bærilega
upp að koma til skila hversu vonlaus
staða Bandamanna var, sem og
þeirri andstöðu sem Churchill mætti
innan síns eigin flokks í fyrstu.
Kvikmyndatakan er stórfengleg, og
mörg atriði þar sem Churchill er
sýndur einn, rammaður inn af um-
hverfi sínu til þess að sýna hversu
einangraður hann er. Tónlistin
hjálpar einnig til við að skapa hið
einkennilega andrúmsloft, þar sem
breska þjóðin beið milli vonar og
ótta eftir því sem verða vildi.
Leikaravalið er síðan rúsínan í
pylsuendanum, en valinn maður er í
hverju rúmi. Stephen Dillane (Game
of Thrones) og Ben Mendelsohn
(Rogue One) standa sig til dæmis
einstaklega vel sem Halifax lávarð-
ur og Georg VI. konungur. Kristin
Scott Thomas leikur Clementine,
konu Churchills, og sýnir vel bæði
þann styrk sem hún veitti eigin-
manni sínum, sem og það hversu
þreytandi það hlýtur að hafa verið
að vera gift slíkum karakter.
Á engan er þó hallað þó að Gary
Oldman sé sérstaklega tekinn út
fyrir sviga í aðalhlutverkinu. Það er
varla ofsögum sagt að Churchill er
nánast endurborinn á hvíta tjaldinu
í meðförum Oldmans. Smámælgin,
stamið, þunglyndið, ofdrykkjan,
vindlarnir. Oldman kemur þessu
öllu listilega vel til skila, og er ekki
að undra þó að hann sé talinn lík-
legur til þess að hljóta Óskarinn fyr-
ir túlkun sína á Churchill.
En þrátt fyrir að öll helstu aðal-
atriði séu í lagi er eins og Wright
nái ekki almennilega að búa til
spennu úr efniviðnum. Skiljanlega
hefur þurft að sveigja frá sögulegri
nákvæmni hér og þar til þess að
gera frásögnina dramatískari.
Sumar af breytingunum, eins og sú
að láta ritara Churchill, Elisabeth
Layton (Lily James), hefja störf ári
fyrr en hún gerði í raunveruleik-
anum til þess að fjölga kvenpersón-
um, ganga vel upp.
Aðrar breytingar fara hins vegar
upp og ofan. Á einum stað láta kvik-
myndagerðarmennirnir Churchill
leita til almennings í landinu, þaðan
sem hann sækir sér styrk til þess að
halda baráttunni áfram. Sá kafli er
ekki bara skáldaður upp frá rótum,
heldur virkar hann hálfskringilega í
framvindu sögunnar allrar.
Þá festir myndin sig um of í þeirri
baráttu sem er á milli Churchills
annars vegar og Halifax og Cham-
berlain hins vegar um það hvort
semja eigi um frið eða uppgjöf við
Hitler, án þess þó að nokkur
framþróun eða framvinda verði á
henni. Úrlausnin verður því ekki
eins dramatísk og hugsanlega hefði
mátt verða.
Að því sögðu er Darkest Hour lík-
lega ómissandi mynd fyrir áhuga-
menn um sögu heimsstyrjaldarinnar
eða hina fjölmörgu aðdáendur
Churchills. Hana vantar hins vegar
herslumuninn upp á að geta talist sú
tímalausa snilld sem vænta hefði
mátt í upphafi.
Afburðaleikur Gary Oldman ber af í aðalhlutverkinu og nánast umbreytir
sér algjörlega í Winston S. Churchill.
Churchill endurborinn
Sambíóin
Darkest Hour bbbmn
Leikstjóri: Joe Wright. Handrit: Anthony
McCarten. Aðalhlutverk: Gary Oldman,
Kristin Scott Thomas, Lily James,
Stephen Dillane, Ronald Pickup og Ben
Mendelsohn. Bretland 2017, 125 mín-
útur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Eftir sjö ára langt þref um hvar
skuli réttað í dómsmáli Facebook og
fransks kennara, Frédéric Durand,
hafa réttarhöld loksins hafin í dóms-
sal í París. Durand lögsótti fyrir-
tækið og sakaði um ritskoðun í kjöl-
far þess að Facebook-síðu hans var
lokað skömmu eftir að hann birti
ljósmynd af margfrægu málverki
Gustav Courbet, „L’Origine du
Monde“, eða „Uppruna heimsins“
sem sýnir kynfæri konu í nærmynd.
Durand segir Facebook ekki hafa
varað hann við eða gefið neina
ástæðu fyrir því að síðu hans var
lokað í febrúar árið 2011 og fór í mál
við eigendur þess á grundvelli tján-
ingarfrelsis, að því er fram kemur á
vef dagblaðsins The Guardian.
Durand reyndi margoft að opna
Facebook-síðu sína á ný en án ár-
angurs og gáfu lögmenn Facebook
þá skýringu að það væri tæknilega
ómögulegt þar sem gögnum fyrir
ógildar síður væri eytt 90 dögum eft-
ir ógildingu. Árið 2015 breytti Face-
book reglum sínum á þann veg að
leyfilegt væri að birta nektarmyndir
ef um listaverk væri að ræða. Rök
Durand í málinu voru m.a. þau að
þótt verk Courbet sýndi nekt væri
það of listasögulega mikilvægt til að
teljast brot á reglum Facebook á
þeim tíma sem hann birti myndina.
Vill hann fá skaðabætur fyrir að
hafa verið hent út af Facebook.
Lögmenn Facebook segja fyrir-
tækið saklaust af ritskoðun og
benda á að Durand hafi opnað síðu
undir öðru nafni og birt á henni
mynd af sama verki án vandræða.
Lögmaður Durand segir á móti að
það geti ekki verið tilviljun að fyrri
síðu hafi verið lokað rétt eftir að
Durand birti myndina. Úrskurður
verður kveðinn upp 15. mars.
Franskur kennari berst við Facebook
AFP
Sköp Hinu margfræga og mikilvæga málverki Courbet, „L’Origine du Monde“,
komið fyrir í kassa fyrir flutninga milli listasafna árið 2016.
Enski leikarinn John Mahoney er
látinn, 77 ára að aldri. Mahoney
tengja eflaust flestir Íslendingar við
hlutverk Martin Crane í gamanþátt-
unum Frasier en hann lék í fjölda
kvikmynda og sjónvarpsþátta á ferli
sínum.
Mahoney hóf leiklistarnám í Chi-
cago rétt fyrir fertugt og lék lengi
vel í Steppenwolf leikhúsinu þar í
borg og færði sig þaðan yfir á
Broadway í New York. Hann hlaut
Tony-leiklistarverðlaunin árið 1986
fyrir leik sinn í The House of Blue
Leaves. Fyrir kvikmyndaleik vakti
hann fyrst athygli í kvikmynd leik-
stjórans Barry Levinson, Tin Men
frá árinu 1987 og sama ár vakti
hann athygli fyrir vandaðan leik í
Moonstruck.
Eftir að þáttunum Frasier lauk
voru Mahoney boðin hlutverk í ýms-
um sjónvarpsþáttum en hann flutti
hins vegar aftur til Illinois og fór að
leika á ný fyrir Steppenwolf leik-
húsið.
Leikarinn John Mahoney látinn
AFP
Emmy Mahoney með tveimur leik-
urum úr Frasier, Peri Gilpin og Kel-
sey Grammer, þegar þættirnir hlutu
Emmy-verðlaun árið 1998.
Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er
þrifinn að innan sem utan,
allt eftir þínum þörfum.
Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Bónstöð opin virka daga frá 8-19,
Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll)
Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 10.15Sýnd kl. 8Sýnd kl. 9 Sýnd kl. 5.30