Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 16
ÚTTEKT 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 „Leikfimi er klárlega orðið sem er fáránlegasta orð af öllum orðum sem fullorðið fólk notar,“ segir Þórgnýr Einar Albertsson blaðamaður. „Orðið nær bæði að vera barnamál og orð sem bara gamalt fólk segir, þetta heitir kannski leikfimi á fyrstu ár- um grunnskólans, en er reyndar orðið íþróttir á flestum stöðum í dag í stundatöflunni, og svo er þetta stund- að á elliheimilum. Það er því fáránlegt að heyra einhvern sem er á leiðinni í ræktina í World Class segjast ætla í leikfimi. Maður sér fyrir sér einhvers konar blöndu af gamaldags Müllers- æfingum og því að vera barn að leika sér.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekki segja leikfimi! eldri lesendur geta velt fyrir sér má sjá hér að ofan og neðan.  Samstarfsmenn voru óþrjótandi upp- spretta skemmtilegra orða við þessa út- tekt. Þannig viðurkenndi einn að hafa spurt son sinn hvort hann ætlaði svona glænepju- legur út fyrir hússins dyr í merkingunni að fara illa klæddur út í kalt veður. Sonurinn skildi hann ekki.  Annar ungur maður (fæddur 1996) var við það að æla af hryllingi þegar foreldri spurði hann hvort vinur hans væri genginn út.  Svo eru það börnin sem eru spurð hvort þessi eða hinn sé með gsm. Það kom í ljós að mörg þeirra skilja alls ekki spurninguna. „Meinarðu … hvað?“  Svokölluð „tjákn“ eða emoji, broskallar og táknmyndir sem notuð eru í sms-um, facebookskilaboðum og víðast hvar um netið, geta valdið misskilningi milli kyn- slóða. Þannig bentu menntaskólanemendur og kennarar við MH blaðamanni á að þarna væri mikill munur á skilningi milli kynslóða og „fullorðnir“, eða flestir sem eru eldri en þrítugt, vissu ekki að mörg þessara tjákna hefðu kynferðislegar tilvísanir. Sem dæmi myndi unglingnum á heimilinu þykja mjög fyndið að vera beðinn að fara út í búð og fá skilaboð frá foreldrunum sem innihéldu kannski tjákn af því sem ætti að kaupa; egg- aldini og ferskju. Eggaldin er reðurtjákn og ferskja er rass. Tjákn sem hafa kynferð- islegar tilvísanir hjá yngri kynslóðum og Á förnum vegi „Ég má ekki segja poppari, það þykir mjög hallærislegt og ég fæ ekki upp úr dóttur minni hvað ég má nota í stað- inn,“ segir Rut Hermannsdóttir kvik- myndagerðarkona en dóttir hennar er 21 árs gömul. „Ég hef spurt hvort ég megi nota rokkari en það er heldur ekki sam- þykkt og hún heldur að ég sé bara að segja þetta til að reyna að fara í taug- arnar á henni. Ég fálma því bara í myrkri þangað til ég er búin að finna út hvaða orð krakkarnir eru að nota yfir poppara. Mér skilst að ég þurfi einnig að finna út hvaða orð ég má nota yfir diskótek, sem enginn segir lengur.“ Morgunblaðið/Ómar Hvorki popp- ari né rokkari Tryggvi Gíslason, lengi skólameistariMenntaskólans á Akureyri, er af þeirrikynslóð sem man þegar danskan hafði sterk ítök í samskiptum fólks. Tryggvi er fædd- ur á Norðfirði og þar voru einkum norsk áhrif í málumhverfinu, en hann fluttist 7 ára til Ak- ureyrar og þar hafði danskan svo sterk ítök, að sagt var að Akureyringar töluðu dönsku á sunnudögum. Enda þótt Tryggvi sé þekktur sem mikill ís- lenskumaður og ætlaði sér meira að segja að verða doktor í málvísindum, þegar kall kom frá Akureyri um að sækja um starf skólameistara, gengst hann fúslega við því að dönsk orð slæðist oft inn í daglegt mál hans. Nú hefur þú góða yfirsýn yfir orðfæri margra kynslóða. Finnst þér mikill munur á milli ís- lenskra kynslóða í máli? „Ég held að það sé ekki svo mikill munur milli mín og barnanna minna heldur sé meiri munur í tungumáli milli barnanna minna og barnanna þeirra, barnabarnanna minna. Þetta er erfitt að sýna fram á með dæmum, en ég hef rætt þetta við börn mín sem hafa tekið undir þetta. Einnig var munurinn á milli kynslóðar okkar Grétu [Margrétar Eggertsdóttur] eiginkonu minnar og foreldra okkar í orðfæri ekki svo mikill, að ég held. Ég held að kynslóðamunurinn birtist raunverulega fyrst fyrir 20 til 25 árum.“ Þegar þú varst að alast upp á Akureyri, hversu áberandi voru dönskuslettur í þínu mál- umhverfi? „Þær voru mjög áberandi. Þegar ég kom til Akureyrar 7 ára gamall, fór ég niður á Ráðhús- torg eins og það heitir á Akureyri, því að við Ak- ureyringar eru stórlátir menn, eigum Ráðhús- torg en ekkert Ráðhús. Þar kom til mín maður og sagði við mig: „Má bjóða þér bolsíur?“ Ég var nú ekki betri í dönsku en þetta að ég þorði ekki að segja já, því ég vissi ekki hvað hann var að bjóða mér. Bolsíur eru náttúrlega sælgæti, brjóstsykur, en á Akureyri keyptu menn ekki brjóstsykur heldur bolsíur. Akureyringar töl- uðu um altan (svalir), auðvitað með rödduðu l-i, bíslag (skúr), sultutau, margarín (smjörlíki), fortó (gangstétt) og mjög algengt var á Ak- ureyri að menn notuðu drossíur um fólks- bifreiðar.“ En þú sjálfur? Eru dönskuslettur í þínu máli sem kannski barnabörn tengja ekki við? „Já, þau grínast með ýmsar dönskuslettur sem ég nota. Ég held að þau vandi sig líka sér- staklega þegar þau koma í heimsókn til okkar og reyni að tala gott mál en gera þess í stað gys að mér þegar ég segi „akkúrat“, sem ég nota mjög mikið. Þá er Grétu strítt á því, af börnum okkar og barnabörnum, þegar hún segir að ein- hver sé sympatískur. Gamlir nemendur mínir hafa meira að segja skrifað mér eftir að ég fór að skrifa í Vikudag, blað okkar Akureyringa, um íslenskt mál og sproksetja mig fyrir dönskuslettur.“ Blaðamaður hváir. Sproksetja? „Sproksetja. Já, það merkir að gera gys að eða gagnrýna. Mér er þetta orð tamt. Þá sendi gamall nemandi minn mér línu á dögunum og sagðist muna að ég hefði oft sagt „akkúrat“ í tímum þegar ég var að kenna. Og það var - nátt- úrlega - ekki nógu gott fyrir íslenskukennara að vera tekinn svona á beinið.“ Nú varst þú lengi skólameistari og samferða ungu fólki. Geturðu nefnt eitthvert tímabil þeg- ar þú ferð að taka eftir að tungumálið er að breytast? „Nemendur skólans töluðu flestir frekar gott mál og við vorum með mikla íslenskumenn sem kennara og ég varð ekki var við miklar breyt- ingar nema ef til vill enskuslettur síðustu árin. Kennararnir eins og Gísli Jónsson og Árni Kristjánsson gengu eftir því að notað væri gott mál og þetta voru þá frekar dönskuslettur sem við vorum að fást við alla mína tíð, sko. Þarna sérðu, ég segi „sko“ sem er auðvitað enn ein dönskuslettan. Raunar má segja að þrjú algengustu orð í ís- lensku séu komin úr dönsku, orðin jæja, sko og ha. Orðið „jæja“ er komið úr „ja, ja“, eins og Danir segja oft, „sko“ er komið af „sku“ eða „sågu“ sem er stytting á „Så hjelpe meg Gud“ og „ha“ er stytting úr „hvabehar“ - „hvað seg- irðu“. En þetta er hugsanlega of mikil málfræði í viðtali sem átti að vera skemmtilegt - en svona erum við gamlir barnakennarar staglsamir.“ Danska á sunnudögum Er ekki ótrúlegt miðað við hvað danskan hafði sterk áhrif á íslenskuna um langt skeið hvað yngri kynslóðir eru komnar langt frá því að skilja mörg þessara orða? „Jú, það má segja það. Sérstaklega ef við horfum til þess hversu dönsk sum samfélög á Íslandi voru. Um 1840 fór öll kennsla í barna- skólanum í Reykjavík fram á dönsku. Í Reykja- vík voru þá um 300 íbúar. Meira að segja kallaði næturvaktin, sem var eins konar lögregluvakt og fór um þetta litla þorp sem Reykjavík var þá og kveikti gasljósin á kvöldin, og hrópaði á dönsku hvað tímanum leið, raunar alla nóttina. Þegar Gunnlaugsen bæjarstjóri fyrirskipaði næturvaktinni að hrópa á íslensku, urðu dönsku kaupmennirnir fúlir við, enda fannst þeim þetta vera danskur bær. Jónas Hallgrímsson orti mikið á dönsku á Reykjavíkurárum sínum. Danska hafði því í margar aldir sterk ítök.“ Eru einhver orð, slettur eða slangur, einhver orð sem virðast vera í tísku í dag, orðfæri núna, sem þú sérð ekki í anda að hefði verið notað af þinni kynslóð? „Ég á nú kannski erfitt að svara því svona på stående fod.“ På stående fod? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem barnabörnin stríða þér á? „Ég þori heldur ekki að segja þetta við þau þótt ég noti þetta annars oft.“ Svona til gamans að lokum, Tryggvi. Þetta með að á Akureyri hafi menn talað dönsku á sunnudögum. Þú hefur þínar skýringar á því? „Áður en Akureyringar fengu kirkju, inni á gömlu Akureyri, sóttu þeir kirkju í Hrafnagili. Dönsku kaupmennirnir og aðrir Danir á Ak- ureyri gerðu það ekki heldur héldu þeir sínar eigin messur heima hjá sér, bæði áður og eftir að kirkjan var reist, og þá var að sjálfsögðu töl- uð danska, notuð dönsk biblía og dönsk sálma- bók. Líkur benda til þess, að vinnukonur innan úr Eyjafirði, því Akureyrarkaupmenn höfðu ís- lenskar stofupíur, hafi orðið vitni að því að töluð var danska við þessar guðsþjónustur kaup- manna á sunnudögum og af þessum sökum töl- uðu menn í Eyjafirði og nærsveitum um að á Akureyri væri töluð danska á sunnudögum. Skýringin er ekki heilagur sannleikur, heldur ágiskanir, en mér finnst hún skemmtileg og held mig við hana.“ Barnabörn Tryggva Gíslasonar gera grín að því þegar hann segir „akkúrat“. Morgunblaðið/Hari Barnabörnin gera gys að dönskuslettunum ’Á Akureyri keyptu menn ekkibrjóstsykur heldur bolsíur ’ Akureyringar töluðu umaltan, auðvitað með rödd-uðu l-i, bíslag, sultutau,margarín og fortó

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.