Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 31
Bifröst til að semja handa sér siðareglur. Ráðherrar sem skipast til borðs í ríkisstjórn eiga að horfa á stjórnarskrá og stjórnskipunarvenjur og þær hinar sérstöku reglur og fordæmi sem þróast hafa um meðferð mála í ríkisstjórn. Það er ekki líklegt að Jón á Bifröst, með viðkomu í Moskvu, geti bætt eitt- hvað við það, svo gagn megi hafa af. Það má þó ekki útiloka það með öllu. Það er aldrei að vita hvaðan gott kemur, sagði kerlingin. „Mí tú“ sagði karlinn, af því að hann hélt að til þess væri ætlast á þessum búktal- aratímum. Rússagaldur hinn síðari Sáralítið hefur verið rætt um það hér á landi að ofur- umræðan um samsæri Trumps og Rússa í aðdrag- anda kosninga stendur nú öll á haus. Íslenskir frétta- menn, sem lesa ekki annað en CNN, birtast óhjákvæmilega sem blindir eða ólæsir og munu seint frétta af því. Demókratar og þeir sem fjalla um hvað sérstakur saksóknari vestra kunni að vera að rannsaka eru nú að reyna að fikra sig frá því að málið hafi nokkru sinni staðið um það að Trump hafi verið í samsæri við Pút- ín um að vinna forsetakosningarnar. Upp á síðkastið hefur orðið ljóst að eina heimildin sem menn hafa byggt ásakanir sínar á er skýrsla sem Demókrataflokkurinn og handlangarar forseta- frambjóðenda þeirra létu sjálfir semja og greiddu fyr- ir úr eigin vasa. Leyniþjónustumaður sem MI6 setti á eftirlaun upp úr fertugu tók að sér verkið í samráði við kumpána sem hann hafði kynnst í Moskvu. Málið er orðið stórkostlega vandræðalegt fyrir demókrata. Ráðvilltir í öngstrætinu reyna þeir nú að snúa rannsókninni yfir í það að hún fjalli nú og hafi í raun- inni alltaf fjallað um „obstruction of justice“. Þá er átt við að Trump eða menn á hans vegum hafi þvælst fyr- ir réttvísinni og reynt að afvegaleiða hana. Og það sé ólöglegt. Rétt eins og Nixon Er þá gjarnan minnt á það að Nixon karlinn hafi ein- mitt verið tekinn fyrir slíkt athæfi. Og það er mikið rétt. Richard Nixon kom hvergi nærri innbroti í skrifstofur Demókrataflokksins í Washington. Hann hafði fyrirfram ekki hugmynd um að þetta stæði til. Það var ekki fyrr en nokkru eftir að brotist hafði ver- ið inn á skrifstofur demókrata að forsetinn frétti af „glæpnum“ sem forsetanum þótti jaðra við óskilj- anlega fávisku vanvita. En honum urðu á alvarleg mistök. Þótt þetta væri í hans huga smámál sem helst mætti flokka undir óskiljanlega þvælu, þá taldi hann að málið myndi varpa bletti á hann. Og hins vegar taldi hann forseta- embættið svo sterkt að það gæti haft fullt vald á að koma þessu vitlausa máli út úr heiminum. En þessi litla þúfa átti eftir að velta ofurhlassinu Nixon. Atlagan að honum gekk út á að hann hefði reynt að nota opinbert vald sitt til að spilla fyrir rann- sókn málsins. Segulböndin frægu hafi svo staðfest það og því hafi Nixon hrökklast úr embætti með skömm sem enginn hefur enn slegið. Vond samlíking Vandinn við að beita þessu afbrigði á Trump karlinn er augljós. Þótt þetta innbrot á skrifstofur demókrata í Watergate hafi verið bjálfaleg aðgerð sem ekkert hafðist út úr þá var aðgerðin engu að síður glæp- samlegs eðlis. Og þeir sem skipulögðu innbrotið ætluðu sér örugglega að hafa eitthvað upp úr krafsinu til að nota í baráttunni við andstæðinginn. Eindreginn brotavilji var því fyrir hendi þótt gripið væri í tómt. En í dæmi Trumps er staðan sú að glæpinn vantar. Það er búið að leita að honum í heilt ár. Glæpurinn blasti við öllum heiminum í málinu gegn Nixon frá fyrsta degi. Það verður seint hægt gefa út ákæru á hendur manni fyrir að hafa reynt, að vísu með mjög óljósum hætti, að tefja rannsókn glæps sem aldrei hefur dúkkað upp! Það er svo þyngra en tárum taki að sífellt birtast fleiri óyggjandi fréttir sem virðast taka af öll tvímæli um pólitíska misnotkun æðstu valdamanna Alrík- islögreglunnar FBI og trúnaðarmanna Obama í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þessu valdi hafi verið beitt gróflega gegn pólitísk- um andstæðingum í aðdraganda kosninga og eftir að hinn nýi forseti var tekinn við. Það var vitað að J. Edgar Hoover lét njósna um og hlera bandaríska stjórnmálamenn, jafnvel sjálfan dómsmálaráðherrann, yfirmann hans og ýmsar skýrslur af því tagi enduðu á náttborði Lyndons Johnsons forseta, arftaka Kennedys úr röðum demó- krata, sem las þær af áfergju, að sögn ævisöguskrif- ara hans. En þessum ógeðfellda þætti átti að hafa lokið með dauða J. Edgars. Kennedy-bræður, John og Róbert, höfðu haft hug á að láta Hoover fara. En persónuleg hegðun þeirra þoldi ekki dagsins ljós og þeir voru ekki í vafa um það að J. Edgar átti óvenjuþykka og ókræsilega skýrslu- bunka um þá og milljarðamæringinn föður þeirra. Það var einnig mat Johnsons sem ræddi við ráð- gjafa sína um að reka leynilögregluforingjann mikla. Niðurstaða Lyndons Johnsons var svo sannarlega orðuð í hans sérstaka stíl: „Það er betra hafa J. Edg- ar inni í tjaldinu manns mígandi út, en standandi fyrir utan í tjaldgættinni mígandi inn.“ Ef þetta væru einu kostirnir í stöðunni þá er nær öruggt að allir þjóðhá- tíðargestir í Herjólfsdal myndu hafa greitt atkvæði með tillögu Lyndons Johnsons. Athyglisverður punktur Eitt af því sem við erum vön á síðustu árum er að horfa til kannana. Við gerum það bæði í óþoli eftir endanlegum úrslitum og eins reyna stjórnmálamenn að bregðast við því sem lesa má út úr könnunum. Óþolið er orðið svo mikið að sums staðar erlendis er lagt í mikinn kostnað við kannanir á kjördag, svo kall- aðar útgönguspár. Það er vafasamt að kalla þetta spár því að fólkið sem spurt er skilaði atkvæði sínu fáeinum mínútum áður en það var spurt. Mjög víða standa lög gegn því að slíkar tölur séu birtar fyrr en kjörstöðum hefur verið lokað. Í víðáttumiklum löndum er miðað við það þegar fyrstu kjörstöðum hefur verið lokað. Þá sé heimilt að birta þessar spár þótt fjöldi kjörstaða á öðrum tíma- beltum sé enn opinn. Rökin eru þau að kjörstaður sem hefur verið lokað birtir strax rauntölur úr talningunni. Fyrstu tölur frá kjörstöðum, oft aðeins örfá pró- sent, eru svo vegin við útgönguspána og ef samræmi er á milli þá er þegar spáð fyrir um úrslitin í kjör- dæminu. Nýlega var birt könnun um fylgi væntanlegra framboða í Reykjavík og fjöldi fulltrúa einstakra flokka reiknaður út frá því. Haft var eftir sérfræðingi að þessi könnun benti ekki til breytinga. Þess var kannski ekki að vænta því að enn var lítið vitað um einstök framboð eða hvaða flokkar mundu ná að bjóða fram og þá hverja. Í rauninni er það hálfgerður kækur, vani eða óvani að spyrja stjórnmálafræðinga um þessar kannanir því að fréttamenn ættu að vera færir um að lesa úr þeim sjálfir. Eitt af því sem vakti nokkra athygli við þessa nýbirtu könnun var að miðað við kosningarnar 2014 er Sjálfstæðisflokkurinn nú með flesta borg- arfulltrúa en Samfylkingin hafði meirihluta þeirra þá. Kosningabaráttan er ekki hafin, svo þetta var kannski helsti fréttapunkturinn, þótt hafa verði fyr- irvara á gildi hans. Enn er allt óljóst um framboð Framsóknarflokks og Miðflokks, en athygli vakti í gær að formaður Framsóknarflokksins virðist vera að færa flokkinn í átt að stefnu Samfylkingar í flug- vallarmálum með tilburðum sínum til að viðhalda áframhaldandi óvissu um flugvöll í Reykjavík. Framsókn getur því sennilega skorið seinni helm- ing framboðsheits síns um flugvallarvini burt í þetta sinn. Ætli það sé líklegt til að auka sigurlíkur listans? Varla. Morgunblaðið/Eggert ’ Sáralítið hefur verið rætt um það hér á landi að ofurumræðan um samsæri Trumps og Rússa í aðdraganda kosninga stendur nú öll á haus. Íslenskir fréttamenn, sem lesa ekki annað en CNN, birtast óhjá- kvæmilega sem blindir eða ólæsir og munu seint frétta af því. 11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.