Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 8

Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 K ominn var tími á end- urbætur og það fyrsta sem ákveðið var að gera var að skipta algerlega út gömlu eldhúsinnrétt- ingunni. Ný innrétting var teiknuð inn sem er mun opnari. Eigendur hússins höfðu sterkar hugmyndir um hvernig útkoman ætti að vera og segir Hanna Stína að samstarfið hafi gengið hreint ótrúlega vel. „Þetta var virkilega skemmtilegt, segir hún. „Við vorum mjög sam- stiga í þessu og mínar hugmyndir rímuðu mjög vel við þeirra. Eldhúsið er mjög svo opið en eitt skilyrðið var að í því yrði extra stór tvöfaldur Smeg-ísskápur. Eyja var smíðuð á mitt gólfið en mikilvægt var að eldhúsið virkaði vel enda er heimilisfaðirinn mikill ástríðukokk- ur og því nauðsynlegt að eldhúsið nýttist vel undir eldamennsku. Sterkir litir einkenna stíl þeirra hjóna og það sést strax þegar kom- ið er inn í eldhúsið. Eldhúsinnrétt- ingin er blá og litrík mynstur blasa við. Það var trésmíðaverkstæðið Grindin í Grindavík sem sá um að smíða innréttinguna en fyrir valinu var hinn svokallaði shaker-stíll sem hefur verið áberandi í hönn- unarsýningum undanfarin misseri. Borðplatan er úr hvítum marm- ara og er bæði á eldhúsbekknum og eyjunni. Hanna segir að þau hafi verið samstiga um efnisvalið og marmarinn eigi afskaplega vel við. Þó að hann sé í hátísku núna má ekki gleyma því hversu sígildur hann er og viðeigandi – sérstaklega í húsi sem er komið til ára sinna og er með jafn mikinn karakter og húsið á Brúnaveginum. Eitt það skemmtilegasta og áhugaverðasta við eldhúsið er síð- an tengingin við borðkrókinn en hann er einstaklega vel heppnaður. Í stað hefðbundinna stóla lét Hanna Stína smíða bekk og það var Bólstrarinn á Langholtsvegi sem sá um að bólstra. Litríkt veggfóður varð fyrir valinu og efnið er sér- lega heillandi og fallegt. Spurð um efnisvalið segir Hanna Stína að það sé alveg í takt við frúna á heimilinu. „Hún er sérlega litrík og elskar mynstur þannig að efnisvalið hér er alveg í stíl við hennar persónuleika. Hún elskar Designers Guild – eða við báðar þannig að það var ákveðið að taka bæði veggfóðrið og efnin þaðan. Ég hef löngum þótt djörf í efnisvali en þarna hitti ég ofjarl minn ef svo má að orði komast. Hún var alveg ákveðin og ég er rosalega ánægð með útkomuna. Flísarnar fyrir á viftunni eru sérlega litríkar en þær eru frá Tyrklandi og ljósin sem eru fyrir ofan eyjuna eru úr gamalli verk- smiðju og eru endurunnin þaðan. Þau voru pöntuð að utan og passa sérlega vel inn. Jafnframt voru gólfin pússuð upp og síðan var flísalagt fyrir ofan borðplötuna. Þar urðu klassískar „subway“-flísar fyrir valinu sem koma einstaklega vel út. Hanna segir að mikil ánægja sé með eld- húsið bæði hjá henni sem og hús- eigendum. Mestu máli skipti auð- vitað að viðskiptavinurinn sé ánægður en það sé alltaf til marks um gott samstarf þegar báðir að- ilar eru í skýjunum með það. Eld- húsið sé öðruvísi – það er undir sterkum áhrifum frá eigendum þess og tekst að endurspegla smekk þeirra með eftirtekt- arverðum hætti. Litríkt í Laugardalnum Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Litir og fegurð Flísarnar fyrir á viftunni voru sérpantaðar og koma alla leið frá Tyrklandi. Við Brúnaveginn í Laugardalnum stendur reisu- legt gamalt hús sem búið er að taka rækilega í gegn. Eigendurnir eru annálað smekkfólk sem fékk innanhúsarkitektinn Hönnu Stínu með sér í lið til að hanna endurbæturnar. Útkoman er hreint stórglæsileg þar sem litagleði og glæsi- leiki ráða ríkjum. Góður vaskur Mikilvægt er að hafa góðan vask í eldhúsi. Konunglegur blár Blái liturinn kemur sérlega vel út og passar vel við marmarann. 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.