Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 28
Bretanía er svæði í Frakklandisem hefur upp á margt aðbjóða. Þetta er skagi sem teygir sig út í Atlantshafið í vest- anverðu landinu. Það gerir það að verkum að strandlengjan er hvorki meira né minna en 1.200 km löng. Héraðið hefur haft tengingu við Ísland í gegnum tíðina sem endur- speglast m.a. í því að það hefur feng- ið fjölda ólíkra nafna á íslensku. Bretanía er algengasta íslenska heitið í dag en nöfnin Bertangaland, Bretland, Syðra-Bretland eða Bret- land hið syðra hafa öll verið notuð. Fólk frá Bretaníu kallast Bretón- ar og tala sumir þeirra málið bret- ónsku, sem er skilgreint sem mál í útrýmingahættu af UNESCO en þeim sem tala tungumálið fækkaði úr einni milljón árið 1950 í um 200.000 í upphafi þessar aldar. Er 61% þeirra eldra en 60 ára. Bretanía var sjálfstætt ríki en sameinaðist konungsríkinu Frakk- landi árið 1532. Þessi sérstaka saga landsins gerir það að verkum að menningin á þessu svæði er einstök og sker sig úr mörgu sem tíðkast annars staðar í landinu. Arfleifð frá Keltum er einnig rík á þessum slóð- um og fagna Bretónar gjarnan þess- ari sérstöðu sinni. Arfleifðin frá nágrönnunum í norðri sést víða, til dæmis í nöfnum þorpa eins og Aber-Wrac’h, Trono- ën, Locmariaquer, Pouldreuzic og Kerhornaouen. Þarna er drukkinn eplasíder og húsin eru hlaðin úr steini. Aðalferðamannatíminn í Bretaníu er frá því seint í júní þar til snemma í september. Langir og rakir vetur fæla ferðamenn frá og mörg hótel eru lokuð þar til um páskana. Flestir eru ferðamennirnir í júlí og ágúst þegar Frakkar eru jafnan í fríi og þeir sem vilja forðast fjöldann ættu heldur að heimsækja svæðið í júní eða september. Bretanía er góð fyrir fjölskyldufrí. Þarna eru margar strendur, sem eru ekki eins troðnar og þær í suður- hluta landsins enda er veðráttan að- eins kaldari í norðurhlutanum. Til dæmis er hægt að tjalda en í hér- aðinu eru mörg tjaldsvæði sem sum eru meira að segja með veitinga- húsum og vatnsrennibrautagörðum. Héraðið er kjörið til þess að stunda ýmsa útivist. Þarna er til að mynda hægt að kafa, kannski ekki eftir suðrænum litríkum fiskum heldur frekar skipsflökum úr síðari heimsstyrjöldinni. Strandlengjan er kjörin til göngu- ferða eins og til dæmis á Presqu’Île de Crozon og Côte de Granit Rose. Þarna er líka nægur vindur til að stunda hina áhugaverðu íþrótt flug- drekabrun og ennfremur eru víða góðir staðir til brimbrettaiðkunar. Þeir sem vilja stöðugra farartæki en brettið geta farið í kajakferðir. GettyImages/iStockphoto Pönnukökur að frönskum hætti, crêpes og gallettes, eru upprunnar þarna. GettyImages/iStockphoto Töluvert er drukkið af eplasíder á þessum slóðum. GettyImages/iStockphoto Strandir og menning Bretanía er svæði í Frakklandi sem er ríkt að sögu og menningu, frábært fyrir fjölskyldufrí og líka paradís útivistarfólks. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Vitinn í Ploumanac’h þykir fallegur en rauðleitu steinarnir í kring eru hluti af aðdráttaraflinu. ’Flestir eru ferðamenn-irnir í júlí og ágústþegar Frakkar eru jafnan ífríi og þeir sem vilja forð- ast fjöldann ættu heldur að heimsækja svæðið í júní eða september. FERÐALÖG Ferðalangar til Bretaníuskaga ættu endilega að gæðasér á fersku sjávarfangi, til dæmis er víða boðið upp áostrur. Einnig er algengt að á boðstólum séu blandaðir sjávarréttir af ýmsu tagi, kræklingur og fiskisúpa. Ferskir sjávarréttir 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.