Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 2
Sænski múslímaðurinn Paulúns hefur nú bætt við vörulínu sína Paleo kókos granóla sem inni- heldur náttúruleg hráefni. 82% innihaldsins eru ristaðar hnetur, fræ og kókos. Enginn viðbættur sykur er í granólanu en það fær sæta bragðið úr kanil og sætum kartöflum. Granólað er með hátt innihald af trefjum og próteini ásamt E vítamíni, þíamíni og járni. Þetta finnst okkur sniðugt! Granólað fæst meðal annars í Nettó. Paleo sykurlaust granóla Inniræktun Matjurta er gullfalleg og virkilega eiguleg bók sem kemur út 1. Mars hjá Forlaginu. Það er meðal annars farið yfir hvaða kryddjurtir henta í kokteila og hvernig skuli stílisera kryddplöntu-kokteilvagn og halda plöntunum á lífi. Bók sem allir gourmet- grallarar verða að lesa 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Tobba Marinósdóttir Blaðamenn Tobba Marinósdóttir tobba@mbl.is, Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Krist- björg Sigurjónsdóttir. Þessi hvíti, látlausi kökustandur mun sóma sér vel á páska- eða ferming- arborðinu. Hvítur og lekker með skemmtilegu gylltu handfangi. Vinir okkar hjá Ikea passa líka að verðið sé vinalegt. Ikea, 2.490 krónur. Mínimalískur kökustandur Líklegt til vinsælda … Við kíktum í nokkrar verslanir og rákum augun í nokkra snilld- arhluti sem ekki þykir ólíklegt að seljist upp á næstu vikum. Gígja Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir safna nú fyrir Katta- kaffihúsi sem verður opnað inn- an skamms á Bergstaðastræti 10a. Hægt er að leggja þeim lið á Karolinafund.is en kaffihúsið verður virkilega smart, guð- dómlegt veggfóður og gæfir kettir munu án efa slá í gegn. „Við erum að opna fyrsta kattakaffihúsið á Íslandi! Við verðum með notalega stemn- ingu þar sem kettir geta hitt nýja eigendur og fólk getur fengið sér góðan kaffibolla,“ segja kaffi- glöðu kattavinkonurnar. Morgunblaðið / Hari Kattakaffi- húsið Í dag þykir það ekki hægt að bjóða fólki heim í, hvað þá birta myndir á samfélagsmiðlum af eld- húsum sem eru minna en ákaflega smart. Jafnvel þó þú búir í holu eða stúdíóíbúð sem telur örfáa fermetra þá er nánast skylda að þar sé einhver marmari og guð hjálpi þér ef það litla sem þú átt af matarstelli er ekki merkjavara. Samfélagsmiðlar myndu úthrópa þig karaktersubbu og metn- aðarlausan einstakling, jafnvel umhverfissóða. Því ef ekki merkjastell hvað þá? Frauðplastglös og pappad- iskar sem kæfa allt lífríki í umhverfinu og gera fram- tíð barna þinna sótsvarta af eymd og volæði latra og ólekkerra foreldra. Það eina sem er í raun jákvætt við þig sem býrð í ljóta eldhúsinu er að þú ert fyrirtaks fórnarlamb í fyr- ir/eftir atlögu þar sem eldhúsið og þú um leið færð uppreisn æru. Allt skal vera topp gæði, innflutt, ex- ótískt, sérsmíðað og litir sérblandaðir. Eða hvað? Þrátt fyrir aukinn metnað í hýbýlum fólks og hlýn- andi efnahag er það þó áberandi að útsjónarsemi virð- ist vaxa og dafna og endurnýting blómstrar. Fólk virðist hugsa í auknum mæli um umhverfi sitt og að það að endurnýta sé ekki merki um nísku heldur um- hverfisvitund og útsjónarsemi. Stoltið sem greina má hjá viðmælendum okkar þegar útlistað er hvernig gerð voru góð kaup er til fyrirmyndar. Ikea innrétt- ingar lifa góðu lífi í mörgum af fegurstu eldhúsum landsins og klassískt útlit sem eldist vel er almennt upplegg. Einnig vekur það athygli og aðdáun hve oft þreyttar innréttingar þurfa lítið annað en málningu, nýjar höldur og annað smálegt til að lifna aftur við og geisla af sjálfstrausti. Ekki ólíkt mér sjálfri. Þó að mínar eigin höldur séu þó enn óuppgerðar. Tobba Marinósdóttir Ljót eldhús mega líka lifa Ljósmynd/Íris Ann Við höfum ítrekað dásamað sous vide-tæknina en um leið barmað okkur yfir plasteyðslunni sem henni fylgir. Nú loksins fást hér- lendis endurnýtanlegir plastpokar sem hægt er að nota til sous vide- eldunar, frysta, setja í örbylgjuofn- inn eða geyma nestið í. Svo má setja þessar elskur í uppþvottavél- ina. Elko, frá 1.795 krónum. Endurnýtan- legir sílíkon- pokar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.