Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018VIÐTAL fólki gleggri mynd af því hvað við er að fást á þessum markaði hverju sinni.“ Bryndís segir að stundum gæti þess mis- skilnings að Ríkissáttasemjari komi að öllum kjaraviðræðum í landinu. Það sé ekki nema hluti kjaradeilna sem endi á borði embættisins. „Það er mikilvægt að átta sig á því að megin- ábyrgðin á því að ná kjarasamningum liggur hjá viðsemjendum og sem betur fer gengur það oftast þannig fyrir sig að þeir semji án aðkomu okkar. Ef þær aðstæður koma hins vegar upp að aðilar ná ekki saman og samningagerðin strand- ar þá bjóða stjórnvöld í raun upp á þá þjónustu sem felst í þessu embætti. Þá gerist það þannig að samningsaðilar, annaðhvort annar þeirra eða báðir, vísa deilunni til embættisins. Það felur í sér beiðni um atbeina embættisins til að taka við stjórn viðræðnanna í því skyni að reyna að ljúka samningum.“ Þannig hefur ríkissáttasemjari yfirleitt ekki frumkvæði að því að stíga inn í deilur á vinnu- markaði, þótt hann hafi heimild til þess. Þegar mál koma inn á hans borð fer hins vegar af stað ákveðið verklag. „Sáttasemjari er í raun nokkurs konar arki- tekt að vinnuferlinu við samningagerðina. Hann Embætti Ríkissáttasemjara er í Höfðaborg og vistarverurnar eru margar. Hvergi á landinu standa eins langar fundalotur og einmitt þar. Stundum er kyrrlátt á svæðinu en svo færist fjör í leikinn með reglulegu millibili. Þá stendur Bryndís Hlöðversdóttir vaktina ásamt sam- starfsfólki sínu. Þar þarf oft að stíga varlega til jarðar en einnig að halda samninganefndunum við efnið. Hagsmunirnir sem liggja undir eru enda gríðarlegir og hafa áhrif á flest svið íslensks samfélags. Bryndís segir embætti Ríkissáttasemjara hafa tekið breytingum í gegnum áratugina en í gróf- um dráttum sé það nú í sömu mynd og það hefur verið allt frá upphafi níunda áratugarins. „Sáttasemjarastarfið sem slíkt rekur í raun sögu sína aftur til fyrstu áratuga 20. aldar en embættinu í núverandi mynd var komið á fót árið 1980. Fyrir þann tíma gegndu embættismenn ríkisins, sem höfðu annan aðalstarfa þessu hlut- verki en 1. mars 1980 tók Guðlaugur Þorvaldsson fyrstur manna við embætti Ríkissáttasemjara í fullu starfi. Það gjörbreytti öllum aðbúnaði sátta- semjara og reyndar var búið mjög vel að emb- ættinu í upphafi. Þá voru starfsmenn fleiri en í dag og auk þess voru starfandi sáttanefndir sem voru til aðstoðar í törnum. Þetta voru aðstoðar- menn sáttasemjara sem voru honum innan hand- ar í erfiðum deilum. Þannig að það var farið af stað af miklum metnaði með embættið í árdaga þess.“ Sáttamiðlunin er kjarnahlutverkið Hlutverk sáttasemjara er víðtækt en lögin um stéttarfélög og vinnudeilur skilgreina hlutverk hans, þótt sá sem gegni því á hverjum tíma móti það að nokkru leyti. „Meginverkefnið er að veita sáttamiðlun í deil- um á vinnumarkaði en svo hefur ríkissátta- semjari einnig það hlutverk að fylgjast með stöðu og horfum á vinnumarkaði og í atvinnulífi um land allt eins og það er orðað í lögunum. Einnig er það hlutverk embættisins að halda skrá yfir alla gerða kjarasamninga í landinu, hvort sem þeir eru gerðir með íhlutan embættisins eða ekki. Þetta felur í raun í sér einskonar vöktunar- hlutverk gagnvart þessum mikilvæga markaði. Við sem störfum hjá embættinu höfum í tengslum við umbótastarf hér innan húss verið að skoða það hvað þetta þýði í raun og hvaða skyld- ur þetta leggur á okkar herðar. Meðal þess sem sú vinna hefur leitt af sér er að við höfum ákveðið að stórefla miðlun upplýsinga um stöðuna í samn- ingamálunum og teljum slíka miðlun falla undir þetta hlutverk. Við höfum í þessu skyni sett á laggirnar nýja heimasíðu þar sem finna má hald- góðar upplýsingar um kjarasamningana fram- undan, lausa samninga, fjölda vinnustöðvana o.fl. Síðan er enn í þróun en þar er t.d. hægt að sjá tímalínu yfir lausa kjarasamninga sem gefur er sjaldnast sá sem kemur með lausnirnar sem slíkar. Hann hefur fremur það hlutverk að móta umgjörð og ferli sem leitt getur til þess að farsæl niðurstaða fáist. Auðvitað getur sáttasemjari oft komið auga á eitthvað sem getur orðið til að liðka fyrir lausn viðkomandi deilu en alveg eins og samningsforræðið er hjá deiluaðilum sjálfum þá eiga þeir einnig lausnina. Lausnin er sjaldnast embættisins sem slíks.“ Bryndís segir að þegar mál komi inn á hennar borð kalli hún alla jafna eftir viðræðuáætlun og reyni þannig að fá mynd af því hvaða verklagi deiluaðilar sjái fyrir sér að fylgja. „Í kjölfarið er boðað til sáttafunda og ríkis- sáttasemjari stýrir þeim. Við byrjum oft á að ramma inn niðurstöður fyrri viðræðna og skil- greina hvað út af stendur í deilunni. Sáttasemjari heldur skikk á niðurstöðum einstakra funda og leggur jafnvel verkefni fyrir deiluaðila til að vinna í fram að næsta fundi. Þannig er hægt að þoka málum áfram. Það undirstrikar einnig að það gerist ekki allt á fundunum hjá ríkissátta- semjara.“ Eftir að deilu er vísað til ríkissáttasemjara ber honum að boða til funda á tveggja vikna fresti ef hlutir þokast ekki áfram í viðræðum deilenda. „Oftast eru fundirnir haldnir örar enda vilji allra að ná saman. Ef mál eru í góðum farvegi og augljóslega að þokast áfram þá þarf hins vegar ekki að kalla saman fund á vettvangi embættisins á tveggja vikna fresti. Þá gildir að menn séu að hittast og kasta á milli sín lausnum. Þannig að það þarf að spila þetta svolítið eftir aðstæðum og oftast er það gert í góðri sátt við deiluaðila.“ Hefur verkfæri en mætti hafa fleiri Lög um stéttarfélög og vinnudeilur gera ráð fyrir að ríkissáttasemjari geti lagt fram svo- kallaðar miðlunartillögur. Það er verkfæri sem embættinu er fært í hendur en því er aðeins beitt í neyð. Nauðsynlegt að breyta verk Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir hefur ekki setið auðum höndum frá því að hún var skipuð ríkissáttasemjari í júní 2015. Frá þeim tíma hafa tugir kjarasamninga verið gerðir undir handleiðslu embættisins en einnig hefur verið unnið að ýmsum um- bótum í starfsemi embættisins. Á þessu ári og því næsta renna hundruð kjarasamninga sitt skeið og staðan því viðkvæm á vinnu- markaði. Bryndís telur mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins ásamt stjórnvöldum leggi sig fram um að byggja upp traust sín á milli. Hún bindi vonir við að samtal stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði sem nú stendur yfir sé skref í þá átt. ” Annars staðar á Norður- löndum er hægt að fresta verkfalli í allt að fimm vikur. Þá geta sáttasemjarar þar gripið til fleiri úrræða til að þoka málum áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.