Morgunblaðið - 15.02.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Augljós þörf fyrir öflugt markaðsstarf
Íslenskar sjávarafurðir eiga í vök að verjast og bendir Viðar á að á mörk-
uðum eins og Bretlandi þar sem íslenskur fiskur hefur lengi verið mark-
aðsráðandi og með sterk söguleg tengsl við bresku þjóðina, þá séu neyt-
endur oft ekki meðvitaðir um það að fiskurinn sem þeir borða sé
íslenskur. „Það sem meira er, þá hefur markaðsstarf samkeppnisþjóða
okkar orðið til þess að í huga breskra neytenda er fiskur frá Noregi og
Alaska þekktari en sá íslenski.“
Viðar segir að ekki ætti að vera snúið að fræða neytendur um gæði og
eiginleika vörunnar, og hvernig fiskurinn er veiddur með ábyrgum og
tæknivæddum hætti. Hann bendir líka á að ef markaðsstarfið skilar því að
hærra verð fæst fyrir íslenskan fisk, þá sé kostnaðurinn við markaðs-
setninguna fljótur að borga sig og að jafnvel bara nokkurra prósentustiga
hækkun geti þýtt miklar viðbótartekjur fyrir greinina og þjóðarbúið.
Að styrkja ímynd íslensks fisks bætir líka stöðu íslenskra seljenda
gagnvart erlendum milliliðum. „Í um það bil 90% tilvika er íslenskur fiskur
búinn að missa upprunamerki sitt þegar hann er kominn í hillur verslana,
og það er engin tilviljun. Það þjónar hagsmunum smásalans og heildsal-
ans oft og tíðum best að upplýsa neytendur ekki um upprunalandið, held-
ur geta selt allan fisk á sömu forsendum, hvort sem hann kemur frá Ís-
landi, Noregi, Rússlandi eða annars staðar frá. Það þýðir meiri
sveigjanleika í innkaupum og sterkari stöðu þegar samið er um verð við
framleiðendur, og auðveldar seljendum að setja að meðaltali hærra
miðaverð á fiskinn,“ útskýrir Viðar. „Með því að höfða beint til neytenda
og styrkja vörumerkjavirði íslensks fisks sem fólk er tilbúið að borga
hærra verð fyrir þá batnar staða íslenskra fiskútflytjenda mikið, og dregið
er úr þeirri áhættu sem fylgir því að selja fisk sem neytendur setja á sama
stall og fisk frá öðrum löndum.“
Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi (SFS) ákvað á dögunum að
hefja undirbúning og ýta úr vör sam-
eiginlegri markaðssetningu á ís-
lenskum sjávarafurðum erlendis.
Viðar Engilbertsson var nýlega
ráðinn til SFS sem sérfræðingur í
markaðsmálum og mun hann taka
þátt í stjórnun verkefnisins: „Þessi
hugmynd hefur verið lengi á borðinu
en af ýmsum ástæðum hefur ekki
náðst að koma á koppinn sameig-
inlegri neytendadrifinni markaðs-
setningu fyrr en nú, enda stórt verk-
efni sem krefst víðtækrar
samstöðu,“ segir hann. „Þörfin fyrir
samræmda markaðssetningu ís-
lenskra sjávarafurða hefur þó bara
farið vaxandi, og draga helstu sam-
keppnissþjóðir okkar hvergi af sér.“
Viðar upplýsir að verkefnið hafi
verið í undirbúningi síðan 2014. „Við
erum þegar með nær fullmótað vöru-
merki og þarf ekki nema smiðs-
höggið til að geta haldið af stað af
fullum krafti,“ segir hann og bætir
við að vonast sé til að herferðin fari í
loftið á seinni helmingi þessa árs.
Hnitmiðaðar herferðir
Að svo stöddu fæst ekki uppgefið
hvað markaðsátakið mun kosta en
Viðar segir að um langtímaverkefni
sé að ræða og að einblínt verði á
valda markaði og ákveðna kaup-
endahópa innan hvers svæðis. Yfir-
byggingu markaðssamstarfsins
verður haldið í lágmarki, með yfir-
stjórn í höndum SFS og framkvæmd
í höndum verktaka og samstarfs-
aðila.
„Ætlunin er ekki að gera íslenskan
fisk heimsfrægan, heldur sækja af
meiri krafti inn á þá markaði þar sem
tækifærin eru mest. Á sumum stöð-
um þurfum við að spila varnarleik
eins og í Bretlandi þar sem norskum
sjávarútvegi hefur orðið mikið
ágengt við að styrkja ímynd sína, en
á stöðum eins og Bandaríkjunum og
Frakklandi eru íslenskar sjávar-
afurðir í sókn, og þarf að haga mark-
aðsstarfinu með öðrum hætti.“
ViðskiptaMogginn hefur birt
fjölda viðtala við sérfræðinga sem
rætt hafa um mikilvægi þess að efla
og samræma markaðssetningu
íslensks sjávarfangs á erlendri
grundu. Í Noregi starfar sérstök
markaðsstofa, rekin af ríkinu og fjár-
mögnuð með útflutningssköttum,
sem sinnt hefur markassetningu
norskra sjávarafurða af miklu kappi
frá því snemma á 10. áratugnum. Í
Alaska er sambærilegt verkefni í
gangi og hefur náð verulegum ár-
angri við að styrkja ímynd sjávar-
afurða frá Alaska í huga neytenda.
Viðar segir að verkefnið sem SFS
stendur fyrir í verði minna í sniðum,
enda hafi samtökin úr mun minna
fjármagni að moða en markaðsstofur
sjávarútvegsins í Alaska og Noregi.
„Ef litið er sérstaklega til Noregs, þá
teljum við að forskot okkar liggi í
frumkvæði og framtaki atvinnu-
greinarinnar sjálfrar. Mikil þekking
og reynsla liggur hjá fyrirtækjunum
sjálfum og þau, eða réttara sagt
hagsmunasamtök þeirra, eru því
best til þess fallin að meta og taka
ákvarðanir um markaðssetningu á
erlendum vettvangi,“ segir hann.
„Markaðsstarfið verður hnitmiðað.
Við munum einkum leggja áherslu á
stafræna markaðssetningu, sam-
félagsmiðla og umfjallanir og þannig
ná til vel skilgreindra og móttæki-
legra markhópa með hagkvæmum
hætti.“
Geta lært af Norðmönnum
Stærðarmunurinn er slíkur að lítið
vit væri í því að reyna t.d. að skora
markaðsskrifstofu norska sjáv-
arútvegsins á hólm, en Viðar segir ís-
lenskan sjávarútveg geta lært af
markaðsstarfi Norðmanna til að ná
meiri árangri með minni tilkostnaði.
„Frá byrjun hafa Norðmennirnir
haft úr stórum fjárhæðum að spila og
markaðsstarf þeirra mótaðist á tíma
þegar stafræn markaðssetning og
samfélagsmiðlar voru ekki til. Í dag
má aftur á móti ná nokkuð góðum ár-
angri fyrir frekar lágar upphæðir,
sem er eitthvað sem ekki var mögu-
legt fyrir tíu eða fimmtán árum.“
Markaðsstarf Norðmanna gæti
líka hjálpað íslenskum fiski með því
að greiða leið fisktegunda úr Norð-
ur-Atlantshafi inn á nýja markaði,
t.d. Kínamarkað. Segir Viðar að þeg-
ar Norðmenn hafa rutt brautina,
með ærnum tilkostnaði, gæti íslensk-
ur sjávarútvegur fylgt í kjölfarið og
markaðssett sína vöru með mark-
vissari hætti. „Kína verður líklega
eini „nýi“ markaðurinn sem er til
skoðunar að fara inn á, en sá mark-
aður hefur gríðarleg tækifæri og tal-
ið er að Kína eitt og sér muni standa
undir 50% aukningu á neyslu sjáv-
arfangs í heiminum á næstu 10 árum
samkvæmt nýrri skýrslu Rabo-
bank,“ segir Viðar. „Til að byrja með
mun markaðsátak okkar þó einblína
á þrjá til fimm markaði þar sem ís-
lenskur fiskur nýtur þegar sterkrar
stöðu, og þar sem neytendur ættu að
vera móttækilegir fyrir skilaboðum
um sérstöðu og gæði íslenskra sjáv-
arafurða.“
Hefja sameiginlega mark-
aðssetningu fyrir árslok
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Einblínt verður á þrjá til
fimm valda markaði í mark-
aðsherferð SFS og áhersla
lögð á stafræna markaðs-
setningu, samfélagsmiðla
og umfjallanir til að fræða
neytendur um gæði ís-
lenskra sjávarafurða.
Morgunblaðið/Eggert
„Við erum þegar með
nær fullmótað vöru-
merki og þarf ekki nema
smiðshöggið til að geta
haldið af stað af fullum
krafti,“ segir Viðar.