Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Minjastofnun hefur úthlutað 2,5
milljónum króna til viðgerða á Ak-
ureyrarkirkju, en setja þarf nýja
steiningu á suður- og austurhlið
hennar eftir skemmdarverk sem
unnin voru á guðshúsinu að nætur-
lagi 4. janúar á síðastu ári. Þá fór
spellvirki með úðabrúsa á fjórar
kirkjur í bænum og ritaði þar skila-
boð sem lýstu andúð á trúarbrögð-
um, auk þess sem þar var að finna
heimspekitexta og tákn.
Lítið mál var að afmá krotið af
Glerárkirkju, kirkju Hvítasunnu-
safnaðarins og Péturskirkju, kirkju
kaþólska safnaðarins, en í Akureyr-
arkirkju smaug liturinn inn í stein-
kápuna og ómögulegt er að verka
hann upp þótt lítið eitt hafi verið
hreinsað burt. Því þarf að leggja
nýja klæðningu sem talið er að muni
kosta 12-16 millj. kr, að sögn Ólafs
Rúnar Ólafssonar, formanns sóknar-
nefndar. Framlagið úr Húsafriðun-
arsjóði kemur því málinu nokkuð af
stað. Tryggingar ná hins vegar ekki
til spellvirkja eins og þessa.
„Utan framlagið frá
Húsafriðunarsjóði er þetta alveg á
kostnað sóknarinnar, en við höfum
auðvitað allar klær úti til þess að afla
styrkja annarsstaðar í þessa mikil-
vægu viðgerð,“ segir sr. Svavar Al-
freð Jónsson sóknarprestur á Akur-
eyri. Hann bætir við að í raun sé
engar undankomu auðið hvað við-
gerð áhrærir, því Akureyrarkirkja
sé friðuð bygging og því þurfi ástand
hennar og útlit að vera í lagi.
Ný steinkápa á kirkjuna
eftir skemmdarverk
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spellvirki Svona leit Akureyrarkirkja út eftir að úðað hafði verið á fram-
hlið hennar í janúar á sl. ári. Kostnaðarsöm viðgerð er framundan.
Akureyrarkirkja
fær 2,5 millj. kr. frá
Minjastofnun
Um helmingur matvæla stóðst
ekki kröfur í rannsókn um nær-
ingar- og heilsufullyrðingar á mat-
vörum og fæðubótarefnum. Mat-
vælastofnun og heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaga rannsökuðu 40 mis-
munandi matvörur og fæðubót-
arefni frá 18 fyrirtækjum, með
samtals 66 fullyrðingum. Niður-
stöður voru þær að af 66 fullyrð-
ingum var 31 í lagi (47%) en 35
voru ekki í lagi (53%). Fæðubót-
arefni skáru sig nokkuð úr hvað
varðar fjölda af óleyfilegum full-
yrðingum. Þar voru 16 af 19 full-
yrðingum óleyfilegar eða 84%. Ef
teknar eru saman niðurstöður fyr-
ir alla flokka án fæðubótarefna
var útkoman sú að af 47 fullyrð-
ingum voru 28 (60%) í lagi en 19
(40%) ekki í lagi. Samkvæmt Mat-
vælastofnun hafa vörurnar nú ver-
ið endurmerktar. Aðrar vörur sem
skoðaðar voru heyrðu undir eft-
irlit heilbrigðiseftirlits sveitarfé-
laga og er eftirfylgni í þeim mál-
um í höndum hlutaðeigandi
heilbrigðiseftirlits.
Þörf á bættu verklagi
Í fréttatilkynningu frá Mat-
vælastofnun er tekið fram að úr-
takið sé lítið og því gefa niður-
stöður takmarkaða mynd en ljóst
er að matvælaframleiðendur og
innflytjendur þurfa að bæta verk-
lag sitt við notkun næringar- og
heilsufullyrðinga til að matvörur
þeirra uppfylli reglur.
mhj@mbl.is
Helmingur matvæla
stóðst ekki kröfur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Takmarkaðir fjármunir, skortur á
heildstæðri stefnu um landnýtingu og
innbyrðis barátta um fjármagn eiga
þátt í að árangur Íslands í loftslags-
málum er undir væntingum.
Um þetta eru viðmælendur blaðs-
ins í umhverfisgeiranum sammála.
Tilefnið er vinnustofa um loftslags-
mál á vegum Toyota á Íslandi sl.
föstudag. Sagt var frá henni í
Morgunblaðinu á laugardaginn var.
Var rauði þráðurinn í umræðunum
sá að hægt miðaði í loftslagsmálum.
Tveir viðmælendur blaðsins sem
starfa að loftslagsmálum ræddu við
Morgunblaðið í trausti nafnleyndar.
Skortur á heildrænni stefnu
Annar sagði skorta heildræna
stefnu um nýtingu lands. Til dæmis
dugi skógrækt á framræstu landi
skammt við bindingu kolefnis. Mikið
koldíoxíð losni enda úr jarðlögum í
framræstu landi. Þá sé hart tekist á
um hvaða trjátegundir á að gróður-
setja á Íslandi. Sá ágreiningur sundri
mönnum. Hinn viðmælandinn sagði
orðið brýnt að stokka upp stofnanir í
umhverfismálum.
„Menn eru hræddir um að ef ein
stofnun fær x fjármagn muni hin ekki
fá neitt. Menn telja fjármunum best
varið hjá sér. Þetta er hugsun um eig-
in skinn en ekki sameiginlegt átak og
nána samvinnu. Eitt vandamálið er
fjöldi stofnana sem á hlut að máli. Það
fer svo mikill tími í að fara milli stofn-
ana,“ sagði viðmælandinn.
Til upprifjunar er það yfirlýst
stefna stjórnvalda að Ísland verði
kolefnishlutlaust samfélag ekki
seinna en 2040. Þvert á það markmið
hefur losun aukist síðustu ár.
Ættu að vinna betur saman
Árni Bragason landgræðslustjóri
sat vinnustofuna á föstudaginn var.
Hann telur of djúpt í árinni tekið að
segja að loftslagshreyfingin sé sundr-
uð. „Ég tel að það sé aðeins orðum
aukið en menn mættu vinna betur
saman. Ákveðinn hópur fólks hefur
gert lítið úr verkefnum annarra. Af-
staða Landgræðslunnar hefur verið
sú að okkur veiti ekkert af að vinna á
mörgum vígstöðvum. Ég tek ekki
þátt í að níða niður verk annarra. Það
er ekki minn stíll.“
Árni bendir svo á að stofnanir sem
koma að umhverfismálum hafi fengið
meiri fjárveitingar fyrir efnahags-
hrunið. Skilaboð stjórnvalda eftir
hrun hafi verið að halda í starfsfólkið.
„Þótt tækjabúnaðurinn sé farinn
að slappast höfum við innviði til að
gera miklu meira. Landgræðslan
vann til dæmis með 499 bændum að
uppgræðslu í fyrra. Það vantar fjár-
magn til að kaupa meiri áburð og
framleiða fleiri plöntur,“ segir Árni.
Árni segir loftslagsmálin svo viða-
mikil að ekki sé hægt að ætlast til
þess að stjórnvöld komi þar ein að
verki. Virkja þurfi einkaframtakið.
Því fagni hann framtaki Toyota.
Votlendissjóðurinn mikilvægur
Með stuðningi einkafyrirtækja við
Votlendissjóðinn verði stuðlað að
endurheimt votlendis. Það sé mikils-
verður liður í að kolefnisjafna Ísland.
„Slík verkefni höfða til samfélags-
legrar ábyrgðar. Fjöldi góðra fyrir-
tækja hyggst styrkja sjóðinn. Við
getum ekki bara bent á stjórnvöld og
sagt að þau eigi ein að taka á þessum
málum,“ segir Árni.
Hann segir verkefni á einu sviði
ekki þurfa að útiloka önnur. Þegar
Landgræðslan hafi til dæmis grætt
upp sanda sé hægt að rækta tún eða
akra. Þá þurfi ekki að ræsa fram nýtt
land og þannig sé votlendinu hlíft.
Kolviður býður upp á að kolefnis-
jafna losun gróðurhúsalofttegunda í
gegnum skógrækt á Íslandi.
Reynir Kristinsson, stjórnarfor-
maður Kolviðar, segir umhverfis-
ráðuneytið hafa afþakkað að láta kol-
efnisjafna ríkisstofnanir. Hann segir
að fyrir hrun hafi ríkið verið leiðandi í
styrkjum til Kolviðar. Nú hafi dæmið
snúist við og einkaaðilar tekið við.
„Við myndum vilja sjá ríkisstofn-
anir kolefnisjafna eldsneytiskaup og
flug starfsmanna. Það kostar aðeins
um 15-20 milljónir. Ríkið leggur hart
að fyrirtækjum að kolefnisjafna sig
en gerir það ekki sjálft,“ segir hann.
Óeining veikir slagkraft
loftslagshreyfingarinnar
Landgræðslustjóri hvetur til samstöðu Ráðuneyti afþakkar kolefnisjöfnun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landgræðsla á söndunum Fræjum safnað úr melgresi á Mýrdalssandi. Formannaráð BSRB skorar á at-
vinnurekendur að taka næstu skref í
tengslum við #metoo-byltinguna.
Þetta var niðurstaða fundar ráðsins í
gær. „Fyrstu viðbrögð vinnustaða
eftir að #metoo-byltingin hófst voru
að innleiða áætlanir í samræmi við
lagaskyldu og er það vel, en það
ræðst ekki að rótum þessarar mein-
semdar. Þær má rekja til valda og
valdaójafnvægis,“ segir í tilkynning-
unni. „Góð stjórnun og markviss
samþætting jafnréttissjónarmiða
með sérstakri áherslu á að uppræta
valdamisræmi í hvers kyns ákvörð-
unartöku er lykillinn að því að aldrei
þurfi nokkur að segja aftur #metoo.
Formannaráð BSRB skorar því á at-
vinnurekendur að taka næsta skref
með athugun á vinnumenningu og
greiningu á völdum og valdastöðu.“
LjósmyndGetty Images
Taki næstu
skref í
#metoo
Áskorun Formannaráð BSRB
skorar á atvinnurekendur.