Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Asískt nautakjöts-salat Dressing fyrir 2 3 msk bragðlítil ólífuolía 1 límóna, safinn 2 tsk fiskisósa 1 msk sykur klípa salt 1 msk kóríander smátt saxað 2 hvítlauksgeirar Aðferð: Merjið kóríander og hvít- lauksgeira í morteli ásamt 1 msk af olífuolíu. Blandið vel saman þangað til gott mauk hefur myndast. Bætið 1-2 msk af olíunni og rest- inni af innihaldsefnunum og blandið vel saman. Hellið dressingunni í fallega skál. Salat 250 g nautakjöt (til dæmis innralæri) 1/2 msk olía Salt og pipar 75 g klettasalat 1 dl kirsuberjatómatar 1/4 rauðlaukur, mjög fínt skorinn niður 1/2 agúrka 1 dl kóríander 1 rauður chili Aðferð: Takið nautakjötið út úr ís- skápnum og geymið við stofuhita í 3-4 tíma fyrir eldun. Piprið það og hitið steikarpönnu vel, steikið kjötið þangað til það er eldað eins og ykkur finnst best. Lát- ið kjötið jafna sig við stofuhita á meðan salatið er útbúið. Skolið og þerrið klettasalatið vel, raðið því svo á fallegan disk. Skerið kirsuberjatómatana í helminga, skerið rauðlaukinn mjög fínt niður, skerið agúrkuna niður í þunnar lengjur, rífið kóríanderið fal- lega frá stilkunum og skerið chili í sneiðar (takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa það mjög sterkt). Raðið öllu fallega á diskinn. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatið. Setjið dressinguna yfir salatið eins og smekkur ykkar segir til um. Tortellini með grænmeti og hvítlauks-rjómasósu fyrir 3 250 g tortellini, fyllt með osti 1 msk olía og salt 125 g sveppir 1 rauð paprika 1/2 rauðlaukur 1 msk smjör 100 g spínat 2 hvítlauksgeirar 250 g matreiðslurjómi örlítill sósuþykkir salt og pipar 100 g rifinn ostur Aðferð: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Steikið rauðlaukinn á pönnu upp úr olíu, skerið sveppina niður og steikið þá upp úr 1 msk af smjöri. Skerið paprikuna niður og steikið hana. Skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann. Hellið rjómanum út á grænmetið, smakkið til með salti og pipar og bætið örlitlu af sósuþykki út á til að fá réttu áferðina á sósuna, best að byrja mjög lítið og auka svo hægt og rólega. Bætið spínatinu út í sósuna og sjóðið í 1 mín. Kveikið á ofninum og stillið á grillið. Setjið pastað í eldfast mót, hellið sósunni yfir og dreifið rifnum osti yf- ir. Setjið réttinn inn í ofninn og grill- ið þar til osturinn er alveg bráðn- aður og rétt byrjaður að brúnast. tobba@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Djúsí! Pasta er sniðug leið til að borða djúsí mat en um leið koma slatta af grænmeti ofan í heim- ilisfólkið. Ferskt salat er svo tilvalið með. Heimilisréttir Lindu Ben Linda Benediktsdóttir er einn af matgæðingum Matarvefsins en við leitum reglulega til hennar eftir innblæstri og góðum upp- skriftum. Að þessu sinni báðum við hana að elda auðveldan en góðan heimilismat sem hentar jafnt á mánudegi sem í matarboðið. Asískur keimur Kóríanderið og limesafinn koma með asíska stemmingu í þetta salat. Elskar að elda Linda heldur úti matarblogginu lindaben.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.