Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR Við fjármögnum innflutninginn fyrir þitt fyrirtæki Nánari upplýsingar má finna á kfl.is Íslensk verðbréf eru eitt af fáum íslenskum fjármálafyrirtækjum sem hafa höfuðstöðvar sínar utan höfuðborgarsvæðisins, er líka í hópi elstu fjármálafyrirtækja landsins og fagnaði 30 ára afmæli í fyrra. Jón Helgi Pétursson sett- ist í framkvæmdastjórastólinn síðasta sumar. Hverjar eru helstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Helstu áskoranir felast í starfs- umhverfi fyrirtækisins. Það ríkir mikil samkeppni á sviði verð- bréfaviðskipta en á sama tíma eru eðlilega gerðar ríkar kröfur af hálfu löggjafans og opinberra eftirlitsaðila. Það er því verðugt verkefni að ná fram eðlilegri arð- semi rekstrar og um leið að upp- fylla umræddar kröfur. Við erum þó mjög bjartsýn á að ná því fram hjá okkur eftir talsverðar sviptingar undanfarið. Hver var síðasta ráðstefna sem þú sóttir? Sat mjög áhugaverða ráðstefnu hjá samstarfsaðila okkar Aber- deen Standard Life í Edinborg í nóvember síðastliðnum. Það er afar mikilvægt fyrir fjármálafyr- irtæki eins og okkur að hafa öfl- uga samstarfsaðila og þar með aðgengi að upplýsingum um hvað er að gerast í heiminum. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég sæki mest í bækur sem fjalla um fólk fyrr á öldum sem tekst að vinna úr erfiðum að- stæðum án þess þó að gera það á kostnað annarra. Ég reyni að til- einka mér þetta viðhorf í mínu lífi, a.m.k. þar sem það á við. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Fyrst og fremst með sam- skiptum við fólk en einnig með því að lesa mér til um hin ýmsu mál og fylgjast vel með fréttum af fjármálamörkuðum. Hugsarðu vel um líkamann? Almennt séð þá tel ég mig gera það, reyni að borða hollan mat og hreyfa mig. Aftur á móti á ég það til að borða fullmikið, velja mér hreyfingu sem e.t.v. hentar mér ekki sem best og taka of langar pásur frá þeirri tegund hreyfingar sem ég ætti helst að stunda. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Það er svolítið erfitt að svara því þar sem núverandi starf er al- gjör draumastaða. Það væri hins- vegar líka gaman að geta haft það að atvinnu að starfa innan íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Undanfarin 20 ár hef ég verið formaður íþrótta- félags og golfklúbbs og það væri vissulega spennandi að geta helg- að sig slíku starfi að fullu. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Líklega myndi það tengjast sál- fræði eða sögu, sem eru jafn- framt þau fög sem ég hafði minnstan áhuga á þegar ég var yngri. Með árunum hefur áhugi minn hnikast frá því að hugsa einungis um það sem gert er yfir í að hugsa um af hverju eitthvað er gert. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Oft á tíðum geta ákveðnir þættir verið bæði kostir og gallar. Smæð markaðarins er dæmi um slíkt þar sem hún getur verið kostur hvað það varðar að ná til helstu viðskiptavina en að sama skapi galli þar sem möguleikar til sérhæfingar eru takmarkaðri. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég tel að lykillinn að því að ná sem bestum árangri í starfi sé að ná fram góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Því má segja að það sem ég geri utan vinnunnar, hvort heldur sem er að verja tíma með fjölskyldunni, sprikla í fót- bolta eða fara í göngur að hausti, gerir mig orkumeiri og einbeittari í starfi. SVIPMYND Jón Helgi Pétursson, frkvstj. Íslenskra verðbréfa Smæð markaðarins er bæði kostur og galli GRÆJAN Loksins er von á róbot á mark- aðinn sem getur orðið að liði á heimilinu. Aeo- lus á að geta not- að venjulega ryksugu til að halda gólfinu hreinu, og jafn- vel mundað kúst. Ef drasl er á borð- um eða óhreint leirtau tínir Aeolus það upp og setur á sinn stað. Ertu þyrstur en nennir ekki að standa upp úr sófanum? Segðu þá Aeolus að skjótast inn í eldhús fyrir þig og sækja drykk í ísskápinn. Aeolus vakti mikla lukku þegar hann var frumsýndur á CES- raftækjasýn- ingunni í janúar og á róbotinn að vera tilbúinn til afhendingar síðar á þessu ári. Ekki hefur fengist upp- gefið hvað þetta tækniundur mun kosta en framleiðendurnir segja verðmiðann svipaðan og á utan- landsferð fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu. ai@mbl.is Róbot sem hugsar vel um þig Skynjarar vakta umhverfið. Aeolus er á stærð við 12 ára krakka, en mun hlýðnari. NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1994; B.Sc. í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1997; MBA í stjórnun frá The University of Hull 1998. Próf í verðbréfaviskiptum lokið 2001. STÖRF: Ráðgjafi hjá Rekstri og ráðgjöf Norðurlandi ehf. 1998- 2000; sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga 2000-2005; framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. 2005-2016; forstöðumaður rekstr- arsviðs Íslenskra verðbréfa hf. 2016-2017; framkvæmdastjóri Ís- lenskra verðbréfa hf. frá júní 2017. ÁHUGAMÁL: Flestar íþróttir, þá helst knattspyrna og ver ég ef- laust að sumra mati helst til miklum tíma í að fylgjast með því skemmtilega sporti. Er reyndar afar vel kvæntur og er áhugi kon- unnar litlu minni. Tvö yngri börnin æfa knattspyrnu og gerði elsta barnið það líka á yngri árum. Stunda golf af áhuga fremur en getu. FJÖLDKYLDUHAGIR: Er kvæntur Írisi Þorsteinsdóttur leikskóla- kennara og eigum við þrjú börn, Birtu Maríu 18 ára, Þorstein Ágúst 16 ára og Ingu Sóleyju 9 ára. HIN HLIÐIN Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Með árunum hefur áhugi minn hnikast frá því að hugsa einungis um það sem gert er yfir í að hugsa um af hverju eitthvað er gert.,“ segir Jón Helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.