Morgunblaðið - 23.02.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Að safna stelli þykir til marks um að ákveðnum þroska sé náð. Fallegt stell er ekki bara praktískt heldur setur það hátíð-
armáltíðina upp á hærri stall og gerir einhvernveginn allt betra. Úrvalið af fallegum stellum er mikið og algengast er að fá
sér skandinavískt stell. Mávastellið er sívinsælt og kostar fúlgur fjár. Það sama má segja um Fallandi lauf, Royal Copen-
hagen í öllum sínum útgáfum og Finnarnir eru líka sterkir á svellinu með Iittala sem er sívinsælt hér á landi. Við fengum
nokkra valinkunna einstaklinga til að segja okkur frá stellinu sínu. thora@mbl.is
Stellið mitt
F
yrir nokkrum árum gerði ég tilraun til
þess að byrja að safna í stell en áttaði
mig fljótlega á því að ég hef einfaldega
allt of gaman að því að blanda saman
hinu og þessu og leika mér svolítið þegar kem-
ur að því að dekka fallegt borð svo ég var ekki
tilbúin að festa mig við eitt stell þar sem ég
skipti um skoðun og liti eftir árstíðunum.
Hinsvegar hef ég stolist til að skoða og láta
mig dreyma um Royal Copenhagen-stellið í
mörg ár sem er auðvitað guðdómlegt,“ segir
Kolbrún.
„Í einni ferð minni til Kaupmannahafnar
fjárfesti ég svo í fyrstu kaffibollunum eftir
miklar vangaveltur um það hvort ég ætti að
fara í klassíska bláa litinn eða svarta. Það var
eitthvað í mér sem fannst ég verða að halda
tryggð við klassíkina í stelli sem þessu svo blár
varð það. Síðan þá hef ég eignast nokkra ein-
staklega fallega hluti úr línunni og ég verð að
viðurkenna að þegar maður er farinn að safna
jafn fallegum hlutum og þessum þá fylgir því
óneitandleg töluverð gleði að eignast hvern og
einn. Og það er einmitt það sem mér finnst svo
spennandi við það að safna sér einhverju sem
mann virkilega langar í. Stundum lít ég inn til
vina minna í Kúnígúnd og læt mig dreyma um
næsta hlut og raða saman í huganum. Það sem
mér finnst svo ofsalega heillandi við Royal Co-
penhagen er að stellið á orðið gríðarlega langa
sögu en aðlagast engu að síður nútímanum
með nýjum og spennandi hlutum. Það eru
nokkrar línur innan stellsins sem gerir manni
kleift að blanda saman hlutum og skapa þá út-
komu sem að maður vill.
Ég ákvað að byrja í bollum og aukahlutum
og hef verið mjög dugleg að nota þá og blanda
við það sem ég á í skápunum nú þegar. Royal
passar einhvern veginn við allt og allt passar
við Roayal. Einnig held ég áfram að leyfa mér
að fara ekki eftir neinum reglum og nota bolla
undir sósur, skálar undir blóm, diska undir
kerti og þess háttar.“
Fagurkerinn Kolbrún Pálína Helga-
dóttir heldur úti fallegu heimili og
elskar að dekka borð og hafa huggu-
legt í kringum sig. Þó að hún fari
iðulega út fyrir rammann þegar
kemur að framsetningu og stíl þá
kolféll hún fyrir klassísku mat-
arstelli.
Konunglegt Kolbrún
Pálína er afskaplega
hrifin af Royal Copen-
hagen-stellinu sínu.
Royal passar við allt og allt passar við Royal
Morgunblaðið/Eggert
É
g fékk hið svokallaða hippa-uppeldi
þannig að það var aldrei lagt mikið
upp úr því að eiga veraldlega hluti.
Það stefndi þess vegna aldrei í að ég
myndi eignast stórt kaffi- og matarstell þó að
ég eigi ágætt safn í dag. Sjálf er ég frekar
hrifin af því að eiga ósamstæð stell úr öllum
áttum og lengi vel átti ég ekki nema örfáa
diska af sömu sort þannig að í fjölmennum
matarboðum þurfti oft að draga furðulegustu
áhöld á flot.“
„Í dag eigum við hjónaleysin tvö bolla- og
matarstell. Við fengum eiginlega bæði í arf
eða þau gengu áður í fjölskyldum okkar. Ann-
að erfði mamma mín frá Esther frænku sem
hún geymdi og gleymdi í mörg ár og lét mig
síðan fá þegar barnaskarinn var orðinn stór.
Hitt fengum við í arf frá ömmu mannsins míns
sem var alltaf mikið í mun að við eignuðumst
almennilegt stell. Hún lét okkur meira að
segja velja okkur skálar og diska á frumbýlis-
árum okkar sem hún gaf okkur í jólagjöf.
Hugmyndin var að hún gæti gefið okkur síðan
í stellið á jólum og afmælum og þannig losnað
við þann höfuðverk sem fylgir því oft að velja
gjafir. Upphafið var sex skálar og sex diskar.
Hins vegar dugði þetta skammt og reyndist
tegundin sem var valin ekki jafn endingargóð
og okkur hafði verið talin trú um. Annað en
Royal Copenhagen-matarstellið með gylltu
röndinni sem við erfðum síðar frá henni.“
„Stellið frá Esther frænku, Fallandi lauf,
var í miklu uppáhaldi hjá henni og bara notað
við mjög hátíðleg tækifæri og á jólunum. Mér
skilst að það hafi þótt fínna en sjálft Máva-
stellið. Við notum hins vegar stellið við hvers
kyns tilefni – og í öllum barnaafmælum en við
þurfum að halda a.m.k fjögur afmæli á ári.
Í dag þykir mér gaman að draga stellin
fram því þá er alltaf eitthvað skemmtilegt í
vændum. Ég held samt að ég eigi aldrei eftir
að eignast silfurhnífapör með stellunum. En
kannski ætti aldrei að segja aldrei."
Borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir
lumar á tveimur forláta stellum
sem er ekki annað hægt en að dást
að. Hún segist nota stellin við hvers
kyns tilefni og í öllum barna-
afmælum sem mörgum þykir ef-
laust bera vott um mikið hugrekki.
Morgunblaðið/Eggert
Bjóst aldrei við að eignast stell
Algjör gersemi Hér sjáum við hið
forláta matarstell Fallandi lauf.