Morgunblaðið - 15.02.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2018FÓLK
Landsnet Ásmundur Bjarnason hefur verið ráðinn í starf
forstöðumanns upplýsingatækni Landsnets þar sem hann
mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum
fyrirtækisins. Í tilkynningu kemur fram að Ásmundur er
menntaður rekstrarverkfræðingur M.Sc. frá Álaborgar-
háskóla og tölvunarverkfræðingur frá HÍ. Hann hefur
undanfarið ár starfað við upplýsingatækniráðgjöf hjá KPMG á Íslandi og
þar á undan var hann forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.
Ráðinn í starf forstöðumanns upplýsingatækni
SPROTAR
Kvika Lilja Jensen mun taka sæti í framkvæmdastjórn
Kviku. Lilja hefur starfað hjá Kviku, áður MP banka, frá
árinu 2012 og sem yfirlögfræðingur bankans frá árinu
2015. Lilja er með BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Íslands og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Íris Arna Jóhannsdóttir verður yfir skipulagsþróun sam-
stæðu. Hún mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri á
skrifstofu forstjóra og sinna ýmsum málum fyrir dóttur-
félög bankans sem stjórnarformaður Kvika Securities í
London og lögfræðingur Júpíters. Íris Arna var yfirlögfræð-
ingur Virðingar hf. frá árinu 2016 og fram að samruna Virð-
ingar og Kviku. Íris Arna er með kandídatspróf í lögfræði
frá Háskóla Íslands og LL.M-gráðu í banka- og fjármála-
lögfræði frá The London School of Economics and Politi-
cal Science.
Ólöf Jónsdóttir mun veita forstöðu stefnumótun og
rekstrarstjórnun. Hún mun leiða þróunar- og umbótaverk-
efni sem liggja þvert á deildir bankans og stýra rekstrar-
nefnd bankans. Ólöf starfaði hjá Auði Capital og síðar Virðingu frá árinu
2008 og fram að samruna Virðingar og Kviku, m.a. sem fjármálastjóri og
framkvæmdastóri rekstrarsviðs og forstöðumaður áhættustýringar og
upplýsingatæknisviðs. Ólöf er með B.Sc í véla- og iðnaðarverkfræði frá
Háskóla Íslands og M.Sc í aðgerðarrannsóknum frá The London School
of Economics and Political Science.
Skipulagsbreytingar hjá Kviku banka
VISTASKIPTI
Að mati Tommy Ahlers er mikilvægt
að þegar stjórnvöld styðja við bakið á
nýsköpun og sprotastarfi að þau var-
ist þá freistingu að reyna að velja
hverjir munu standa uppi sem sigur-
vegarar. Hann segir líka að ný tækni
og nýjar lausnir muni valda víð-
tækum breytingum á samfélagi og
vinnumarkaði, en þar sé samt lítið að
óttast og geti valdið miklu tjóni ef
brugðist er við með því að reyna að
hægja á komu fjórðu iðnbyltingar-
innar með inngripum og verndar-
stefnu.
Tommy er einn af fremstu leiðtog-
um danska sprotasamfélagsins, situr
í frumkvöðlaráði og tæknirofsráði
Danmerkur og flutti erindi á Við-
skiptaþingi sem haldið var í gær.
Um þær breytingar sem fjórða iðn-
byltingin mun hafa í för með sér segir
Tommy að ekki þurfi að hafa áhyggj-
ur af að gervigreind og sjálfvirkni
muni gera stóra hópa fólks atvinnu-
lausa. Ný störf verði til í stað þeirra
gömlu, nema hvað það verða störf þar
sem mannshöndin skapar meiri verð-
mæti og gagnast fleirum. „Þegar
sjálfakandi bílar munu koma á göt-
urnar má t.d. reikna með að fækki
mikið í stétt leigubílstjóra. En þar
með er ekki sagt að þeir sem vinna
við akstur í dag þurfi að mæla göt-
urnar, því það mun enn þurfa fólk til
að hafa eftirlit með sjálfakandi bíl-
unum. Og hver verður þá betur til
þess fallinn en reyndur atvinnubíl-
stjóri að vakta heilu flotana af bílum
úr fjarska og geta gripið inn í ef vand-
ræði koma upp? Þekking þeirra mun
áfram nýtast, og þarf ekki mikla við-
bótarþjálfun fyrir þetta nýja hlut-
verk, en munurinn verður sá að einn
maður mun getað hjálpað hundruð-
um viðskiptavina að komast á milli
staða samtímis, frekar en að geta að-
eins ekið eina ferð í einu ef hann sæti
sjálfur á bak við stýrið.“
Þurfa sveigjanlegt menntakerfi
Tommy vill leiðrétta þann mis-
skilning að í sjálfvirkni- og gervi-
greindarvæddu hagkerfi verði aðeins
í boði störf fyrir tölvusnillinga. „Ég
kann t.d. ekki sjálfur gervigreindar-
forritun, en hef samt engar áhyggjur
af framtíðinni. Það sem ég hef frekar
áhyggjur af er að fólk taki að
örvænta, og að stjórnmálamenn
gangi á lagið líkt og við höfum t.d. séð
gerast í Bandaríkjunum með kjöri
Trumps sem halda má fram að hafi
verið komið í embætti af kjósendum
sem óttast að falla á milli þilja í þeim
breytingum sem eru handan við
hornið.“
Þar með er ekki sagt að ekki sé
hægt að stuðla að því að breyting-
arnar gangi sem best og sársauka-
lausast fyrir sig. Tommy segir öflugt
og sveigjanlegt menntakerfi vera
sterkasta tækið til að hjálpa sem
flestum að ná að aðlagast nýjum kröf-
um vinnumarkaðarins. „Eitt af því
sem þarf að gerast er að við hugsum
menntakerfið upp á nýtt. Það gengur
ekki lengur að láta fólk fara í háskóla
í nokkur ár í kringum tvítugt og
sleppa því svo lausu út á vinnumark-
aðinn um hálfþrítugt og láta þar við
sitja. Það gæti þurft að vera regla
frekar en undantekning að t.d. í
kringum 35 ára aldurinn taki fólk sér
hlé frá störfum í eitt eða tvö ár og
bæti við sig menntun á nýju sviði, og
setjist kannski aftur á skólabekk í
hálft ár 40 eða 45 ára gamalt.“
Menntakerfið myndi þurfa að geta
tekið við þessum nemendum, og sinnt
þörfum þeirra rétt, og eins þyrfti
vinnumarkaður og námslánakerfi að
koma til móts við þá: „Þetta fólk er
komið á annan stað í lífinu hálffertugt
eða hálffimmtugt, með börn á sínu
framfæri og ýmsar fjárhagslegar
skuldbindingar, og þarf á annars kon-
ar stuðningi að halda en ungir náms-
menn.“
Einstaklingarnir þurfa líka að bera
ábyrgð á sjálfum sér, að sögn
Tommy, og ekki ætlast til þess að
aðrir hugsi fyrir því hvernig þau geta
orðið best í stakk búin fyrir kröfur
vinnumarkaðarins. „Sumir virðast
hugsa sem svo að þeir hafi gert nóg
með því að fá framhaldsmenntun, og
vinna svo í fimm eða tíu ár, og reka
sig svo á að þekking þeirra og kraftar
nýtast ekki lengur – að finnst að þá sé
það einfaldlega hlutverk stjórnvalda
að gefa þeim pening.“
Elti englafjármagnið
Bæði á Íslandi í Danmörku er
stjórnvöldum mjög í mun að leggja
sprotafyrirtækjum lið og stuðla að
nýsköpun. Tommy segir að vissulega
fyrir þessar tvær litlu og vel mennt-
uðu þjóðir felist mjög spennandi
tækifæri í þeirri tæknibyltingu sem
er í sjónmáli, en stuðningurinn við ný-
sköpunina verði að taka mið af skila-
boðum markaðarins. „Það er ekki
góðs viti ef stjórnvöld ákveða upp á
sitt eindæmi að leggja t.d.
ofuráherslu á róbotatækni eða þróun
gervigreindar. Stjórnvöld eru ekki
góð í að velja sigurvegara, heldur
þarf markaðurinn að finna það út og
gera til þess hundruð og þúsundir til-
rauna með ólíkum fyrirtækjum og
frumkvöðlum,“ útskýrir Tommy. „Ef
stjórnvöld vilja hjálpa, þá ættu þau að
fara leiðir á borð við að láta viðbót-
arfjármagn fylgja fjárfestingum
englafjárfesta; láta markaðinn koma
auga á efnilegu hugmyndirnar og
gefa þeim síðan meiri stuðning. Það
er einmitt þetta sem var gert með
góðum árangri á stöðum eins og
Ísrael og Kísildal, þar sem framlög
frá hinu opinbera fylgdu fjármagni
einkaaðila.“
Þar með er ekki sagt að stjórnvöld
megi ekki setja metnaðarfull mark-
mið á ákveðnum sviðum. Skýr og já-
kvæð skilaboð stjórnmálamanna geti
hleypt eldmóði í frumkvöðla og laðað
að bæði fjármagn og hæfileikafólk.
Minnist Tommy t.d. frægrar ræðu
John F. Kennedy frá 1961 þar sem
hann setti stefnuna á tunglið, eða
þegar Barack Obama sagðist árið
2016 vilja sjá Bandaríkin finna lækn-
ingu við krabbameini. „Skýr og kröft-
ug sýn getur verið mjög öflugt tæki,
en það þýðir ekki að stjórnvöld séu
endilega með lokasvarið, og viti bestu
leiðina að settu marki.“
Tommy segir þvert á móti að þegar
stjórnmálamenn leita lausna þá hætti
þeim oft til að velja verkefni sem geta
verið nokkurs konar minnisvarðar
um embættistíð þeirra: stórar bygg-
ingar og verksmiðjur sem hægt er að
taka skóflustungu að, og síðan vígja
með því að klippa á borða að fjöl-
miðlum viðstöddum. „Við sjáum
þessa hegðun t.d. í danska heilbrigð-
iskerfinu um þessar mundir, þar sem
reynt er að bæta kerfið með því að
byggja fimm nýja og dýra „ofur“-
spítala. Á sama tíma hefur verið beint
á að eitt af undirstöðuvandamálum
danskrar heilbrigðisþjónustu er lé-
legur hugbúnaður, og eitthvað sem
hægt væri að laga á tiltölulega ódýr-
an og einfaldan hátt – nema hvað það
tíðkast ekki að klippa á borða og kalla
til fréttamenn þegar nýr hugbúnaður
er tekinn í notkun.“
Stuðningurinn elti einkafjármagnið
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Skynsamlegt er að fylgja fordæmi Ísraels og Kísildals
þegar kemur að aðstoð stjórnvalda við sprota og ný-
sköpun. Danskur nýsköpunarfrömuður segir vinnumark-
að fjórðu iðnbyltingarinnar kalla á að fólk getið tekið sér frí
frá störfum á fertugs- og fimmtugaldri til að mennta sig.
Tommy Ahlers segir stjórn-
völd ekki geta vitað hvað
verður ofaná, heldur þurfi
hundruðir og þúsundir
tilrauna í atvinnulífinu
til að finna sigurvegarann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
! "#$ %&'&' ()*
+,-.&' / 0 $ 1