Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 8
Röng mynd
Í grein um samræmd próf sem
birtist í Sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins um
helgina var með-
al annars spjall-
að við Helgu
Birgisdóttur
kennara. Mynd
af nöfnu hennar,
Kristínu Helgu
Birgisdóttur,
birtist hins veg-
ar með greininni og eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á því.
Rétt mynd af Helgu er látin fylgja
hér.
Ekki nýtt starf
Fram kom í frétt Morgunblaðs-
ins í gær, um auglýsingu um starf
aðstoðarmanns landlæknis, að um
nýtt starf væri að ræða. Svo er
ekki, starfið hefur verið til um
nokkurt skeið og er ástæða þess að
það er auglýst til umsóknar sú að
núverandi aðstoðarmaður land-
læknis er að láta af störfum.
LEIÐRÉTT
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Af einhverjum ástæðum sá HelgiHrafn Gunnarsson pírati
ástæðu til að spyrja Sigríði And-
ersen dómsmálaráðherra út í skoðun
hennar á því að „smávægileg fíkni-
efnabrot“ fari ekki á sakaskrá.
Sagði Helgi Hrafn það geta þvælst
fyrir fólki sem gerð-
ist sekt um „smá-
vægileg fíkniefna-
brot að það færi á
sakaskrá“. Þetta
þyrfti að afnema.
Dómsmálaráð-herra sagði í
svari sínu að það
væri að vísu ríkis-
saksóknari sem tæki
ákvörðun um upplýs-
ingar á sakaskrá.
En dóms-málaráðherra
bætti því við að það væri reyndar
hennar afstaða að öll brot, ef þau
væru á annað borð sönnuð og dæmd,
ættu heima á sakaskrá.
Svo nefndi hún að það væri annaðmál hvaða upplýsingar væru
opinberar úr sakaskránni.
Viðbrögð píratans voru þau aðlýsa því yfir að hann væri „pínu
hneykslaður“ og að svarið væri hon-
um „mikil vonbrigði“.
Dómsmálaráðherra spurði hinsvegar á móti hvers vegna taka
ætti fíkniefnabrot sérstaklega út af
sakaskrá. Og hún spurði hvað væri
með önnur brot, „smávægilega
þjófnaði eða smávægilegt ofbeldi?“.
Hvað ætli píratanum finnist umþað? Er allt í lagi að stela smá
og lemja smá? Og ef ekki, hvers
vegna vill píratinn endilega að fíkni-
efnabrot njóti einhverrar sér-
meðferðar á sakaskrá?
Sigríður Á.
Andersen
Hvers vegna bara
þessi brot?
STAKSTEINAR
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Veður víða um heim 19.3., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 7 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 1 léttskýjað
Kaupmannahöfn 1 heiðskírt
Stokkhólmur 0 léttskýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 0 heiðskírt
Brussel 2 heiðskírt
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 6 heiðskírt
London 3 skýjað
París 0 alskýjað
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg 3 heiðskírt
Berlín 3 heiðskírt
Vín -1 snjókoma
Moskva -1 heiðskírt
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 7 skúrir
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 16 skýjað
Winnipeg -5 skýjað
Montreal -9 heiðskírt
New York 4 heiðskírt
Chicago 5 skýjað
Orlando 21 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:28 19:43
ÍSAFJÖRÐUR 7:33 19:49
SIGLUFJÖRÐUR 7:16 19:32
DJÚPIVOGUR 6:58 19:13
Aðeins bárust tvö tilboð í byggingu nýs vallarhúss
fyrir ÍR í Mjóddinni. Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hafna báðum
tilboðunum sem bárust í verkið, þar sem þau
reyndust töluvert yfir kostnaðaráætlun.
Munck Íslandi ehf. bauð krónur 264.112.313
sem var 33% yfir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði
upp á 198 milljónir. Þingvangur ehf. bauð krónur
289.998.455. Samkvæmt upplýsingum Þorkels
Jónssonar hjá umhverfis- og skipulagssviði verður
verkið boðið út á nýjan leik. Til greina komi að
skipta því upp, t.d. með því að taka út lagnaþætti
og önnur slík verk. Þorkell kveðst vongóður um að
það útboð beri árangur og ekki verði miklar tafir á
verkinu. Mikið lagnaverk er neðanjarðar þar sem
húsið mun standa og Veitur munu færa það til.
Vallarhúsið verður við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR
sem byggður verður í Suður-Mjódd. Í húsinu
verður aðstaða til mótahalds s.s. tímatöku- og
mótsstjórn. Einnig verður þar veitingasala, snyrt-
ingar, aðstaða fyrir notendur vallarins og
geymslur. Byggingin verður tvær hæðir og heild-
arflatarmál 442,8 fermetrar. sisi@mbl.is
Tilboðum hafnað í vallarhús ÍR
Langt yfir kostnaðar-
áætlun Boðið út aftur
Vallarhúsið Borgin vonast til að ekki verði mikl-
ar tafir á verkinu þótt tilboðum hafi verið hafnað.
Viðskipti