Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 16

Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 16
Í Eyjum reka þau jafnframt veitingastaðinn GOTT sem er sannkallaður fjölskylduveitingastaður þar sem boðið er upp á hollan og bragðgóðan mat. Berglind er jafnframt mikill brautryðjandi þegar kemur að hollu mataræði og áhrifum þess á heilsu en hún skrifaði bækurnar Heilsuréttir fjöl- skyldunnar sem báðar eru metsölubækur. Á dögunum tóku þau eldhúsið hjá sér í gegn og okkur lék for- vitni á að vita hvernig eldhús varð fyrir valinu og hvað þau höfðu að leiðarljósi við hönnun þess? „Húsið okkar er byggt 1960 og höfum við haft upprunalegu eldhúsinnréttinguna frá því við keyptum húsið árið 2012. Það var sjarmi yfir henni en hún var af- ar ópraktísk fyrir svona stóra fjölskyldu sem er nánast alltaf í eldhúsinu. Við þráðum betra vinnusvæði, betri lýsingu sem var nánast engin, betri skúffur og skápa með skipulagi og meira borðpláss. Þessir gömlu skápar voru þannig að maður setti eitt- hvað inn og svo vissi maður ekki hvenær maður fyndi það aftur. Eldhúsið er aðalstaðurinn í okkar húsi. Við búum í alfaraleið í miðbænum svo hér eru krakkarnir alltaf með vini í snarli og ömmur og afar, frænkur og frændur, starfsfólk og vinir að koma við. Í Eyjum er fólk ekkert að boða komu sína, bara droppar inn og endar inni í eldhúsi í kaffi sem er frábært. Urðu að byggja við Það var ekki hægt að stækka eldhúsið með því að opna inn í eitt- hvert annað rými svo það eina í stöðunni var að byggja við húsið. Júlia Andersen og ASK arkitektar sáu um að teikna viðbygg- inguna. Það var okkur mjög mikilvægt að viðbyggingin yrði eins og hún hefði alltaf verið hluti af húsinu og okkur finnst það hafa tekist. Forstofan var mjög lítil eins og oft í húsum frá þessum tíma. Við opnuðum hana og gerðum svo stærra gat inn í eldhúsið svo það er opnara og léttara yfir en áður. Settum hita í gólfið, góða lýsingu í loftin. Fengum okkur góða innréttingu úr IKEA en vildum innréttingu sem okkur fannst passa við húsið. Mér hefði ekki fundist passa að vera með nútímainnréttingu í húsi frá þessum tíma, svo við völdum innréttingu með fulningum. Pönt- uðum borðplötu, Carrara-marmara beint frá Ítalíu en bróðir minn býr þar við eina svona námu og sá um þetta fyrir okkur enda reyndist mun ódýrara að kaupa marmarann eftir þessari leið. Hann er nú farinn að bjóða þessa þjónustu á marmari.is. Við notum innréttingu líka undir setbekkinn í eldhúsinu, svo þar er hellings auka geymslupláss og það tengir innréttinguna við borðkrókinn. Við ákváðum að fara alla leið með marmarann og fá vaskinn heilan úr marmara svo það eru enginn samskeyti á vaskinum. Blöndunartæki yfir vaskinum fengum við líka frá Ítalíu og svo settum við krana líka yfir eldavélina svo við látum renna beint í pottana við eldavélina. Við látum líka marmarann fara niður með innréttingunni en mér finnst það gera mikið. Við höfum svolítið verið á Ítalíu síðustu ár þannig að við erum undir töluverðum áhrifum þaðan. Við vildum að eldhúsið hefði karakter og settum Þar sem hjartað slær Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eru landsmönnum að góðu kunn enda afburðaflink í eldhúsinu. Fyrir nokkr- um árum fluttu þau aftur á heimaslóðirnar í Vestmannaeyjum með börnin sín fjögur þar sem þau hafa hreiðrað um sig í gömlu húsi. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.