Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 23.02.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 Iðnaðaruppþvottavélar Hér er ekkert verið að grínast. Berglind Sigmars segir í viðtali hér í blaðinu að uppþvottavélin sé uppáhaldsheimilistækið sitt. Það er ekki algengt að sjá slíkar vélar inni á heimilum en þeir sem hafa prófað það segjast ekki skilja hvað þeir voru að hugsa áður. Iðnaðaruppþvottavélarnar þvo á tveimur mínútum og fela í sér gríðarlegan tímasparnað. Kveikja þarf á þeim með góðum fyrirvara eða 20-30 mínútum fyrir notkun svo þær geti tekið inn á sig vatn og hitað það upp í kjörhitastig. Eftirleikurinn er auð- veldur og með þessum hætti er hægt að ganga frá eftir máltíð- ina strax og henni er lokið. Það áhugaverða er að iðnaðar- uppþvottavélar eru ekki svo mikið dýrari en hefðbundnar. Tvöfaldir ofnar Það virðast allir vera að missa sig yfir tvöföldum ofnum þessi dægrin. Helst í stórri og voldugri eldavél sem fær meðalmann- inn til að falla í öngvit yfir. Þá stendur gasið alltaf fyrir sínu þótt spanhellur njóti ávallt mikilla vinsælda. En tvöfaldur ofn í vold- ugri eldavél er klárlega afar góð fjárfesting bjóði eldhúsið á annað borð upp á slíka dásemd. Svört heimilistæki Það heitasta þessi misserin eru svört heimilistæki. Þau eru smám saman að rata hingað til lands og vænta má þess að úrval- ið muni aukast töluvert en margir eru vissulega ragir enda þyk- ir þetta stór ákvörðun. Hins vegar eru svörtu heimilistækin að koma gríðarlega sterk inn þannig að um ágætis fjárfestingu er að ræða – sérstaklega sé horft til þess að líftími heimilistækja er umtalsvert styttri en hér á árum áður. Góður blandari Ef það var ekki alveg á hreinu þá er eitt mesta þarfaþing nútímaeldhúss góður blandari. Hér er átt við alvöru bland- ara sem brotnar ekki við fyrstu notkun heldur hálfgert iðn- aðartæki sem minnir helst á grjótmulningsvél. Ekki er verra ef hann getur búið til ís, hitað súpu og lúkkar vel í leiðinni. Heitasta heitt Mortel eru mikilvæg hjá kokkum sem kjósa að handgera ýmsar marineringar og dressingar. Þetta mortel kostar sitt en fagurt er það. Kokka, 15.990 krónur Ekki fyrir viðkvæma! C3 Perkulator-kaffivélin hellir upp á sterkt kaffi, allt að 10 bolla í einu. Uppáhellingin verður allt annað en lummuleg í þessari svölu kaffikönnu. Elko, 12.995 Fjórhjóladrifin fyrir fagmenn! Í tilefni af 40 ára afmæli matvinnsluvélar Magimix var gerð afar fullkomin og fjölhæf vél sem er hægt að sérpanta í 9 björtum og fallegum litum. 1110 W. Eirvík, 74.990 krónur Fyrir tæknitröllin er auðvitað ekki hægt annað en að vera með hraðsuðuketil með led-ljósum sem ljóma í gegnum glerið þegar vatnið hitnar. Rafha, 7.990 krónur. Nauðsynjavörur Svört mött heimilistæki eru afar vin- sæl í dag. Whirlpool framleiðir afar fallega línu af svörtum möttum heimilistækjum sem eru með fingra- faravörn sem okkur þykir afbragðs snjallt. Takið eftir fallega bláa litnum á innréttingunni. Hann er í ætt við drottningablán frá Slippfélaginu sem breytir hvaða hreysi sem er í höll. Nánast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.