Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 37
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Kvikmyndir Michael B. Jordan var í stífri líkams-
rækt í eitt og hálft ár með það að markmiði að vera
í toppformi fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Mar-
vel, Black Panther. Jordan leikur þorparann Erik
Kilmonger í myndinni. Í viðtali við blaðamenn á
Evrópufrumsýningu myndarinnar í London á
fimmtudaginn sagði Jordan að hann hefði verið mik-
ið einn með sjálfum sér á þessu eina og hálfa ári
sem hafi verið afar gott fyrir hann því persóna hans
er einfari. Jordan sagði líka í viðtalinu að hann teldi
að myndin myndi hafa mikil áhrif á ungt svart fólk
um víðan heim og vera því hvatning þar sem nær öll
aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum blökku-
manna.
Þjálfaði í eitt og hálft ár
Michael B. Jordan
er þorparinn í nýj-
ustu mynd Marvel.
AFP
Tónlist Liam Gallagher vandaði skipuleggj-
andum Brit Awards ekki kveðjurnar á Twitt-
er þar sem hann svaraði ýmsum spurningum
aðdáenda sinna í svokköluðu „Q&A“. Sagði
hann að í fyrstu hefðu skipuleggjendur viljað
að hann yrði kynnir en á sama tíma neitað
honum um að koma fram og flytja eigin tón-
listaratriði á hátíðinni, þetta þætti honum
fyrir neðan allar hellur.
Ný plata Gallagher, As you Were, kom út í
október á síðasta ári og er Gallagher til-
nefndur til Brit Awards sem besti breski
sólólistamaðurinn ásamt þeim Loyle Carner,
Rag ‘n’ Bone Man, Stormzy og Ed Sheeran.
Gallagher fúll á Twitter
Liam Gallagher fékk
smá útrás á Twitter.
það var ekki til Troll 1. Búningarnir,
tónlistin, handritið, þetta er dásam-
lega slæmt. Búningar og gervi eru
svo vond að þú getur í besta falli
ímyndað þér að þau hafi verið fengin
að láni frá úr sér gengnu öskudags-
búningasafni af leikskóla. Svo er
mjög líklegt að persónur skipti um
skyrtur í miðju atriði án þess að þú
sjáir það. Það er klippt og persónan í
grænu skyrtunni er komin í eina
bláa. Það eru þessi skemmtilegu
smáatriði sem er gaman að fylgjast
með, því alls staðar birtist fúsk.
Hver einn og einasti leikari er
vondur. Flestir sem leika aðal-
hlutverk sóttu um aukahlutverk og
eru ekki atvinnuleikarar en það er
varla afsökun fyrir þeim furðuleik
sem leikarar sýna.
Birdemic frá 2010 er oft talin upp
sem ein af fimm verstu bíómyndum
allra tíma. Raunar hafði handrits-
höfundurinn og leikstjórinn James
Nquyen háleit markmið en hann
sótti innblásturs til Alfred Hitchcock
og myndar hans The Birds frá 1963,
eins besta spennutryllis allra tíma.
Til að sýna hversu alvöru honum var
nefndi hann meira að segja myndina
Birdemic, Shock and Terror (áfall og
hryllingur).
Hængurinn var sá að galdurinn
við mynd Hitchcock var að hann not-
aði að megninu alvöru fugla við tök-
ur sem gerði hana áhrifamikla. Ngu-
yen notar tölvugrafík, ekki vandaða
tölvugrafík heldur af ódýrari gerð-
inni, svipaða og þú getur gert sjálfur
á tölvunni heima hjá þér. Því er
myndin afar ósannfærandi, hlægi-
lega ósannfærandi og þar sem aðal-
persónurnar forðast hægfara og
skrýtna fugla sem gefa frá sér enn
skrýtnari hljóð. Þessi mynd er veisla
fyrir skopskynið, þegar það eina
sem er hægt að gera er að hlæja.
Best er að vara við því að í myndinni
er mjög óþolandi stef spilað sem þú
munt pottþétt fá á heilann!
Ómissandi í bollurnar