Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2018 Græni hatturinn, sá rómaði tónleikastaður, varð að veruleika fyrir hálfum öðrum áratug. Upp á það er nú haldið: Hjálmar áttu að leika þar í gær og sami mannskapur verður á sviðinu í kvöld, laugardagskvöld. Næsti kafli veisluhaldanna verður svo á fimmtudagskvöld þegar Sóli Hólm verður með uppistand. Haukur Tryggvason opnaði staðinn og rekur enn. Óhætt er að segja að rólegt hafi verið framan af, jafnvel að fall sé fararheill því dag einn í desember 2006 var húsið tómt á tónleikum. „Dyrn- ar voru ekki opnaðar allt kvöldið. Það kom enginn!“ sagði Hauk- ur í bók sem kom út fyrir fimm árum í tilefni 10 ára afmælisins. Hann hugðist skella í lás til frambúðar en ákvað að þrauka fram í mars eftir að umboðsmaðurinn Grímur Atlason hringdi og tilkynnti að hin sænska Lisa Ekdahl vildi koma. Staðurinn fylltist af sænskmenntuðum Akureyringum og ekki varð aftur snúið. Oftast hefur verið fullt út úr dyrum síðan Lisa fór! Haukur Tryggvason, vert á Græna hattinum á Akureyri. Rólegt var framan af en nú er haldið upp á fimmtán ára afmælið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vænn og vel grænn Sigurður Guðmundsson tekur ofan hvíta hattinn. Sigurður leikur og syngur á þeim græna í kvöld. Morgunblaðið/Skapti Fimmtán ára afmæli tónleikastaðarins Græna hattsins á Akureyri fagnað Kvikmyndahús í Reykjavík tóku sig saman í febrúar árið 2000 og auglýstu „breytta og betri tíma fyrir bíógesti,“ er þau hófu í fyrsta skipti að sýna myndir klukkan 16, 18, 20, 22 og 24. Áð- ur fóru langflestir í bíó kl. 21. Hafdís Hafsteinsdóttir, starfs- maður í Háskólabíói, sagði fólk mun betur upplýst, en hún hefði fyrirfram búist við, samt hefðu nokkrir vanafastir bíógestir mætt klukkan sjö og níu. Hafdís sagðist búast við því að nýir sýningartímar myndu leiða til þess að aðsóknin yrði dreifð- ari; í stað þess að fá langflesta gesti á níusýningar, myndi sá hópur nú dreifast á tvær sýn- ingar, kl. 20 og 22. Sólveig Har- aldsdóttir, starfsmaður í miða- sölu Stjömubíós, sagði fólk almennt búið að átta sig á breyttum sýningartímum. „Mætingin á áttasýninguna var svipuð og mætingin á sjösýn- inguna áður,“ sagði Sólveig. Bæði Sólveig og Hafdís voru sammála um að nýju sýningar- tímarnir væru betri fyrir starfs- fólkið. „Mér líst miklu betur á þetta því vinnutíminn er styttri á virkum dögum og lengri um helgar og þetta hentar mér því mjög vel þar sem ég er í skóla,“ sagði Sólveig. GAMLA FRÉTTIN Vanafastir mættu kl. sjö og níu Auglýsing á bíósíðu Morgunblaðsins í febrúarmánuði árið 2000. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jón Óttar Ragnarsson athafnamaður. Kim Jong-il fv. leiðtogi Norður-Kóreu. Robbie Robertson kanadískur fjöllistamaður.Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is GM 9900 Verð frá 435.000,- GM 3400 Verð frá 649.000,- GM 2152 Verð frá 539.000,- PLANK GM 3200 Verð frá 575.000,- GM 7700 Verð frá 629.000,- BORÐSTOFUBORÐ GM 3300 Verð frá 665.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.