Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018
VETTVANGUR
Hjálpa sem forvörn
„Okkar reynsla er að lokunarverk-
efnin hafi hjálpað sem forvörn. Hefðu
lokanirnar ekki komið til hefðu verið
fleiri útköll.“
Guðbrandur Örn Arnarson hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg, en nokkur
gagnrýni kom fram á vegalokanir
vegna slæmrar færðar í vikunni.
Sex vikur urðu
fimm mánuðir
„Þar af leiðandi taldi ég að þá hlyti
ég að vera á réttri leið eftir að hafa
komið liðinu inn á HM og EM. Hjá
HSÍ myndu menn þá vera tilbúnir til
að setjast niður og ræða áframhald-
andi samstarf. Þá hafði ég samband
við HSÍ og óskaði eftir því að fá skýr svör sem fyrst en gaf þeim sex vikur.
Þær sex vikur breyttust í hátt á fimmta mánuð.“
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta.
Hljómar ekki svo illa
„Þetta hljómar ekki svo illa, sagði hann. Og ég
svaraði: Einmitt, fávitinn þinn, vegna þess að
þetta ert ekki þú.“
Upptökustjórinn Quincy Jones um atvik þegar
hann plataði Ringo Starr, trymbil Bítlanna, og
fékk annan og betri trommara til að spila.
Brot á mannréttindum
„Ég fæ ekki betur skilið en að hún líði fyrir
meinta aðild eiginmanns síns að fíkniefna-
máli. Ég veit ekki til þess að hún sé sakborn-
ingur í málinu og það hlýtur að vera brot á
mannréttindum að hún fái ekki þá læknis-
hjálp sem hún þarf á að halda.“
Páll Kristjánsson, lögmaður
Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.
Hreyfði við rabbínum
„Ég gerði mér grein fyrir því að þetta mál
myndi vekja athygli hér á Íslandi en ég bjóst
ekki við viðbrögðum frá rabbínum í útlönd-
um.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, um frumvarp sitt og fleiri
þingmanna við banni á umskurði barna.
AFP
Fórnaði hárinu fyrir Kraft
Ellefu ára gömul stúlka, Ester Amíra Æg-
isdóttir, safnaði 300 þúsund krónum fyrir
Kraft með því að láta raka af sér hárið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIKAN SEM LEIÐ
Ég komst að því um daginn að helsti ótti ljósmyndara erað fara í mannfögnuð og taka myndir af fólki. Hittaeinhvern sem þeir hafa séð margoft, taka af honum
mynd og þurfa svo að spyrja hann vandræðalega að nafni.
Mér skilst að ljósmyndarar sofi ekki af áhyggjum yfir því að
lenda í þessu. Sumir hafa meira að segja hætt í bransanum
af ótta við að lokast og spyrja Björgvin Halldórsson að nafni.
Ég tengi mjög mikið við þennan ótta. Ef ég ætti að velja
eina setningu sem fer verst með mig þá er það sennilega
þessi: Manstu ekki eftir mér? Hún vekur upp óþægindi, óör-
yggi og ónotatilfinngu. Og bara svona allskonar Ó-hluti.
Þetta gerist venjulega þegar ég, ómannglöggasti maður
landsins (að eiginkonu minni undanskilinni), hitti einhvern
sem ég kannst við og jafnvel veit hver er. Þá er allt gott. Svo
kemur þessi spurning: Manstu ekki eftir mér? Og hér er
tvennt í stöðunni.
Maður getur sagt: Jú auðvitað og reynt svo að ljúga sig
framhjá því að maður sé alveg blankur og bíða eftir ein-
hverjum vísbendingum. Það kallar á hættuna á að fá næstu
spurningu í seríunni: Hver er ég?
Við skulum aðeins staldra við hana. Þetta er náttúrlega
einhver furðuleg existensjalísk spurning og við henni er
sjaldan gott svar. Að vísu er sá möguleiki fyrir hendi að við-
komandi hafi misst minnið og hreinlega gleymt hver hann
er. Því miður, fyrir mig, er það sjaldnast málið.
Tilgangurinn virðist vera annaðhvort að koma okkur
ómannglögga fólkinu í vandræði eða fá einhverskonar við-
urkenningu. Svona eins og Íslendingar fá þegar þeir sjá ís-
lenska fánann í útlöndum. Og hér er enn tími til að bjarga
sér.
En því miður gerist það oft að það fæst ekki rétt svar við
þessari spurningu. Pressan er eins og sitja í ljósunum í Viltu
vinna milljón og eiga bara eftir að svara milljón dollara
spurningunni. Og ekkert gerist. Í huga þess sem spyr eru
þrír möguleikar í stöðunni. Að maður sé algjör bjáni, að
manni finnist viðmælandinn ekki nógu merkilegur eða að
maður sé einfaldlega svona hrikalega merkilegur með sig.
Enginn þessara kosta er góður.
(Hér finnst mér rétt að taka fram að ég er alveg léttur
þótt fólk muni ekki hvað ég heiti. Það er í raun frekar
plebbalegt að ætlast til þess af öðrum sem maður getur ekki
boðið uppá sjálfur.)
Fyrir nokkrum árum, eftir að hafa brennt mig mjög illa á
því að þykjast þekkja fólk, hef ég tekið upp þá reglu að segja
bara satt. „Ég man eftir þér, en bara ekki hvaðan.“ Um
þessa reglu vil ég segja eftirfarandi: Sá sem sagði að hrein-
skilnin væri besti kosturinn hefur annaðhvort verið fullur
eða aldrei hitt fólk sem hann mundi ekki eftir.
En eins og svo oft í okkar samfélagi er hægt að bjarga sér
fyrir horn. Því hef ég tekið upp á að skýra þetta með því að í
raun sé ég „andlitsblindur“. Það fyrirbæri er sko til í alvör-
unni. Allskonar fólk hefur meira að segja stigið fram og gefið
vitnisburð um að það þekki ekki maka sinn frá hundinum.
Eftir að ég tók þetta upp hefur mér verið betur tekið og
meira að segja stundum hefur örlað á samúð hjá fólki sem
vill fá að vita hvert það sé.
Og svona bara í lokin – þessu tengt – ókeypis ráð. Spurn-
ingin: Veistu ekki hver ég er? til að ná einhverju fram eða fá
betri þjónustu, er aldrei að fara að hjálpa neinum. Ég hef séð
fólk segja þetta og átta mig ekki á hver viðbrögðin ættu að
vera. „Jú! Ég veit hver þú ert, endilega komdu hérna fram-
fyrir röðina og fáðu þér drykk á minn kostnað.“
Ég held ekki.
Manstu ekki eftir mér?
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’En eins og svo oft í okkar samfélagi er hægt að bjarga sér fyrir horn. Því hef égtekið upp á að skýra þetta með því að í raun sé ég „andlitsblindur“. Það fyrirbærier sko til í alvörunni. Allskonar fólk hefur meira að segja stigið fram og gefið vitn-isburð um að það þekki ekki maka sinn frá hundinum.
UMMÆLI VIKUNNAR
’Það mætti halda að þeir hefðulifað á skyri og lambakjöti ogtekið inn hákarlalýsi, svo magnaðer að sjá til þeirra.
Guðni Ágústsson í aðsendri grein um The Rolling
Stones sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag.
Meira til skiptanna
Fékk myndbandið
eftir fimmtán ár
Uma Thurman fékk loks að birta
myndband sem sýnir slys á töku-
stað Kill Bill en hún hafði barist
fyrir birtingunni frá árinu 2002.
Matur