Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Vinnupláss og skipulag Rikka segir að flæði og gott vinnupláss tróni á toppn- um yfir mikilvægustu atriðin sem prýða gott eldhús. Einnig þurfi að huga að heildinni og karakter umhverf- isins. „Við erum svo heppin að eldhúsið okkar er opið og í raun hjarta hússins en það er mikill kostur að geta tengt við vini og fjölskyldumeðlimi á meðan verið er að vinna í eldhúsinu,“ segir hún um eldhúsið sitt sem sé ákaflega mikilvægt í alla staði. Grunnir skápar góðir Gott skápapláss og skipulag í skápum sé oft vanmetið en sé gríðarlega mikilvægt þrátt fyrir að vera eitt af þeim atriðum sem fólk áttar sig ekki alveg á hversu mikilvægt er enda ber vel skipulagt eldhús það endilega ekki með sér fljótt á litið. „Það er fátt eins þreytandi eins og að liggja hálfur inni í skáp að leita að desilítra- máli í draslinu. Ég er eiginlega komin á það að vera með grynnri skápa og færri hluti en geyma þá sparistell eða stærri hluti sem sjaldnar eru notaðir inni í geymslu,“ segir hún en stórir glerskápar hafa einnig verið vinsæl- ir undanfarin misseri sem nýtast vel undir sparistellið.. Skiptir máli hvernig vaskurinn snýr „Persónulega finnst mér svo kostur ef vaskur snýr að glugga, en það gefur manni tækifæri til að njóta útsýn- isins og leyfa huganum að reika á meðan á uppvaskinu stendur,“ segir Rikka og bætir því við að slíkar stundir gefi ágætis tilefni til þess að staldra við í annríki dags- ins og íhuga. Þetta er afskaplega áhugaverð pæling því margir leita einmitt í uppvask til að slaka á. Róandi að saxa Greinilegt er að matseld er Rikku ákaflega mikilvæg því ekki nóg með að hún hugleiði við uppvaskið heldur segist hún það afskaplega róandi að saxa niður græn- meti. Hún er því á því að sitt uppáhalds eldhúsáhald séu góðir hnífar en þá noti hún miklu fremur en mat- vinnsluvél. Ástæðan sé jafnframt sú að henni þyki það reyna á taugarnar að þrífa matvinnsluvélina. „Góðir hnífar geta gert kraftaverk og þá nota ég mjög mikið, líklega út af því að mér finnst róandi að saxa niður grænmeti,“ segir hún og bætir við að litlar matvinnsluvélar eða tæki líkt og Nutribullet séu í uppá- haldi en þau sé auðvelt og einfalt að þrífa Dreymir um tvo ofna „Hið fullkomna eldhús fyrir mér er hlýlegt og að- gengilegt,“ segir hún aðspurð hvernig draumaeldhúsið sé. „Skipulag er mér líka ofarlega í huga þar sem það einfaldar umgengni og vinnu. Ég sé fyrir mér frekar dökkt eldhús, jafnvel út í blágrátt með bláum og krem- lituðum, skrautlegum keramikflísum yfir veglegri elda- vélinni. Þarna er hlýlegur viður, reyklitaðir gler- skrautmunir og fallegar matreiðslubækur. Í eldhúsinu eru tveir ofnar þar sem ég get bakað marengs og jóla- steikina á sama tíma. Góð og hlýleg lýsing í bland við kertaljós og kósýheit,“ segir hún og ljóst að hún er búin að hugsa þetta vel. Á allt sem hana vantar Aðspurð hvaða heimilistæki hana dreymi um að eign- ast segir hún þetta fremur erfiða spurningu, það væri þá einna helst mjólkurflóari frá Nespresso sem kæmist á óskalistann enda bráðsniðug græja fyrir alla kaffiunn- endur. „Ég er svo óskaplega heppin að eiga allt sem mig vantar en ég yrði ánægð með flóarann,“ bætir hún við og ljóst er að hlustendur K100 eiga gott í vændum á næstunni enda má búast við stórskemmtilegum þáttum hjá tvíeykinu ógurlega sem er öllu vant þegar kemur að fjölmiðlum. Hugleiðir yfir uppvaskinu Friðrika Hjördís Geirsdóttir eða Rikka eins og hún er betur þekkt sem er nýjasta skrautfjöðrin í annars myndarlegan hatt Árvakurs en hún mun stýra nýjum morgunþætti ásamt Loga Bergmann og Rúnari Frey Gíslasyni. Rikka er líka afburðakokkur og hefur gefið út fjölda bóka og stýrt mat- reiðsluþáttum í sjónvarpi um árabil. Hún hefur því sterkar skoðanir á því hvernig eldhús eigi að vera og okkur lék forvitni á að komast að því hvað það er sem skiptir mestu máli. Morgunblaðið/Eggert Fljótlegt Rikka segir þessa uppskrift vera eina þá einföldustu sem sé í notkun hjá henni þessi misseri. fyrir 4 500 g kúskús, ég nota for- kryddað til að spara tímann 500 g persneskur kjúklingur frá Holta 2 hvítlauksrif, pressuð 100 g rúsínur, saxaðar döðl- ur eða þurrkaðar fíkjur 2 msk. avókadóolía, til steik- ingar salt og pipar sósa handfylli ferskt kóríander, fínsaxað 1 dós sýrður rjómi 10% ¼ tsk. cayenne-pipar 1 msk. sítrónusafi ½ hvítlauksrif, pressað þurrristaðar kasjúhnetur granateplakjarnar Eldið kúskús samkvæmt leiðbein- ingum á pakkningu. Steikið kjúklinginn upp úr olíunni ásamt hvítlauk og rús- ínum. Bætið kúskús saman við, steikið áfram og kryddið með salti og pipar. Hrærið hráefninu í sósunni saman, má líka skella öllu saman í blandara. Skellið í skál, stráið kasjúhnetum og granateplakjörnum yfir og berið fram með sósunni. Kúskús með miðaustur- lenskum innblæstri Girnilegt Kúskús er fljótlegt og gott í matinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.