Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 LESBÓK Sjónvarp Þótt Jennifer Garner hafi fyrst skotið upp á stjörnuhimininn í sjónvarpi, í glæpaþáttunum Alias á ár- unum 2001-2006, hefur hún fyrst og fremst leikið í kvik- myndum síðustu árin. Það þykir því heyra til tíðinda að hún hafi samið við HBO-sjónvarpsstöðina um að leika aðalhlutverk í nýrri gamanþáttaröð sem kallast Camp- ing en fyrirhugað er að þættirnir verði alls átta. Hand- rit þáttanna er í höndum Lenu Dunham en þættirnir eru gerðir eftir samnefndum breskum þáttum sem Julia Davis skrifaði. Í stuttu máli fjalla þeir um úti- legu sem Jennifer Garner skipuleggur fyrir 45 ára afmæli eiginmanns síns en allt skipulag fer upp í háaloft þar sem óvænt koma fjölskyldumeðlims leiðir til alls kyns vitleysu. Aftur í sjónvarp Jennifer Garner sló fyrst í gegn í Alias. Kvikmyndir Jamie Dornan, sem fer með hlut- verk Christians Greys í Fifty Shades- kvikmyndunum, segist láta sig litlu skipta hvað gagnrýnendur og áhorfendur segi um leik hans í myndunum. Þeir einu sem hann ræði slíkt við og hlusti á séu kollegar, vinir og fjölskylda, þeirra álit skipti hann mestu máli. Í viðtali við við The Sun segir hann að þess vegna sé hann ekki skráður á neina sam- félagsmiðla, til að hann freistist ekki til að fletta athugasemdum um sjálfan sig upp, en eins og fram kemur í grein hér að neðan hef- ur myndin fengið afar slaka dóma. Er ekki á samfélagsmiðlunum Jamie Dornan forðast að heyra gagnrýni. Einnar stjörnu kvikmynda-gagnrýni vekur ekki minni at-hygli en þeir dómar sem gefa fullt hús. Fólk veltir því fyrir sér hvaða ósköp ganga á í myndinni sem verðskuldi slíka falleinkunn. Er það leikurinn? Handritið? Leikstjórn? Allt saman? Í vikunni hafa nokkrir þekktir kvikmyndagagnrýnendur slátrað nýrri fjötrabíómynd leik- stjóra House of Cards, James Foley; Fifty Shades Freed sem byggð er á samnefndri skáldsögu E.L. James, þeirri þriðju í röð Fifty Shades- bókanna. Gagnrýnendur The Tele- graph og Guardian gefa myndinni aðeins eina stjörnu. Rolling Stone er á sama máli. Yfirleitt er umfjöllunarefni blaða góðar kvikmyndir, sem vert er að horfa á, en hér og nú ætlum við að snúa þessu á hvolf og skoða kvik- myndir sem hafa þótt það slæmar að þær fara hringinn og þykja upplifunarinnar og áhorfs virði. Þótt undirrituð ætli ekki að skrifa upp á að Fifty Shades Freed falli í þann flokk eru þær nokkrar sem eru svo vondar að áhorfendur eru raunverulega að missa af skemmt- uninni sem felst í því að horfa á slæmu bíómyndina. Listi sem hér birtist yfir „góðar vondar“ er unn- inn út frá eigin áhorfi greinarhöf- undar og með hliðsjón af bollalegg- ingum ýmissa kvikmyndagagnrýnenda um víða veröld. Það ber þó að virða það að sumir hafa einfaldlega engan húm- or fyrir vondum bíómyndum.  Godzilla lendir yfirleitt í efstu sætum lista yfir vondar bíómyndir sem ómissandi er að sjá. Godzilla er eitt frægasta skrímsli kvikmynda- sögunnar en það birtist fyrst í jap- anskri kvikmynd á 6. áratugnum enda japanskt að uppruna. Godzilla frá 1998 er í fyrsta sinn sem Holly- wood færir skrímslið í bandarískan búning og þótti það takast skelfi- lega. Plottið þykir lapþunnt, skrímslið allt, allt of stórt og tækni- brellurnar eru aðallega eðlufætur að trampa á leigubílum. (Enginn skildi heldur hvernig 200 tonna skrímsli gat í einu atriðinu skautað á leigubílum.) En svo eru það furðu- legustu atriðin eins og að skrímslið þráir ekkert meira en að eignast af- kvæmi í Madison Square Garden. Hvað sem öllu þessu líður hefur leikstjórinn sagt að af öllum hans myndum sé Godzilla frá 1998 sú sem er í mestu eftirlæti hjá börnum hans. Það má alveg segja að þetta sé yfirdrifin og klisjukennd skrímslaskemmtun þar sem allt og allir fara fram úr sér í látunum.  Batman & Robin frá 1997 er vissulega vond. Meira að segja leik- stjórinn, Joel Schumacher, hefur beðið aðdáendur ofurhetjumynda af- sökunar á hversu léleg hún er. En engu að síður má heiðra myndina fyrir að sjá George Clooney í hræði- lega ljótum gúmmíbúningi, þorpara sem breytir óvinum sínum í einhvers konar ísskúlptúr og leik sem minnir á einhvers konar skondna æfingu á leiklistarnámskeiði þar sem leikarar eru allt of stirðbusalegir þar sem þeir eru svo uppteknir af því að þeir eru að reyna að líkjast teiknimynda- persónum.  A Christmas Prince varð að hálf- gerðu æði fyrir síðustu jól. Hún þótti svo væmin og yfirgengilega klisju- kennd að notendur samfélagsmiðl- anna gátu hreinlega ekki hætt að skrifa um hana. Á endanum varð fólk svo forvitið, sem hafði ekki séð hana, að það eyddi kvöldi í að horfa á hana á Netflix. Plottið? Fréttakona dulbýr sig sem kennara til að kom- ast nær prinsi sem er hress pipar- sveinn og gera um hann æsifrétt. Þau verða ástfangin og á hún þá að segja honum satt? Að hún sé í raun fréttamaður? Hver einasti rammi myndarinnar er annaðhvort með jólaljós eða jólakrans í bakgrunni, hvert augnatillit, koss, bjöllu- hljómur, bros og setning er klisju- kennt og áhorfandinn stendur sig að því að hugsa í hvert einasta sinn: „Nei, þið ætlið ekki í alvörunni að hafa þetta svona yfirdrifið, eða hvað?“ En svar hvers einasta atriðis er: „Jú, nefnilega.“  The Room frá 2003 var nú rétt fyrir síðustu jól valin „besta versta mynd“ allra tíma af BBC. Þetta er ekki fyrsti listinn þar sem myndin trónir í efsta sæti og í raun er myndin þess vegna orðin að hálf- gerðu költi og 10. janúar síðastlið- inn var hún sýnd í 600 kvikmynda- húsum vestanhafs til að halda upp á 15 ára afmæli hennar. En af hverju horfir fólk aftur og aftur á The Room? Leikur, handrit og umhverfið allt er ekki bara slæmt; það er stór- furðulegt. Leikarar fara með dramatískar setningar eins og þeir séu að segja brandara og það er varla samhengi í sumum samtöl- unum. Einn aðdáandi myndarinnar lýsir þessu svo: „Það er eins og The Room sé gerð af geimveru sem hef- ur aldrei séð bíómynd en hefur lesið sér til um hvernig þær eiga að líta út og eru gerðar.“  Troll 2 frá 1990 er vond öll í gegn, allt frá titli myndarinnar. Í fyrsta lagi er ekki eitt tröll í myndinni held- ur einhverjar furðuverur sem eiga ekkert skylt við tröll og í öðru lagi hafði aldrei verið gerð fyrri mynd, Fifty Shades of Freed þykir átak- anlega vond. Bestu vondu bíómyndirnar Til eru bíómyndir sem þykja svo vondar að þær hafa orðið að hálf- gerðu költi. Svo vondar að það er upplifun að sjá hversu vondar þær eru; upplifun sem má bara ekki verða af. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.