Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 35
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 31.1.-6. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÞorstiJo Nesbø 2 Óvelkomni maðurinnJónína Leósdóttir 3 UppruniDan Brown 4 Elín, ýmislegtKristín Eiríksdóttir 5 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 6 Súrkál fyrir sælkeraDagný Hermannsdóttir 7 Stígvélaði kötturinStella Gruney endursagði 8 Iceland in a BagÝmsir höfundar 9 Sigraðu sjálfan þigIngvar Jónsson 10 GatiðYrsa Sigurðardóttir 1 Stígvélaði kötturinnStella Gruney endursagði 2 Skrímsli í vanda Áslaug Jónsdóttir/Kalle Güettler/Rakel Helmsdal 3 Mjallhvít og dvergarnir sjö 4 Gosi 5 Grísirnir þrír 6 Gullbrá og birnirnir þrír 7 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 8 Elstur í bekknumBergrún Íris Sævarsdóttir 9 Lói þú flýgur aldrei einn Styrmir Guðlaugsson/ Sigmundur Þorgeirsson 10 DýragarðurinnÓlafur Haukur Símonarson Allar bækur Barnabækur Ég var að klára bók sem heitir Viktoría eftir Knut Hamsun, hnaut um hana hér í hillu á bókasafn- inu. Mér leist ágæt- lega á hana, en hún er svolítið ruglings- leg á smákafla. Það þarf að lesa hana með réttu hugar- fari, maður les ekki allar bækur eins. Svo er ég að glugga í æviminn- ingar séra Árelíusar Níelssonar, Horft um öxl af Háloga- landshæð. Mér var bent á hana af því að hann tengist þessu svæði, að það væru svo góðar lýs- ingar frá uppvextinum. Ég er komin voða stutt í henni, hann er ennþá hvítvoðungur sem verið er að flytja á milli bæja. Svo las ég Þúsund kossa eftir Jón Gnarr, fannst hún alveg ágæt. Þetta er saga sem þurfti að segja og er ekki „aumingja ég“-saga, Jóga er dæmi um manneskju sem telur sig geta lært af öllu, hvort sem það er gott eða slæmt. ÉG ER AÐ LESA Sigríður Jónsdóttir Sigríður Jónsdóttir er bókavörður í Búðardal. Sagnfræðingurinn Vilhelm Vilhelmsson rýndi í sáttabók Miðfjarðarumdæmis frá árunum 1799- 1865 og tíndi saman úr þeirri bók frásagnir af deilumálum og málalyktum í umdæminu, en sáttanefndir áttu að útkljá minniháttar deilu- mál. Dæmin sem Vilhelm birtir í bókinni Sakir útkljáðar segja sögu af lífi og högum alþýðufólks á Íslandi á nítjándu öld, en meðal annars kemur við sögu strok vinnuhjúa úr vist vegna sultar og illrar meðferðar, hjónaskilnaður sökum ósam- lyndis og framhjáhalds, deilur um landamerki og hvalreka og svo má telja. Háskólaútgáfan gefur út. Napolí-fjórleikur Elenu Ferrante gerði hana heimsfræga og íslensk útgáfa bókanna naut hylli hér á landi. Nú hefur Bjartur gefið út fyrstu skáldsögu Ferrante, Óþægilega ást, í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Í bókinni segir frá Deliu sem misst hefur móður sína á sviplegan hátt. Í kjölfarið heldur hún til æskustöðvanna til að glíma við erfiða bernsku með tvístraðri fjöl- skyldu og að skoða sambandið við móður sína í gegnum árin og reyna að átta sig á hvort hún hafi yfirleitt þekkt hana. Í september 2009 var framið eitt stærsta rán sem framið hefur verið í Svíþjóð. Slyngir þjófar rændu þyrlu, lentu henni á þaki peningageymslu í Västberga í Stokkhólmi að næturlagi, brutust inn og komust undan með 39 milljónir sænskra króna. Í skáldsögunni Þyrluránið rekur Jonas Bonnier þessa sögu, en hann byggir bókina á ít- arlegum viðtölum við ræningjana. Bókin hefur vakið mikla athygli og útgáfuréttur verið seldur til yfir 30 landa auk þess sem Netflix hefur keypt kvikmyndaréttinn. Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi. NÝJAR BÆKUR Fyrir stuttu kom út önnur út-gáfa Ós Pressunnar, bók-menntatímaritið Ós – The Jo- urnal, en Ós Pressan eru sjálfstætt starfandi félagasamtök fjórtán höf- unda. Heftið nýja hefur að geyma texta á átta tungumálum, þrettán smásögur og 28 ljóð ýmist á ís- lensku, ensku, pólsku, þýsku, hol- lensku, spænsku, kúrdísku eða búlgörsku eftir þrjátíu og einn höf- und sem allir tengjast Íslandi. Til- gangur Ós Pressunnar er einmitt að vera fjölþjóðleg útgáfa, „að fagna öllum þeim ólíka uppruna, kynjum, stílum og tungumálum sem móta hið íslenska bókmennta- samfélag í dag“, eins og segir í til- kynningu frá útgáfunni. Anna Valdís Kro er ein af að- standendum Ós Pressunnar og hún rekur upphafið til þess að þær hitt- ust nokkrar konur í ritsmiðju Sögu- hrings kvenna og Borgarbóka- safnsins í október 2014. „Við ákváðum að halda áfram að hittast nokkrar úr þeim hópi og þegar við sáum auglýsingu um ritsmiðju hjá Angelu Rawlings í janúar 2015 fór- um við margar á það námskeið, fjórtán konur á fimm mánaða nám- skeiði. Það sem heillaði mig, og ég held að hafi heillað okkur allar, var að aðferðirnar sem Angela notaði voru svo þægilegar að við fundum að við gátum allar notið þess að skrifa hvað sem okkur datt í hug á okkar tungumálum, það voru engin skilyrði, það var ekkert bannað.“ – Hvað varð til þess að þið ákváð- uð að hittast aftur eftir ykkar fyrsta fund? „Ég held það hafi verið andrúms- loftið, að sitja saman og skrifa og hjálpast að og svo var svo gaman að kynnast öllum konunum og sög- unum þeirra og tungumálunum. Svo kynntumst við ansi vel á nám- skeiðinu hjá Angelu og þá kom í ljós að margar kvennanna höfðu búið hér lengi og lengi langað til að koma sér á framfæri, langað til að segja frá og gefa af sér en fengu ekki tækifæri af því þær voru ekki að skrifa á íslensku eða hétu ekki íslenskum nöfnum. Íslenskar bók- menntir eru svo miklu meira en bara það sem skrifað er á ís- lensku.“ Anna segir að vel hafi gengið að fá inn efni til birtingar. „Það hafa verið meiriháttar forréttindi að fá að lesa allt það efni sem kemur inn og oft erfitt að velja og hafna,“ seg- ir hún en bætir við að það hafi verið tvísýnt fjárhagslega að halda útgáf- unni gangandi. „Við sóttum um nokkra styrki í fyrra en fengum neikvæð svör, enda er erfitt að fá styrki til að prenta eitthvað sem er ekki bara á íslensku.“ Eins og getið er eru skáldverk á átta tungumálum í öðru hefti Ós – The Journal. Aðspurð hvernig gengið hafi að finna ritstjóra að verkum á svo ólíkum tungumálum segir Anna að þær séu svo heppnar að alltaf hafi tekist að finna aðstoð. „Við erum fjórtán í ritstjórninni og með mikla flóru af tungumálum innan hennar og svo þekkir alltaf einhver einhvern.“ Hægt er að kaupa hefti Ós Pressunnar í Pennanum-Eymunds- son, en einnig er hægt að kaupa þau á vefsetri útgáfunnar, www.ospressan.com/, og þar er ein- mitt óskað eftir efni í næstu útgáfu. Engin skilyrði Í nýju hefti bókmenntatímaritsins Ós – The Journal birtast skáldverk á átta tungumálum eftir þrjátíu og einn höfund sem allir tengjast Íslandi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fjórar af fjórtán aðstandendum, stofnendum og ritstjórum Ós Pressunnar: Anna Valdís Kro, Beatriz Portugal, Randi W. Stebbins og Elena Ilkova. Morgunblaðið/Eggert Kastari LED á fæti 4230lm IP65 Kapal lengd: 5 m. Kapalgerð: H07RN-F 3G1,0 Afl: 50 W. Ljósmagn: 4230 Lm. Litróf: 6500 K. Orkunýtni: A+ LED ljóskastarar Kapallengd: 5 metrar. Kapalgerð: H07RN-F 3G1,0. LED perur: 56 X 0,5W. Ljósmagn: 2530 lm. Litróf: 6500 K. Orkunýttni A. Kastari LED 2530lm IP54 Kastari LED 4750lm IP54 Léttir og nettir LED kastarar til notkunar innan sem utan dyra. Lár hiti frá ljósi og því enginn skaði við snertingu. LED perurnar eru högg- og viðhaldsfríar. 50.000 klst. Kastari úr húðuðum álramma. Hægt að halla ljósi í grind. Kapallengd: 5 metrar. Kapalgerð: H07RN-F 3G1,0. LED perur: 98 X 0,5W. Ljósmagn: 4750 lm. Litróf: 6500 K. Orkunýttni A+. LED LJÓSKASTARAR Í MIKLU ÚRVALI ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.