Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Gagnlegur og góður fundur
Katrín Jakobsdóttir fundaði með Merkel kanslara Langt og farsælt samstarf
Óskaði aðstoðar við leit að Hauki Hilmarssyni Haukur ekki í haldi Tyrkja
Arnar Þór Ingólfsson
Guðrún Erlingsdóttir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að fundur hennar og
Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands, í gær hafi verið gagnlegur,
góður og skemmtilegur. Þær hafi
farið vítt yfir sviðið en Þýskaland og
Ísland eigi langa sögu um gott sam-
starf.
Katrín sagði á blaðamannafundi
sem haldinn var í Berlín að þjóðirnar
tvær deildu sömu sýn þegar kæmi að
virðingu fyrir frelsi og lýðræði,
mannréttindum og réttaröryggi.
Þær hefðu einnig sömu sýn á jafn-
rétti kynjanna og hélt Katrín erindi
síðdegis í gær um þau mál.
Katrín sagði á blaðamannafundin-
um að jafnrétti kynjanna hefði skip-
að stórt hlutverk í stjórnmálum á Ís-
landi undanfarin ár og það væri
áhugverð þróun í gangi í þeim mála-
flokki á Íslandi.
Til þess að sýna hversu mikið Ís-
lendingar meta samstarfið við Þjóð-
verja var sendiráðið í Berlín valið
sem eitt af tveimur sendiráðum til
þess að taka þátt í hátíðarhöldum í
tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Ís-
landi.
Að sögn Katrínar nær samvinna
Þýskalands og Íslands langt aftur og
þá sérstaklega í tengslum við bók-
menntir. Katrín fagnaði því að hitta
Merkel í Berlín og sagði borgina hafa
aðdráttarafl fyrir unga Íslendinga
sem þar byggju og sæktu sér inn-
blástur í verk sín. Hún sagði einnig
að það hefði skipt Íslendinga sem
menningarþjóð miklu máli að hafa
verið heiðursgestir á bókamessunni í
Frankfurt árið 2011.
Aðstoð við leit að Hauki
Í samtali mbl.is við Katrínu kom
fram að hún hefði óskað eftir því að
íslenskir embættismenn mættu leita
liðsinnis þýskra kollega sinna varð-
andi leitina að Hauki Hilmarssyni
sem sagður er hafa fallið í árás tyrk-
neska hersins í Afrín-héraði í Sýr-
landi. RÚV greindi frá því í gærkvöld
og hafði eftir utanríkisráðuneytinu
að varnarmálaráðherra Tyrklands,
Nurettin Canikli, hefði í gær staðfest
við Guðlaug Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra að Haukur Hilmarsson
væri ekki í haldi tyrkneskra stjórn-
valda. Canikli sagði Guðlaugi að
tyrknesk stjórnvöld hefðu engar
upplýsingar um afdrif Hauks en að
tyrkneski herinn myndi liðsinna ís-
lenskum stjórnvöldum í eftirgrennsl-
an þeirra eftir Hauki.
AFP
Forystukonur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tók vel á móti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, er þær funduðu í Berlín í gær.
AFP
Ólík tungumál Merkel hlustar á þýska túlkun á ræðu Katrínar, sem hún
flutti á ensku, á blaðamannafundi sem forystukonurnar héldu í Berlín.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar
verða stundaðar í sumar af hálfu IP-
útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt
ákvörðun um lokun veiðisvæða í
Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegsráðherra og skrifað
ráðuneytinu vegna málsins.
Gunnar Bergmann Jónsson, fram-
kvæmdastjóri IP-útgerðar, segir að
með því að draga línu þvert yfir
Faxaflóa hafi síðasti sjávarútvegs-
ráðherra, Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, lokað svæði þar sem 82,3%
af veiddum hrefnum fengust á síð-
ustu 10 árum. Gunnar segir ákvörð-
un um lokun Faxaflóa mjög bagalega
fyrir hrefnuveiðimenn. Á þessari
stundu viti þeir ekki hvort breyting
verði á lokun á utanverðum Faxaflóa
eins og þeir hafi eindregið óskað eft-
ir.
Í fyrra voru tveir bátar með leyfi
til hrefnuveiða og voru Hrafnreyður
KÓ og Rokkarinn KE gerðir út á
þessar veiðar hluta sumars. Aðeins
veiddust 17 hrefnur, flestar í Faxa-
flóa, en nokkrar í Húnaflóa, og voru
það mun færri hrefnur en árin á und-
an. Aflinn var verkaður hjá fyrirtæk-
inu í Hafnarfirði. Ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar fyrir þetta fisk-
veiðiár er að hámarki 224 dýr.
Fyrirtækið hefur flutt inn tæplega
tvö tonn af hrefnukjöti frá Noregi og
verður það á boðstólum í veitinga-
húsum á næstunni. Gunnar segir
óvíst hvort það verði jafnframt til
sölu í verslunum.
Kvótaaukning í Noregi
þrátt fyrir minni veiðar
Í Noregi var nýlega ákveðið að
miða hámark í hrefnuveiðum við
1.278 dýr í ár. Í fyrra var kvótinn
999 hrefnur, en af honum veiddust
aðeins 432 dýr og hefur aflinn dreg-
ist saman síðustu þrjú ár. Ellefu skip
stunduðu þessar veiðar innan
norskrar lögsögu í fyrra, en þau voru
20 árið 2015.
Þegar greint var frá hrefnukvóta
Norðmanna í ár kom fram að talið
væri að meira en 100 þúsund hrefnur
væru í norskri lögsögu.
Óvissa um hrefnuveiðar
Takmarkanir á veiðum í Faxaflóa setja strik í reikninginn
Hrefnukjöt flutt inn frá Noregi til sölu í veitingahúsum
Fulltrúar Rithöfundasamband Ís-
lands og Félags íslenskra bókaútgef-
enda hafa fundað að undanförnu
vegna deilu þeirra um hver hafi rétt til
að framselja verk íslenskra höfunda til
hljóð- og rafbókaáskriftarveitunnar
Storytel. Sigríður Rut Jónsdóttir, lög-
maður Rithöfundasambands Íslands,
segir að ekki sé komin lending í málið.
„Það er verið að skoða þetta með
útgefendum og ekki hægt að segja
neitt meira en það í bili,“ segir Sigríð-
ur. Hún telur líklegt að deiluaðilar
verði komnir nær niðurstöðu eftir
páska.
Morgunblaðið greindi frá því í síð-
asta mánuði að fjöldi íslenskra höf-
unda óskaði eftir því að bækur þeirra
yrðu fjarlægðar af síðu áskriftarveit-
unnar. Reiði ríkti meðal rithöfunda
þegar málið kom upp og telja margir
rithöfundar að sala á verkum þeirra
til áskriftarveitna sé brot á útgáfu-
samningum höfunda. Í febrúar sendi
Sigríður Rut Félagi íslenskra bóka-
útgefenda og Storytel bréf þar sem
krafist var að allar bækur íslenskra
höfunda á vef Storytel sem ekki hefði
fengist heimild frá höfundunum til að
birta þar skyldu fjarlægðar.
mhj@mbl.is
Fundað
um hljóð-
bækur
Deila rithöfunda
við Storytel óleyst
Ekki var unnt að leggja fram tillögu
um ríkisfjármálaáætlun á Alþingi í
dag eins og gert hafði verið ráð fyrir í
starfsáætlun þingsins.
„Okkur ber að skila fjármála-
áætlun fyrir 1. apríl sem er páskadag-
ur. Ríkisfjármálaáætlun er stefnu-
markandi skjal fyrir allt stjórnar-
samstarfið og þetta er fyrsta fimm
ára áætlunin. Það tekur tíma að
ganga frá og prenta áætlunina,“ segir
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra.
Hann segir að ágætis samstaða
hafi verið um áætlunina og stefnt sé
að því að kynna hana 4. apríl.
Stjórnarandstaðan mótmælti því á
þingfundi í gær að fjármálaáætlun
yrði ekki lögð fram fyrir tilskilinn
tíma og það hefði verið einhliða til-
kynnt af fjármálaráðherra að ekki
yrði farið að lögum. Steingrímur J.
Sigfússon, forseti Alþingis, sagði
framlagninguna frestast um einn
virkan vinnudag en hann mundi ræða
við fjármálaráðherra. ge@mbl.is
Fjármálaáætl-
un ekki á tíma