Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Ljósmyndir/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
800 gr þorskhnakki
150 gr hreint smjör, við stofu-
hita
40 gr þurrkaðir villisveppir
(gjarnan blandaðar tegundir)
1 sítróna, safinn
4-5 dl brauðrasp
4 bökunarkartöflur
100 gr hreint smjör
100 ml rjómi
1 matsk sjávarsalt
Kartöflumauk
1. Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita
2. Sjóðið í um 25 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar og hellið vatni af.
3. Maukið kartöflurnar með því að stappa þær vel. Blandið smjörinu (100 gr) saman við og síðan
rjómanum og saltinu.
Villisveppaskel
1. Þeytið smjörið (150 gr) upp í hrærivél í 10 mínútur eða þar til það er orðið loftkennt.
2. Setjið þurrkuðu villisveppina í matvinnsluvél og búið til duft úr þeim
3. Bætið brauðraspinu útí og setjið um 100 gr af maukinu ofaná smjörpappír og annan smjör-
pappír yfir og fletjið út í þunnt lag. Kælið.
4. Þegar smjörplatan er orðin hörð, takið þá út og skerið í hæfilega stærð sem passar ofaná fisk-
stykkin, tilbúna plötu ofan á hvert fiskstykki,
Þorskhnakkinn eldaður - aðferð
1. Hitið ofninn í 170 gráður.
2. Raðið fiskstykkjum á ofndisk eða i eldfast mót sem búið er að smyrja með smá ólífuolía. Setjið
smá ólífuolíu yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar.
3. Setjið sveppaskelina ofaná fiskstykkin.
4. Bakið fiskinn í ofninum í 12-15 mín, fer eftir þykkt á fiskstykkjum.
5. Berið fram með kartöflumaukinu og grilluðu grænmeti eftir smekk.
thora@mbl.is
Þorskhnakki með villisveppaskel og kartöflumauki
Villisveppaskel Þegar smjörp-
latan er orðin hörð, takið þá út
og skerið í hæfilega stærð sem
passar ofan á fiskstykkin.
Hollt og gott
Þorskinum er rað-
að í eldfast mót og
villisveppaskelin
sett ofan á.
Bland í poka Siggi
notar hér bæði
granatepli og maís
sem meðlæti.
½ dl kókosolía
1 dl lífrænt hnetusmjör
1 dl hlynsíróp
½ dl hreint kakó
smá vanilludropar
örlítið sjávarsalt
1. Bræðið kókosolíuna með því að láta heitt vatn renna
á krukkuna.
2. Setjið allt nema haframjöl í matvinnsluvél og látið
blandast vel.
3. Bætið haframjöli saman við í skál. Getið notað hræri-
vél, þá bara mjög stutt eða hrært með sleif.
4. Setjið smjörpappír í hringlaga form og þjappið hafra-
mjölsmauki í formið. Setjið inn í frysti (bara til þess
að leyfa þessu að harðna aðeins).
5. Geymið í frysti þar til hálftíma áður en kakan skal
borin fram.
Ofan á kökuna
Þeytið 1 pela af rjóma (250 ml)
Veljið 2 handfylli af þeim berjum sem þið viljið nota.
Hægt að nota hvaða ber sem er, t.d. jarðarber, hindber,
bláber eða brómber.
Takið kökuna úr frysti, smyrjið rjóma á og dreifið
berjum yfir og berið fram.
Ef þið viljið fituminni útgáfu er líka gott að hræra
upp skyr og nota í staðinn fyrir rjóma.
Nammikaka
með berjum