Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 1
SAMSTARFSAÐILARMIKILVÆGIR Aeolus er róbót sem sér um heimilsverkin og meira til. 4 Unnið Prendo Simulations hefur þróað hermi- líkön og þjálfunarbúnað þar sem læra má stjórnun með tölvuleik. 7 VIÐSKIPTA Jón Helgi Pétursson hjá Íslenskrum verðbréfum segir mikilvægt að hafa öfluga samstarfsa sem veita gott aðgengi að upplýsingum LÆRT ÍGEGNUMLEIK í samvinnu við ðila . 4 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Óánægja vegna afskipta Mikillar óánægju gætir nú í hlut- hafahópi greiðslukortafyrirtækisins Borgunar vegna framgöngu Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, gagnvart stjórn fyrirtækisins. Bankinn á 63,5% í Borgun á móti öðr- um hluthöfum. Tilnefnir bankinn þrjá af fimm stjórnarmönnum þess. Óánægjan mun lúta að því sem heimildarmenn ViðskiptaMoggans kalla „óeðlileg“ afskipti bankastjór- ans af ráðningarferli nýs forstjóra Borgunar. Undir lok síðasta árs var tilkynnt um að Haukur Oddsson myndi láta af starfi forstjóra fyrirtækisins eftir tíu ár í starfi. Var ráðgjafarfyrirtækinu Intellecta falið að sjá um umsóknar- ferlið en tengiliður þess við fyrir- tækið var Erlendur Magnússon, stjórnarformaður Borgunar. Ákvað stjórnin í byrjun nýs árs að ráða í starfið Sæmund Sæmundsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri hjá Sjóvá til þess tíma. Meðan á ráðning- arferlinu stóð mun Birna hafa haft samband við stjórnarmenn og lagt mjög hart að þeim að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, fyrrverandi eiganda Já og núverandi formann Viðskiptaráðs Íslands, í starfið. Birna á sæti í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Aðalfundur Borgunar fer fram um miðjan mars næstkomandi. Hefur Íslandsbanki nú tilkynnt tveimur stjórnarmönnum af þremur sem bankinn tilnefnir, að ekki sé óskað starfskrafta þeirra lengur á vettvangi Borgunar. Þar mun vera um stjórn- arformanninn og Sigrúnu Helgu Jó- hannsdóttur meðstjórnanda að ræða. Athygli vekur að þriðji stjórn- armaðurinn, Björg Sigurðardóttir, mun aftur verða tilnefnda af bank- anum. Björg er eiginkona Gunnars Baldvinssonar, forstjóra Almenna lífeyrissjóðsins, sem um langt árabil hefur átt í nánu samstarfi við Ís- landsbanka og var raunar í rekstri bankans allt til miðs árs 2009. Aðeins óháðir stjórnarmenn Hluthafar í Borgun telja banka- stjóra Íslandsbanka hafa stigið inn á starfssvið stjórnar fyrirtækisins með afskiptum af fyrrnefndu ráðningarferli. Hafa þeir í samtölum við ViðskiptaMoggann vísað í sátt sem Íslandsbanki gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2014 vegna framkvæmdar á greiðslu- kortamarkaði. Fól sáttin í sér greiðslu 380 milljóna króna í sekt ásamt því að bankinn féllst á að til- nefna einvörðungu óháða stjórn- armenn af sinni hálfu í stjórn fyrir- tækisins. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslandsbanki hefur ákveðið að skipta út tveimur stjórn- armönnum sínum í Borg- un. Fyrir skemmstu urðu þeir ekki við fyrirmælum um að ráða tiltekinn ein- stakling í stól forstjóra. Samsett mynd/Elín Arnórsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka hafði afskipti af ráðningarferli forstjóra Borgunar. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 15.8.‘17 15.8.‘17 14.2.‘18 14.2.‘18 1.789,67 1.760,17 130 125 120 115 110 127,6 125,05 Undir lok þessa árs losna ríflega 80 kjarasamningar á almennum vinnu- markaði. Í mars á næsta ári losna 135 samningar á opinbera markaðnum og gera má ráð fyrir að margir þeirra endi á borði ríkissáttasemjara. Bryndís Hlöðversdóttir hefur haft í nógu að snúast frá þeim tíma þegar hún tók við embættinu árið 2015 en hún segir að nú standi aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld í raun á krossgötum. Nauðsynlegt sé að breyta vinnulagi við kjarasamningagerðina og einnig að finna leið til vinnslu launa- upplýsinga sem sátt geti ríkt um. Í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogg- anum í dag ræðir hún um embættið og áskoranir þess og fer m.a. yfir hvaða valdheimildir ríkissáttasemjarar í öðr- um löndum hafa uppi í erminni þegar reynir á. Það eru heimildir sem Bryn- dís segir að mætti leiða í lög hér á landi einnig. Embættið skortir heimildir Morgunblaðið/Árni Sæberg Bryndís segir nauðsynlegt að breyta verklagi við samningagerðina. Bryndís Hlöðversdóttir segir að embætti ríkis- sáttasemjara mætti hafa fleiri verkfæri þegar kemur að úrlausn kjaradeilna. 8 Sjóðir stóru tæknifyrirtækj- anna, eins og Google og Ama- zon, eru ekki geymdir sem reiðufé heldur skuldabréf. Tæknifyrirtækin verða að bönkum 10 Í nýliðnu útboði lækkaði verð- ið sem Sky greiðir fyrir að sýna fótboltaleiki, úr 11 millj- ónum punda í 9,3 milljónir á leikinn. Minna greitt fyrir úrvalsdeildarleiki 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.