Morgunblaðið - 15.02.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018 13SJÓNARHÓLL
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
BÓKIN
Carter Cast veit sínu viti þegar kem-
ur að því að byggja upp góðan
starfsferil. Hann er prófessor við
Kellog School of Management þar
sem hann þjálfar viðskiptaleiðtoga
framtíðarinnar. Cast vill meina að
um 98% alls fólks á
vinnumarkaði sé í
einhverri hættu á að
missa starf sitt vegna
bresta sem hægt er
að laga og að það
hendi nærri annan
hvern mann að mis-
tök, skammsýni, eða
ósiðir sem hefði verið
hægt að bæta úr
verða til þess að þeim
er sagt upp störfum
einhvern tíma á lífs-
leiðinni. Að mati Cast
erum við mörg mun
nær atvinnumissi en okkur grunar.
Sjálfur virtist Cast vera á góðri
leið með að príla upp á toppinn í
bandarísku atvinnulífi, þegar hann
var kallaður inn á teppið og skamm-
aður fyrir þrjósku og óhlýðni og
munaði sáralitlu að hann yrði rek-
inn. Skammirnar urðu til þess að
Cast fór að velta því rækilega fyrir
sér hvernig hann komst í þá stöðu að
missa nærri því starfið og hvað það
er sem þarf til að starfsferillinn
verði eins og í sögu.
Cast er höfundur bókarinnar The
Right – and Wrong – Stuff: How
Brilliant Careers are Made and
Unmade.
Í bókinni útlistar
Cast m.a. fimm
staðalmyndir fólks
sem finna má í flest-
um fyrirtækjum, og
má reikna með að
hlaupi á endanum á
vegg, hvort sem það
er vegna hroka og til-
litsleysis í garð ann-
arra, að reiða sig of
mikið á leiðsögn yfir-
boðara ellegar ein-
blína of mikið á smá-
atriði frekar en
heildarmyndina.
Sökin liggur, að mati Cast, ekki
aðeins hjá einstaklingnum sjálfum,
heldur líka hjá fyrirtækjunum sem
einblína of mikið á styrkleikana og
vanrækja að benda starfsmönnum á
það á hvaða sviðum þeir þurfa að
bæta sig. ai@mbl.is
Ekki fara út af
sporinu í vinnunni
Á morgun eru 98 ár frá því að Hæstiréttur Ís-lands tók til starfa. Hann var stofnaður íkjölfar þess að Ísland varð fullvalda ríki ár-
ið 1918. En þetta eru ekki einu tímamótin sem
Hæstiréttur stendur á. Er þar vísað til stofnunar
Landsréttar sem tók til starfa um áramótin. Frá
því að Hæstiréttur tók til starfa 16. febrúar árið
1920 og til síðustu áramóta voru dómstig hér á
landi tvö. Með stofnun Landsréttar eru dómstig
orðin þrjú; héraðsdómstólar sem eru staðbundnir,
Landsréttur sem nær til landsins alls og Hæsti-
réttur sem einnig tekur til alls landsins. Helstu
röksemdir fyrir stofnun Landsréttar voru í fyrsta
lagi að með þágildandi fyrirkomulagi var farið í
bága við meginregluna um milliliðalausa sönnunar-
færslu þar sem á áfrýjunarstigi
fór vitnaframburður almennt
ekki fram. Í öðru lagi var talið
að á skorti að sérfróðir með-
dómendur gætu komið að mál-
um á áfrýjunarstigi. Í þriðja
lagi, og ekki síst, var talið ljóst
að álag á Hæstarétti væri óhóf-
legt og hætta á að fordæmis-
gildi dóma yrði minna en æski-
legt væri.
Með tilkomu Landsréttar
mun hlutverk Hæstaréttar breytast verulega. Áður
var unnt að áfrýja málum héraðsdómstóla til
Hæstaréttar og voru litlar takmarkanir á því að
aðilar gætu leitað endurskoðunar á dómum í héraði
en hagsmunir mála þurftu að vera af tiltekinni
fjárhæð, áfrýjunarfjárhæð, sem var undir einni
milljón króna. Þá var heimilt að óska eftir sérstöku
áfrýjunarleyfi ef hagsmunir náðu ekki áfrýj-
unarfjárhæðinni. Aðgengi að Hæstarétti var því
mjög mikið. Fjöldi mála í Hæstarétti var mjög
mikill og til að mynda yfir 800 mál á ári, frá 2013.
Eftir stofnun Landsréttar verður hlutverk
Hæstaréttar einkum að vera fordæmisskapandi
dómstóll sem lægra settir dómstólar geta litið til.
Fjöldi dómara mun fara úr níu í sjö og fimm dóm-
arar skipa hvert mál eða sjö í einstökum málum.
Mál verða aðeins tekin fyrir í Hæstarétti á grund-
velli áfrýjunarleyfis sem rétturinn mun veita en
áður var málum áfrýjað hvað sem leið afstöðu rétt-
arins sjálfs til málsins fyrir fram. Leiðir til áfrýj-
unar verða tvenns konar. Í fyrsta lagi, sem á við
sem meginregla, að áfrýjun verði frá Landsrétti til
Hæstaréttar og í því tilviki er mál tekið fyrir á
þremur dómstigum. Skilyrði fyrir áfrýjun með
þessum hætti eru fremur ströng, þ.e. að mál „hafi
verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikil-
væga hagsmuni þess sem leitar áfrýjunarleyfis.“ Þá
getur Hæstiréttur veitt slíkt leyfi ef ástæða er til
að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða
Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur
Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða
efni. Í öðru lagi verður í ákveðnum tilvikum heimilt
að áfrýja héraðsdómum beint til Hæstaréttar þann-
ig að ekki komi til neinnar
aðkomu Landsréttar. Enn
strangari skilyrði eru fyrir
þessari leið heldur en við
áfrýjun frá Landsrétti eða að
„þörf sé á að fá endanlega
niðurstöðu Hæstaréttar með
skjótum hætti og niðurstaða
málsins geti verið fordæmis-
gefandi, haft almenna þýð-
ingu fyrir beitingu réttar-
reglna eða haft verulega
samfélagslega þýðingu að öðru leyti.“ Ennfremur
er það skilyrði, sem tengist milliliðalausri sönn-
unarfærslu, að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar skal
ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í
málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunar-
gildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir
héraðsdómi.
Eins og hér hefur verið lýst er ljóst að verulegar
breytingar hafa orðið með tilkomu Landsréttar
varðandi áfrýjun mála til Hæstaréttar. Hlutverk
æðsta dómstóls landsins mun taka stakkaskiptum.
Eins og kom fram hér fyrr hafa ný mál fyrir
Hæstarétti verið yfir 800 undangengin ár. Með
þeim breytingum sem gerðar hafa verið á dóm-
stólalöggjöf má búast við að árlega verði mál fyrir
Hæstarétti innan við hundrað. Fjöldi mála er þó
undir réttinum sjálfum kominn og á eftir að koma í
ljós hvernig hann túlkar skilyrðin um áfrýjun.
Hæstiréttur á tímamótum
LÖGFRÆÐI
Eiríkur Elís Þorláksson,
dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
”
Verulegar breytingar
hafa orðið með tilkomu
Landsréttar varðandi
áfrýjun mála til Hæsta-
réttar. Hlutverk æðsta
dómstóls landsins mun
taka stakkaskiptum.