Morgunblaðið - 23.02.2018, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
S
kipulag eldhúss er ákaflega mikilvægt enda er eldhús
fyrst og fremst vinnusvæði. Hinn klassíski þríhyrn-
ingur er mikilvægur en það er ísskápurinn, eldavélin
og vaskur. Með þríhyrningnum er átt við að aðgangur
sé góður að þessum þremur mikilvægu þáttum.
Annað sem skiptir miklu máli þegar eldhús er hannað er
vinnurýmið. Þá er yfirleitt átt við bekkjarpláss en það vill oft
gleymast. Eldhús á það nefnilega til að líta ansi vel út á
teikningum en í reyndinni virkar það engan veginn. Er pláss
fyrir skurðarbretti? Er pláss fyrir matvöru og annað sem
þarf? Ef þú ert að á annað borð að skipuleggja eldhús skaltu
alltaf sjá þig fyrir þér að elda fyrir stórveislu. Mun það ganga
upp með öllu tilheyrandi? Ef svarið er nei þá þarftu að skipu-
leggja eldhúsið betur. Borðplássið breytir nefnilega öllu.
Skúffur eða skápar
Flestir hallast að skúffum enda eru þær umtalsvert aðgengi-
legri. Margir skápar eru þó með útdraganlegum einingum og
allskonar sniðugu sem auðvelda lífið. Breiðar skúffur njóta
mikilla vinsælda en þá er verið að tala um allt að 120 senti-
metra breiðar. Slíkar skúffur eru ansi vænar og rúmgóðar en
þá er líka mikilvægt að hólfa þær niður þannig að skipulagið
haldist betur. Skápar standa auðvitað alltaf fyrir sínu en
grunnir skápar henta oft betur en djúpir.
Lýsing er mikilvæg
Það borgar sig að hugsa vel um lýsinguna enda er eldhús í
senn svæði til að vinna og njóta. Því þarf að vera góð birta
sem auðveldar vinnuna og líka notaleg og mjúk birta.
Lykilorðið hér að framan er mjúk birta sem jafnframt er
stillanlegt. Dimmerar gera hér kraftaverk en margir eru líka
farnir að setja lampa í eldhús og hugsa meira út í borðlýsingu
en áður hefur verið.
Að skipulaginu ólöstuðu má ekki gleyma því að fátt er mik-
ilvægara í lífinu en falleg eldhús. Hér skiptir engu hvort um
er að ræða gamalt eldhús sem á að taka í gegn eða hvort
kaupa á splunkunýtt. Aðalatriðin eru þau sömu: Hvaða litur
verður fyrir valinu, hvaða höldur, hvernig borðplata, efri
skápar, hillur eða ekkert, flísar eða ekki og á að splæsa í gólf-
efni.
Gott er að hugsa þetta á einfaldan hátt. Hverju er hægt að
breyta og hverju ekki. Borðplata er til að mynda eitthvað sem
maður hróflar ekki við – nema auðvitað að maður sé með
þeim mun ódýrari borðplötu. Hin almenna marmaraplata er
hins vegar komin til að vera enda fjárfesting upp á töluverðar
fjárhæðir. Að því sögðu er komið að innréttingunni sjálfri.
Munið að hægt er að mála innréttingar (eða láta fagmann
sprauta) eða filma þær ef þið viljið breyta til. Höldur eru líka
eitthvað sem hægt er að skipta um án mikillar fyrirhafnar.
Það er því sáraeinfalt að breyta til en hvaða atriði þurfa að
vera í lagi?
Skipulagið kemur hér sterkt inn. Hvernig á eldhúsið að
snúa? Hvar á að staðsetja heimilistækin og þar fram eftir
götunum. Eyjur eru mjög vinsælar og sniðugt er að hafa þær
þannig að hægt sé að sitja við þær með góðu móti. Sá sem
eldar er oftar en ekki hrifinn af því að snúa að gestunum.
Uppvöskunarsvæðið þarf einnig að vera gott og vera nokkuð
nálægt þeim skúffum og skápum þar sem leirtauið er geymt.
Það eru þessi litlu atrið sem gera eldhúsið almennilegt – þessi
litlu en mikilvægu atriði sem greina á milli þess að kaupa sér
bara beint upp úr bæklingnum eða hvort búið er að sérsníða
að þínum þörfum. thora@mbl.is
Skipulag og útlit skipta höfuðmáli
Sumir segja að eldhúsið sé hjarta heimilis-
ins og flestir eru sammála um mikilvægi
þess. Þegar kemur að eldhúsum þá eru
þónokkur atriði sem skipta máli og má
skipta þeim í tvennt: Skipulag og útlit.
Mildir litir Litapallettan hefur verið mjúk undanfarin misseri.
Í raun er allt leyfilegt svo lengi sem það er smekklega gert.
Svart og nett Hér er
eldhúsið nokkuð vel
skipulagt þrátt fyrir
takmarkað rými.
Innréttingar frá Fagus
auðvelda yður heimilisstörfin
og prýða heimilið svo eftir er tekið
Í yfir 20 ár hefur Fagus sérhæft sig í smíði glæsilegra og fjölbreyttra
innréttinga og innihurða.
Innréttingar frá Fagus eru allt í senn fallegar, hlaðnar þægindum og frábær vinnuaðstaða.
Njóttu þess að vera í umhverfi sem er sérsniðið fyrir þig. Við smíðum þínar innréttingar.
Unubakka 20 | 815 Þorlákshöfn | Sími: 483 3900
fagus@fagus.is | www.fagus.is