Morgunblaðið - 20.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkur, segir
borgina munu ræða við aðila sem
sóttu útboðsgögn vegna strætó-
skýla. Reynt
verði að semja
við þá aðila áður
en efnt verður til
annars útboðs á
Evrópska efna-
hagssvæðinu.
„Kannski
neyðumst við til
að endurtaka út-
boðið. Við von-
umst þó til að
geta samið á
grundvelli þessa útboðs. Nokkrir að-
ilar hafa haft samband sem ætluðu
að bjóða og eru að skoða málið,“ seg-
ir Þorsteinn. Boðin voru út að lág-
marki 210 skýli en að hámarki 400.
Þá mátti setja upp að hámarki 50
auglýsingastanda. Þeir eru m.a. á
Hlemmi. Samningurinn átti að taka
gildi í sumar og gilda til ársins 2033.
Fram kom í Morgunblaðinu á
laugardag að engin tilboð bárust. Þá
sagði Einar Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri AFA JCDecaux á
Íslandi, að borgin hefði vanmetið
kostnaðinn af skýlunum.
Spurður um þetta sjónarmið segir
Þorsteinn borgina vera að fjölga
skýlum og auglýsingastöndum.
Skapar nýja tekjumöguleika
„Við erum að fjölga auglýsinga-
flötum. Þannig að á móti kostnaði við
að fjölga skýlum opnast auknir
tekjumöguleikar. Viðkomandi fyrir-
tæki mun fá a.m.k. 210 strætóskýli
til að auglýsa á í stað um 150 nú og 50
auglýsingastanda í stað 40 áður. Við
litum svo á að tekjumöguleikarnir
væru að aukast á móti auknum
kostnaði,“ segir Þorsteinn.
AFA JCDecaux á Íslandi rekur
grænu strætóskýlin í borginni. Við-
haldskostnaður hefur verið töluverð-
ur, m.a. vegna skemmdarverka.
Samkvæmt útboðinu áttu um 50 af
210-400 biðskýlum að hafa upplýs-
ingaskjái með rauntímaupplýsing-
um. Var hugmyndin sú að farþegar
sæju a.m.k. hvaða tveir vagnar væru
næstir í röðinni og hver biðtími væri.
Vildu nútímavæða kerfið
Þorsteinn segir aðspurður að
borgin kunni að hafa vanmetið tjóna-
kostnað vegna slíkra tölvuskjáa.
„Við vildum reyna að nútímavæða
almenningssamgöngurnar með
þessu útboði og gefa meiri upplýs-
ingar til farþega. Það má vel vera að
mönnum hrjósi hugur við því og telji
kerfið dýrt í uppsetningu og ekki síð-
ur í rekstri,“ segir Þorsteinn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Lækjartorg Borgin leitaði tilboða í ný og tæknivæddari strætóskýli.
Vilja komast hjá öðru útboði
Borgin undirbýr viðræður um rekstur hundruð strætóskýla á grunni útboðs
Enginn bauð í reksturinn Samgöngustjóri segir kostnaðinn e.t.v. vanmetinn
Þorsteinn R.
Hermannsson
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ákveðið var að breyta skólasóknar-
reglum Fjölbrautaskóla Suðurnesja
(FS) um síðustu áramót með það að
markmiði að nemendur tækju meiri
ábyrgð á eigin námi. Kristján Ás-
mundsson skólameistari segir að
ákveðið hafi verið að prófa nýjar
leiðir, m.a. vegna neikvæðra sam-
skipta við nemendur og foreldra út
af mætingu.
„Nemandinn ræður sjálfur
hversu mikið hann mætir upp að
vissu marki, ef fjarvistir verða
meiri en það er litið svo á að hann
hafi sagt sig úr námi. Mætingar-
einkunnin á að endurspegla viðveru
nemenda í tímum,“ segir Kristján.
Nemendur FS geta verið frá í
allt að þrjár vikur án þess að detta
út úr skóla. „Það er miðað við 12
fjarvistir í áfanga sem er kenndur
fjóra tíma á viku, nemanda er vísað
úr áfanga ef fjarvistirnar fara yfir
það. Í áfanga sem kenndur er
þrisvar í viku mega fjarvistir ekki
fara yfir níu. Í próflausum áfanga
eru stífari mætingarreglur, þá fer
námsmatið fram í tímanum og nem-
andinn þarf að vera til staðar.
Mætingin er á ábyrgð nemenda og
hann verður að passa að detta ekki
út úr áföngum,“ segir Kristján og
bætir við að auðvitað sé komið til
móts við langveika nemendur.
Þarf ekki lengur læknisvottorð
Kristján segir að ákveðið hafi
verið að breyta mætingarreglunum
vegna leiks nemenda með læknis-
vottorð. „Nemendur fóru í ferðalög
til útlanda og fengu vottorð hjá
lækni þegar þeir komu heim og
sögðust hafa verið veikir í þennan
tíma. Það nær ekki nokkurri átt.
Við vorum að fá vottorð frá þeim
sem voru komnir í vandræði með
mætinguna þar sem voru taldir upp
dagar yfir önnina, allt að tvo mán-
uði aftur í tímann, þar sem nem-
andinn var sagður hafa verið veik-
ur. Við vitum að það er ekki
eðlilegt en við getum ekki véfengt
læknisvottorð. Því ákváðum við að
nemandinn mætti ráða þessu sjálf-
ur, núna veit hann hvað hann má
vera mikið fjarverandi án þess að
vera talinn hættur í áfanganum.“
Kristján fundaði með læknum á
heilsugæslunni fyrir nokkrum árum
út af vottorðunum og voru allir
sammála um að það þyrfti að
breyta þessu. Í Morgunblaðinu í
gær var sagt frá því að Heilsu-
gæsla höfuðborgarsvæðisins hefði
farið þess á leit við framhaldsskóla
að þeir sniðu mætingarreglur sínar
með þeim hætti að heimsóknum á
heilsugæslustöðvar vegna læknis-
vottorða fækkaði.
Skiptir máli á vinnumarkaði
Kristján vonast til að þessi
breyting á mætingarskyldu verði til
þess að nemandinn fari fyrst og
fremst að bera ábyrgð á eigin námi.
„Núna endurspeglar mætingar-
einkunn viðveru í tíma og nemand-
inn þarf að gera það upp við sig
hver hún á að vera. Atvinnurek-
endur eru í auknum mæli farnir að
kanna hversu vel nemendur mæta í
skólann. Við höfum boðist til að
gefa út mætingarvottorð að vori
svo þau geti sýnt hversu vel þau
hafa mætt þegar þau sækja um
vinnu og þá er betra að hafa verið
ábyrgur.“
Mætingin og
námið sett meira í
hendur nemenda
Skólasóknarreglum breytt í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Morgunblaðið/Þórður
Skóli Nemendur FS geta ekki mætt
með vottorð vegna gamalla fjarvista.Áskorun stjórnar VR um að almennt starfsfólk
bensínstöðvarisans N1 fengi launahækkanir til sam-
ræmis við hækkun launa forstjóra félagsins, Egg-
erts Þórs Kristóferssonar, var felld með miklum
meirihluta á aðalfundi félagsins sem fór fram nú
síðdegis. Hart hefur verið deilt á N1 eftir að í ljós
kom að mánaðarlaun forstjórans höfðu hækkað um
eina milljón. Fram kom í máli Margrétar Guð-
mundsdóttur stjórnarformanns að launahækkunin
væri vegna kaupaukasamnings á grundvelli starfs-
kjarastefnu félagsins. Hækkunin ætti því ekki að
hafa komið hluthöfum á óvart.
Tillaga VR á aðalfundi N1 felld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Launahækkun vegna kaupaukasamnings
„Nokkur árang-
ur náðist á fund-
inum þó að ekki
sé kannski hægt
að tala um
straumhvörf í því
samhengi,“ sagði
Guðríður Arnar-
dóttir, formaður
Félags fram-
haldsskólakenn-
ara (FF), að af-
loknum sáttafundi með samninga-
nefnd ríkisins (SNR) í gær.
Kjaradeilunni var vísað til ríkis-
sáttasemjara hinn 21. nóvember sl.
„Segja má að það sem helst ber á
milli samningsaðila nú sé að stærst-
um hluta pólitískt úrlausnarefni
sem snýr að virkni vinnumats fram-
haldsskólakennara sem komið var á
2014 og hvernig það og reiknilíkan
framhaldsskólanna getur stutt við
nemendur og fjölbreytt skólastarf,“
segir Guðríður um stöðuna.
Nokkur árangur
náðist á sáttafundi
Guðríður
Arnardóttir
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu
hefur fengið dóm-
kvaddan sálfræð-
ing til að fram-
kvæma sálfræði-
mat á þroska og
heilbrigðisástandi
stuðningsfulltrúa sem er grunaður
um kynferðisbrot gegn börnum.
Þetta kemur fram í úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjaness frá því fyrr í
þessum mánuði. Landsréttur hefur
staðfest úrskurðinn en í honum
kemur fram að hafnað er kröfu
verjanda stuðningsfulltrúans þess
efnis að lögreglunni væri óheimilt
að afhenda dómkvöddum mats-
manni allar kæruskýrslur brota-
þola ásamt öllum lögregluskýrslum
sem hafa verið teknar af stuðnings-
fulltrúanum.
„Var úrlausnarefni matsmanns
að leggja mat á kynferðislegar
langanir og hvatir matsandlagsins í
ljósi rannsóknar lögreglu á meint-
um kynferðisbrotum hans gegn
börnum,“ sagði í úrskurði Héraðs-
dóms Reykjaness.
Stuðnings-
fulltrúi í
sálfræðimat