Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Minnsta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ORIGO -2,15% 25 HAGA +1,35% 41,3 S&P 500 NASDAQ +2,69% 7.059,273 +1,89% 2.668,93 +1,99% 7.233,8 FTSE 100 NIKKEI 225 15.8.‘17 15.8.‘1714.2.‘18 14.2.‘18 1.700 702.300 2.048,85 2.136,08 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 50,74 62,79-3,37% 21.154,17 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir aðspurður að fyrirtækið meti áhættu fyrir alla stærri samn- inga sem gerðir eru. Samningar um raforkusölu til gagnavera séu þó yfir- leitt ekki gerðir til mjög langs tíma. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að 80-90% af starfsemi ís- lenskra gagnavera væri vegna námu- graftrar á rafmyntum og slæmt væri að vera svo háð einni tegund af vinnslu í gagnaverunum. Ef verð á rafmynt fellur hratt og gengið fer neðarlega af einhverjum ástæðum, gæti það leitt til þess að þeir aðilar sem eiga þennan búnað sjái ekki fram á að það borgi sig að halda starfseminni áfram „Það er margt í þjóðfélaginu sem getur breyst vegna tækniframfara, þannig er það alltaf, en við erum ekki að reisa orkuver gagngert til að selja orku til gagnavera, eins og gert hef- ur verið vegna álvera til dæmis. Þetta er ekki af sömu stærð og álverssamningarnir,“ segir Ásgeir í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að allir stærri raforku- kaupendur þurfi að leggja fram tryggingar og í samningum sé kaup- skylda. „Þegar viðkomandi hættir að taka rafmagn verður hann samt að borga og ef hann borgar ekki er hægt að ganga að tryggingum.“ HS Orka með innan við helming Ásgeir bendir á að talað sé um að raforkusala hér á landi til gagnavera fari upp í 100 MW í ár. HS Orka sé með innan við helming af því magni. „Þetta er ekki krítískur þáttur í rekstrinum þó að hann sé mik- ilvægur. Við höfum verið í þessu í nokkur ár og hefur gengið vel en við erum ekki að horfa á þetta sem samninga til 20 ára eins og með stór- iðjusamningana, heldur til nokkurra ára í senn, kannski 3 til 10 ára.“ Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, seg- ir í samtali við ViðskiptaMoggann að Landsvirkjun hafi unnið að því að fjölga viðskiptavinum úr fjöl- breyttum orkuháðum iðngreinum meðal annars til að minnka heildar- áhættu í rekstri félagsins. „Við gerð einstakra samninga er gerð mót- aðilagreining á væntanlegum við- skiptavini. Skilmálar og kjör í samn- ingum Landsvirkjunar endurspegla svo þá áhættu sem felst í viðskipt- unum hverju sinni,“ segir Magnús. Hann bætir við að undanfarin ár hafi Landsvirkjun selt raforku til tveggja hátækni gagnavera, Verne Global og Advania Data Centers. „Bæði fyrirtækin hafa reynst traust- ir viðskiptavinir og við væntum þess að svo verði áfram.“ Gagnaverssamning- ar ekki til langs tíma Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kaupskylda og styttri samningstími er hluti af áhættustýringu vegna sölu á raforku til gagnavera, en mikill meirihluti þeirra hýsir tölvur til vinnslu rafmynta. Morgunblaðið/Ómar Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að ekki séu byggð orkuver sér- staklega fyrir gagnaver eins og gert hefur verið vegna álvera hér á landi. FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA Hagnaður Arion banka dróst saman um 7,3 milljarða á milli ára og nam 14,4 milljörðum króna árið 2017. Athygli vekur að árið 2016 var hrein virðisbreyting lána 7,2 millj- arðar króna en í fyrra einungis 186 milljónir króna. Erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon settu mark sitt á afkomu ársins en niðurfærslur Arion banka á lánum og fjárfestingu í félaginu námu um fjórum milljörðum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa, segir í afkomutilkynningu til Kauphallar Íslands. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sam- þykkti stjórn bankans á mánudag heimild til greiðslu 25 milljarða króna arðgreiðslu. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira sam- ræmi við erlenda og innlenda banka, segir Höskuldur Ólafsson bankastjóri í afkomutilkynningunni. Lán til viðskiptavina jukust um 7% á milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans jókst um 0,1 prósentustig og var 56%. Hækkun varð á rekstr- arkostnaði frá fyrra ári, meðal ann- ars vegna innkomu Varðar sem dótturfélags í lok síðasta árs og aukinna umsvifa Valitor erlendis. Hreinar þóknanatekjur jukust um 10% á milli ára, einkum vegna aukinna umsvifa í greiðslukortum og greiðslulausnum og aukinna um- svifa í lánum. Í afkomukynningu segir að markaðsviðskipti gangi vel en tekjur af fyrirtækjaráðgjöf séu sveiflukenndar og lækki frá fyrra ári. helgivifill@mbl.is Hagnaður Arion 14,4 milljarðar á síðasta ári FJÁRMÁLASTOFNANIR Hagnaður Íslandsbanka dróst sam- an um 7 milljarða á milli ára og var 13,2 milljarðar króna árið 2017. Munurinn skýrist einkum af ein- skiptistekjum af sölu Borgunar á hlutum í Visa Europe sem féllu til á árinu 2016. Arðsemi eigin fjár var 7,5% á árinu, samanborið við 10,2% árið 2016. Stjórn bankans leggur til að nán- ast allur hagnaður síðasta árs verði greiddur í arð til hluthafa eða 13 milljarða króna. Bankinn er í ríkis- eigu. Eiginfjárhlutföll íslensku við- skiptabankanna þriggja eru há í al- þjóðlegum samanburði. Kostnaðarhlutfall bankans jókst um 5,6 prósentustig í 62,5% en sér- tækur bankaskattur og einskiptis- kostnaður eru undanskildir við þann útreikning. Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, sagði á blaðamannafundi að kostnaðarhlut- fallið hefði aukist fyrst og fremst vegna minni vaxtamunar auk minni hagnaðar af hlutabréfum. Stefnt væri að því að kostnaðarhlutfallið færi undir 55%. „Það mun taka okk- ur nokkur ár,“ sagði hann. Það yrði gert með því að leggja aukna áherslu á skilvirkni og rafræna þjón- ustu. Hann sagði að útlán bankans hefðu vaxið nokkuð umfram hagvöxt eða um 10% að nafnvirði. Endanlega tölur um hagvöxt lægju ekki fyrir en væntanlega hefði hann verið um 6%. Birna Einarsdóttir, forstjóri Ís- landsbanka, sagði á fundinum að vöxturinn kæmi víða að og að bank- inn hefði ekki aukið við sig í ferða- geiranum. helgivifill@mbl.is Íslandsbanki greiðir ríkinu 13 milljarða í arð BANKASTARFSEMI Hópur fjárfesta hefur keypt 5,34% hlut í Arion banka af Kaupskilum sem fram að sölunni áttu 57% hlut í bankanum. Fjárfestarnir sem kaupa hlutinn eru annars vegar tveir af nú- verandi hluthöfum bankans, Attestor Capital LLP og Goldman Sachs, og hins vegar sjóðir í stýringu fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja. Attestor Capital og Goldman Sachs eru ekki aðeins hluthafar í bankanum beint heldur einnig í gegnum Kaup- skil. Þeir eru því að kaupa hlutinn af félagi sem að hluta er í þeirra eigu. Hlutdeild þeirra í viðskiptunum er 2,8% á móti 2,54% hlut sjóðastýringa- fyrirtækjanna. Eitt sjóðastýringarfyrirtækjanna fjögurra er Stefnir, sem er stærsta félag sinnar tegundar í landinu. Það er í eigu Arion banka. Hlutdeild þess í viðskiptunum er 0,73% hlutur. Kaup- verðið sem Stefnir reiðir fram nemur 1.300 milljónum króna samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Sjóð- irnir hjá Stefni sem kaupa hlutinn eru Stefnir ÍS-5, Stefnir ÍS-15, Stefnir – Samval og Eignaval – hlutabréf. Fyr- irtækið gefur ekki upp skiptinguna milli sjóðanna fjögurra. Virkjar arðgreiðslurétt Með kaupum fyrrnefndra aðila virkjast réttur Arion banka til skil- yrtrar arðgreiðslu sem getur að há- marki numið 25 milljörðum króna. Fjárhæðin markast hins vegar af því hversu mikið bankinn ákveður að kaupa af eigin bréfum, en samhliða heimildinni til arðgreiðslunnar fékk bankinn heimild til að kaupa í sjálfum sér fyrir allt að 18,8 milljarða króna. Að hámarki getur arðgreiðslan og kaupin á eigin bréfum numið fyrr- nefndri upphæð, 25 milljörðum. Þessi ráðstöfun var bundin því skilyrði að Kaupskil næðu að selja að minnsta kosti 2% hlut í bankanum fyrir 15. apríl næstkomandi. Með fyrrnefndum viðskiptum með bréf í bankanum hafa kaupendurnir tryggt sér allt að 1.335 milljónir króna í formi arðgreiðslu. Hlutdeild Stefnis gæti orðið allt að 182,5 millj- ónir króna. ses@mbl.is Sjóðastýringafyrirtæki í eigu Arion keypti 0,73% í bankanum Morgunblaðið/Eggert Með kaupunum virkjast réttur til allt að 25 milljarða arðgreiðslu Arion banka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.