Morgunblaðið - 15.02.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Fyrir nokkrum árum, þegar ég var að
sanka að mér upplýsingum um fjár-
hagslega áhættu og hvar hún gæti
leynst, átti ég áhugavert samtal við
hagfræðing hjá rannsóknarsviði
bandaríska fjármálaráðuneytisins.
Hún benti mér á að skoða lána- og
skuldabréfaviðskipti stærstu og rík-
ustu fyrirtækjanna, á borð við Apple
og Google. Á markaði þar sem vextir
eru lágir stunduðu þessi félög, sem
eru með hagnað upp á milljarða dala
á ári og mjög gott lánstraust, að gefa
út skuldabréf á afar lágum vöxtum og
nota andvirðið til að kaupa skuldabréf
annarra fyrirtækja með hærri ávöxt-
unarkröfu.
Í leit að bæði betri ávöxtun og
verkefnum fyrir peningana sína, þá
væru fyrirtækin á vissan hátt farin að
hegða sér eins og bankar, og taka
stórar kjölfestustöður í nýjum
skuldabréfaútboðum fyrirtækja og í
raun sölutryggja þær á svipaðan hátt
og JP Morgan eða Goldman Sachs
myndu gera. Þar sem þessi sömu
fyrirtæki þurfa ekki að fylgja sömu
reglum og bankar þá var erfitt að sjá
nákvæmlega hvað þau voru að kaupa,
hve mikið þau voru að kaupa, og hver
áhrifin gætu verið fyrir markaðinn.
En engu að síður væri það áhugavert
að tæknifyrirtæki með mikið laust fé
væru farin að verða kerfislega mikil-
væg á fjármálamarkaði.
Á við gjaldeyrisforða Kína
Þess vegna hef ég legið vandlega
yfir nýrri skýrslu frá Credit Suisse
sem bæði staðfestir kenninguna og
mælir hversu mikið umfang þessara
viðskipta er. Hagfræðingurinn Zoltan
Pozar hefur gert tæknilega greiningu
á þeim 1.000 milljörðum dala sem
bandarísk fyrirtæki eiga erlendis og
hafa fjárfest í auðseljanlegum eignum
– upphæð sem jafnast á við allan
gjaldeyrisforða Kína. Þetta eignasafn
er vel þess virði að skoða, ekki bara
vegna þess að það er af þeirri stærð
sem getur breytt stefnu markaða,
heldur líka vegna þess að allur þessi
auður varð til vegna efnahagslegra
„glæpa“ – kaupauðgistefnu í tilviki
Kína og skattalágmörkunar í tilviki
fyrirtækjanna.
Um 80% af þessum aflandseignum
tilheyra þeim 10% fyrirtækja sem eru
stærst og reiða sig mest á tekjur af
hugverkum, svo sem Apple, Micro-
soft, Cisco, Oracle og Alphabet.
Hagnaður þeirra er einkum til kom-
inn af notkun hugverkatengdra eigna
og því auðvelt að færa frá einu landi
til annars. Sjóðir þeirra utan Banda-
ríkjanna hækkuðu úr um það bil 100
milljörðum dala árið 2008 upp í 700
milljarða árið 2016. Og samkvæmt út-
reikningum Pozsars er megnið af
þessum peningum ekki geymt sem
reiðufé heldur sem skuldabréf. Raun-
ar er meira en helmingurinn bundinn
í fyrirtækjaskuldabréfum.
„Reiðuféð“ er í raun skuldabréf
Þessi margumtalaði „peninga“-
stafli sem bandarísk fyrirtæki
geyma í öðrum löndum, og er fjár-
sjóður sem repúblikanar hafa nefnt
sem helstu ástæðuna fyrir misráðn-
um „umbótum“ sínum á skatta-
regluverkinu vestanhafs, er í raun
risastórt skuldabréfasafn.
Hvað þýðir það síðan? Margt og
mikið. En byrjum samt á því aug-
ljósasta, sem er að skuldabréf eru
ekki það sama og reiðufé. Ef fyrir-
tæki eiga að flytja erlendar eignir
sínar aftur inn í Bandaríkin og nota
til að fjárfesta í verkefnum sem
hjálpa bandaríska hagkerfinu að
vaxa, líkt og Donald Trump hefur
lofað að muni gerast, þá munu þau
þurfa að selja skuldabréfasafnið.
Það myndi hafa alvarleg áhrif á
vaxtaþróun. Höfum hugfast að
Seðlabanki Bandaríkjanna er farinn
að grynnka á eignasafni sínu. Bæt-
um svo við það samsvarandi grynnk-
un hjá fyrirtækjum, eða „echo-
taper“ eins og það er kallað í skýrslu
Credit Suisse, og þá er heill hell-
ingur af skuldabréfum kominn á
markaðinn sem hlýtur að ýta ávöxt-
unarkröfunni upp, og kannski hrað-
ar en markaðurinn er að reikna með
í dag. Síðast í liðinni viku sáum við
hversu mikil áhrifin minniháttar
breyting á væntingum fjárfesta get-
ur haft á vaxtaþróun.
Ekki notað í uppbyggingu
Annað atriði sem þarf að hafa í
huga er að sala á skuldabréfum og
fjárfesting í Bandaríkjunum myndi
hafa sáralítil áhrif á raunhagvöxt.
Fjármálastjórar fyrirtækjanna sem
hlut eiga að máli hafa þegar sagt það
mjög skýrt að þeir fjármunir sem
verða teknir aftur inn í Bandaríkin
verði að stærstum hluta notaðir í
samruna og yfirtökur, arðgreiðslur
og endurkaup hlutabréfa, en ekki til
að byggja verksmiðjur eða hækka
laun.
„Það verða góðar fréttir fyrir þá
sem eiga þessi hlutabréf, en ekki mik-
ið meira en það,“ segir Pozar. „Þessir
1.000 milljarðar dala af aflandsfé
staðfestir ýmislegt sem [Thomas]
Piketty [höfundur Capital in the
Twenty First Century] hefur sagt.“
Margir munu græða eða tapa fúlg-
um fjár í þeim fjármagnshræringum
sem vænta má á næstu tveimur árum.
Væntanlega verður búið að ganga frá
flestum samningunum árið 2020 þeg-
ar boðað verður til forsetakosninga á
ný og reglurnar gætu breyst enn eina
ferðina. En ekkert ætti að breytast
hvað varðar hagvaxtarhorfur í raun-
hagkerfinu. Við erum enn á lokastig-
um efnahagsbataskeiðs, með stöðnun
í framleiðni og lýðfræði, og megum
vænta minni frekar en meiri hag-
vaxtar á komandi árum. Gjáin á milli
fjármálakerfis Wall Street og sjálfs
hagkerfisins hefur aldrei verið greini-
legri.
Opnað fyrir flæði fjármagns
Raunar er líklegt að skattaáform
repúblikana muni breikka gjána enn
frekar, með því að gera stórfyrir-
tækjum auðveldara að flytja peninga
á milli landa. Með því að breyta kerf-
inu þannig að aðeins þarf að greiða
skatta af tekjum sem verða til innan-
lands, þá þurfa bandarísk fyrirtæki
ekki lengur að spila þann leik að gefa
út skuldabréf til að kaupa önnur
skuldabréf. Þau geta einfaldlega fært
peningana þangað sem þeim hentar.
Á sama tíma og verndartollastefna og
andúð í garð innflytjenda njóta vax-
andi hljómgrunns gæti þetta leitt til
þess að andstaða við hnattvæðingu
eykst enn frekar, ef við skilgreinum
hnattvæðingu sem frjálst flæði vara,
fólks og fjármagns. Eins og Pozar
orðar það: „Bandaríkin eru annars
vegar að taka verndartollastefnu opn-
um örmum, og hins vegar að ryðja úr
vegi hindrunum á flæði fjármagns“.
Ef almenningi mun áfram þykja sem
hnattvæðingin virki litla manninum í
óhag, þá má stóla á að meira mun
bera á popúlisma í pólitíkinni.
En í þetta skiptið mun gremja
kjósenda ekki beinast að stóru
bönkunum, heldur að stærstu og rík-
ustu fyrirtækjum heims. Rétt einsog
Rothschild-fjölskyldan fór frá því að
stunda viðskipti yfir í að fjármagna
viðskipti þegar hún hafði úr nægilegu
fjármagni að ráða, þá gætu fjársterk
fyrirtæki – sér í lagi stóru tæknifyrir-
tækin – reynst vera fjármálaverk-
fræðingar okkar tíma. Vonum bara
að stjórnir þessara fyrirtækja hafi
hugsað til enda hvað það mun
hafa í för með sér.
Tæknifyrirtækin orðin fjárfestingarbankar
Eftir Rönu Foroohar
Í leit að verkefnum fyrir
peningana sína eru stóru
tæknifyrirtækin í raun
farin að sölutryggja
skuldabréfaútboð á svip-
aðan hátt og fjárfesting-
arbankar myndu gera.
AFP
Megnið af peningum stóru bandarísku tæknifyrirtækjanna er ekki geymt sem reiðufé heldur í formi skuldabréfa.
Skiptirofi fyrir rafstöðvar.
Sjálfræsibúnaður í skáp
gangsetur rafstöðina
sjálfkrafa við rof veitu.
Rofarnir eru frá 40A til
2000A
Ekki bíða eftir næsta óveðri
- hringdu núna.
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
C44 D5 / 35 kW
C90 D5 / 72 kW
Vélasalan býður upp á mikið úrval af rafstöðvum
frá Cummins. Rafstöðvarnar eru fáanlegar
frá 17 kW til 440 kW 50-60Hz, opnar eða í
hljóðeinangruðu húsi með innbyggðan olíutank.
GTEC