Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 1
Meirihluti stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar Alþingis, eða fimm
nefndarmenn af níu, bæði úr stjórn
og stjórnarandstöðu, leggja til að
frumvarp um lækkun kosningaald-
urs í sveitarstjórnarkosningum úr
18 árum í 16 verði afgreitt sem lög
á yfirstandandi þingi. Kjörgengi
verði þó áfram takmarkað við 18
ára aldur.
Ef lækkun kosningaaldurs verð-
ur lögfest telur meirihlutinn að
ekkert sé því til fyrirstöðu að unnt
sé að hrinda breytingunni í fram-
kvæmd tímanlega fyrir sumarið svo
16 og 17 ára einstaklingar geti
neytt kosningaréttar síns í sveitar-
stjórnarkosningunum 26. maí. Það
er um helmingur síðasta árgangs
grunnskólanema og leggja nefnd-
armenn til að komið verði á fræðslu
fyrir þennan hóp í samráði við um-
boðsmann barna.
omfr@mbl.is »18
Vilja lækka kosn-
ingaaldur í 16 ár fyr-
ir kosningar í vor
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 67. tölublað 106. árgangur
ÓLÍKIR MENN-
INGARHEIMAR
MÆTAST Á HM MÚSÍKTILRAUNIR
FLUGTAK
FLJÚGANDI
BÍLA Í GENF
LUNGAMJÚKT, HÆTTULEGT 38 SÉRBLAÐ UM BÍLA 00VÍÐIR REYNISSON 12
Ekki er eftir miklum tekjum að
slægjast í rekstri smáverslana olíu-
félaganna. Þetta er mat Snorra Jak-
obssonar, ráðgjafa hjá Capacent, eft-
ir athugun á síðasta ársreikningi
olíufélagsins Skeljungs. Olíufélögin
reka smáverslanir á stöðvum sínum
um land allt.
Snorri bendir á að N1 sé að kaupa
Festi sem rekur m.a. Krónuverslan-
irnar og Skeljungur að kaupa net-
verslunina Wedo sem rekur Hóp-
kaup, Heimkaup og Bland. Þannig
reyni þessi tvö fyrirtæki að laga sig
að breyttum aðstæðum á markaði.
„Skeljungur fær 130 milljónir
króna í hreinar leigutekjur fyrir 10/
11-verslanirnar. Það sýnir svart á
hvítu hve litlu þessi rekstur skilar til
olíufélaganna og það má yfirfæra
þetta á hin félögin einnig,“ segir
Snorri í samtali við Morgunblaðið.
„Það er einfaldlega ekki eftir mikl-
um tekjum að slægjast í þessum
sjoppurekstri,“ segir hann. Snorri
veltir fyrir sér í þessu samhengi hver
sé framtíðarsýn olíufélaganna nú
þegar tímar jarðefnaeldsneytisins
sem orkugjafa fyrir ökutæki séu
senn að líða. »16
Sjoppurekstur skilar litlu
Litlar tekjur eru af smáverslunum olíufélaganna
Morgunblaðið/Júlíus
Olíufélögin Þau þurfa að marka
sér stefnu til frambúðar.
Vorjafndægur verða í dag, nákvæmlega klukkan
16.15. Um þetta leyti er dagurinn um það bil
jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af
því er nafnið dregið, segir á Stjörnufræði-
vefnum. Veðurblíðan að undanförnu minnir á að
vorið er líka framundan. Hafa verktakar nýtt sér
hlýindin og stilluna óspart eins og þessir sem
voru að gera við malbik á gatnamótum Vonar-
strætis og Suðurgötu í gær.
Gert við malbik á götum borgarinnar í veðurblíðu
Morgunblaðið/Hari
Vorjafndægur í dag og vor í lofti
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað, áætlar að útflutningsverðmæti
afurða úr 186 þúsund tonna loðnu-
kvóta íslenskra skipa á vertíðinni geti
numið um 13 milljörðum króna. Verð-
mæti úr afla norskra og grænlenskra
skipa, sem landað var hér á landi,
koma til viðbótar og gætu numið 3-4
milljörðum.
Hoffellið SU frá Fáskrúðsfirði er
eitt skipa enn á loðnuveiðum og var á
Húnaflóa í gær. Bergur Einarsson
skipstjóri segir að þar hafi verið mikl-
ar lóðningar, en loðnan lá við botninn.
Þeir fengu þó um 150 tonn af góðri
loðnu í fyrsta kastinu. Önnur skip
hafa lokið loðnuvertíð og eru flest á
kolmunna vestur af Írlandi. »15
Lokametrar 13 millj-
arða loðnuvertíðar
Nemendur í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja ráða sjálfir hversu mikið þeir
mæta í skólann upp að vissu marki.
Ef fjarvistir fara yfir það er litið svo
á að nemandi hafi sagt sig úr nám-
inu. Þetta segir Kristján Ásmunds-
son, skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Nemendur geta verið frá skóla í
allt að þrjár vikur á önn án þess að
vera vísað úr áfanga. Í próflausum
áföngum eru stífari mætingareglur.
Ákvörðun um breytta mætingar-
skyldu kom til vegna misnotkunar
nemenda á læknisvottorðum en
dæmi eru um það að nemendur hafi
skilað læknisvottorðum þá daga sem
þeir voru á ferðalagi erlendis.
Kristján segir að slíkt nái ekki
nokkurri átt og ekki sé hægt að vé-
fengja læknisvottorð. Hann segir að
mæting sé nú á valdi nemenda og
þeir ráði sjálfir hvenær þeir mæti í
skólann. Á sama tíma sé það alfarið í
þeirra höndum að standast mæting-
arkröfur til þess eiga rétt á að halda
áfram í áföngum. Kristján segir að
atvinnurekendur kanni í auknum
mæli mætingu nemenda í skólann og
það sé betra að vera ábyrgur. »4
Nemendur stjórna
mætingu í skólann
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árni Bragason landgræðslustjóri
segir það rétt sem komið hefur fram
að samstarfið mætti vera betra inn-
an loftslagshreyfingarinnar. Hart sé
tekist á um takmarkaða fjármuni.
„Ákveðinn hópur fólks hefur gert
lítið úr verkefnum annarra. Afstaða
Landgræðslunnar hefur verið sú að
okkur veiti ekkert af að vinna á
mörgum vígstöðvum. Ég tek ekki
þátt í að níða niður verk annarra.
Það er ekki minn stíll,“ segir Árni.
Fylgir ekki eigin tilmælum
Reynir Kristinsson, stjórnarfor-
maður Kolviðar, segir umhverfis-
ráðuneytið hafa afþakkað að láta
kolefnisjafna ríkisstofnanir.
Það kosti aðeins 15-20 milljónir.
„Ríkið leggur hart að fyrirtækjum
að kolefnisjafna sig en gerir það ekki
sjálft,“ segir Reynir. Til að setja
þessar tölur í samhengi er áætlað að
tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi
verði 5,6 milljarðar í ár. Það eru vel á
þriðja tug milljarða á kjörtímabilinu.
Stefna stjórnvalda er að Ísland
verði kolefnishlutlaust árið 2040.
Átök í loftslagsmálunum
Landgræðslustjóri segir barist um fé Ráðuneyti sagt afþakka kolefnisjöfnun
MÓeining » … 6
Hagsmunir skarast
» Deilurnar varða m.a. hvort
leggja beri áherslu á endur-
heimt votlendis eða skóg-
rækt til að binda koldíoxíð.
» Á meðan eykst losun
þess.