Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
E
ldhúsið á heimili þeirra er ákaflega stílhreint en Ása
vill hafa gott plás og lítið af aukahlutum. „Ég er
ánægðust með allt plássið sem ég hef fyrir gestina
mína, 20 manna borðstofuborðið og að það sé ekkert
óþarfa dót að flækjast fyrir. Svo eru hljóðísogandi
plöturnar í loftinu alger lúxus sem gerir stemninguna í húsinu
svo einstaklega þægilega og notalega. Mínimalisminn er algjör
og ég elska það,“ segir Ása og viðurkennir að hljóðeinangrunin
hafi kostað sitt en sé vel þess virði. Morph-barstólana keyptu
hjónin í Modern. „Þeir eru mjög mjúkir og þægilegir og frá-
bært að hægt er að ýta þeim alveg undir borðið þegar við erum
ekki að nota þá.“
Ásu finnst skemmtilegast að elda einfaldan ítalskan mat þar
sem hráefnin fá að njóta sín. „Á Ítalíu er einfaldleikinn í háveg-
um hafður. Virðingin fyrir hráefnunum er mikil og það eru
ákveðnar reglur sem þú brýtur ekki. Ég vildi t.d setja linguini-
pasta í carbonarað um daginn og ég eiginlega móðgaði viðkom-
andi snilling sem var að elda fyrir mig. Úr því varð að ég fékk
spaghetti carbonara enda er carbonara-rétturinn með spag-
hetti, ekki linguini, punktur! Á Íslandi virðast fáar reglur gilda
og aðeins of mörgum hráefnum oft blandað saman fyrir minn
smekk – en það er kannski bara vegna þess að ég hef búið á
Ítalíu í að verða 10 ár.“
Flytur inn léttvín en lætur aðra um að drekka það
Emil og Ása flytja inn ítölsk hágæðaléttvín í samvinnu við
Hrefnu Sætran og Fisk- og Grillmarkaðinn. „Við flytjum meðal
annars inn Allegrini, di Lenardo, Bellavista, Alta Vista, Rioja
Bordon og Castello di Ama. Ég leyfi hins vegar öðrum að njóta
vínsins og elska hreinlega að halda stór matarboð þar sem mat-
ur og vín er parað saman. Og svo hef ég það bara gott með
sódavatnið og sítrónuna,“ segir Ása en hún hefur aldrei bragð-
að áfengi.
Ása hefur í ýmsu að snúast en hún segir fjölskylduna þó allt-
af vera í forgangi. „Ég er fyrst og fremst að hlúa að fjölskyld-
unni minni, manni og börnum, og passa að öllum líði sem best.
Svo þegar þau eru ekki heima er ég að stússa í ýmsum verk-
efnum sem ég hef á mínum snærum og ber þar hæst OLIFA, en
OLIFA er mjög spennandi verkefni sem við Emil ásamt Fran-
sesco Allegrini, syni eins ástsælasta vínbónda Ítalíu, erum að
vinna í. Markmið okkar hjá OLIFA var að sameina hágæða
ítalskar ólífuolíur undir einn hatt en á viðráðanlegu verði fyrir
Íslendinga að njóta. Í krafti góðra tengsla og trausts hefur okk-
ur nú tekist þetta en ósk okkar er sú að ólífuolía verði nauðsyn-
legur partur af mataræði Íslendinga en ekki alger mun-
aðarvara sem enginn hefur efni á að njóta. Læknar og
vísindamenn virðast vera sammála um jákvæða eiginleika há-
gæðaólífuolíu á mannslíkamann og því þykir okkur þetta vera
mikilvæg viðbót við íslenskan matarmenningu,“ segir Ása sem
er mikil talskona þess að neyta hreinnar og óunninnar fæðu eft-
ir fremsta megni. „Mér finnst skemmtilegast að elda einfaldan
ítalskan mat, sem samanstendur af fáum en góðum úr-
valshráefnum, og ég hef einmitt verið að sýna frá því á snapp-
inu mínu, asaregins, fyrir áhugasama,“ segir Ása María og lofar
að deila uppskrift með lesendum Matarvefjarins við tækifæri.
tobba@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mínímalsminn er allsráðandi
Ása er hrifin af stílhreinum
rýmum og vill hafa sem minnst
af smáhlutum.
Hljóðdempað eldhús fyrir stórar veislur
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson og eiginkona hans Ása María Reginsdóttir
hafa búið sér fallegt heimili í Garðabæ þar sem þau dvelja þegar þau eru hér-
lendis. Emil og Ása eru að staðaldri búsett á Ítalíu ásamt börnum sínum tveimur
þar sem Emil leikur með ítalska A-deildarliðinu Udinese.
Konunglegt stell Hjónin eru
hrifin af Royal Copenhagen
Blue Mega stellinu.
Vegleg tæki 90 cm
blástursofn frá SMEG
og veglegur vínkælir
prýða eldhúsið.
Alsæl á Ítalíu Ása María og Emil ásamt börnum
sínum Emanuel og Andreu Alexu í Fumane,
Valpolicella á ferð um vínekrur Allegrini.
Ljóst og lekkert Ljósin heita Suspence
og eru frá Lightyears og stólarnir eru
frá Morph og keyptir í Modern.