Morgunblaðið - 20.03.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*
V
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
B
ú
n
a
ð
u
r
b
íl
s
á
m
y
n
d
e
r
fr
á
b
ru
g
ð
in
n
a
u
g
lý
s
tu
v
e
rð
i
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
1
1
1
Í FJÖLSKYLDUNNI
NISSAN
SJÁLFSKIPTUR /
3.350.000KR.
ARINNJUKEACENTA
117 HESTÖFL / EYÐSLA 6,0 L/100 KM*
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarstjórn tekur í dag til loka-
afgreiðslu tillögu að breytingu á
deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötu-
svæðis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir
að átta hæða hús verði reist á
óbyggðri lóð á horni Skúlagötu og
Frakkastígs. Íbúar í nálægum hús-
um eru afar óhressir með þessi
áform og hafa mótmælt þeim hástöf-
um. Þetta er eitt af mörgum dæmum
þar sem fasteignaeigendur í borg-
inni telja að þétting byggðar rýri
gæði eigna þeirra og verðmæti.
Borgarfulltrúar meirihlutans, þ.e.
Samfylkingarinnar, Bjartrar fram-
tíðar, Vinstri grænna og Pírata, hafa
samþykkt tillöguna í umhverfis- og
skipulagsráði og borgarráði. Borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru
henni mótfallnir og vilja skoða betur
hvernig nýta má lóðina. Vegna and-
stöðu þeirra fer deiliskipulagið til
fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar.
Tillagan var auglýst til umsagnar í
lok síðasta árs og bárust fjölmargar
athugasemdir, bæði frá einstak-
lingum og húsfélögum. Meðal ann-
ars bárust athugasemdir frá stjórn
Skuggahverfis 2-3 og Húsfélaginu
Skúlagötu 20. Hið nýja hús mun rísa
við hlið þess húss og telja íbúarnir að
það mun skerða útsýni frá íbúðum
vestan megin í húsinu.
Björgvin Þórðarson, lögmaður hjá
Atlas lögmönnum, sendi skipulags-
yfirvöldum langt bréf fyrir hönd
húsfélagsins Skúlagötu 20. Þar kem-
ur fram að um sé að ræða 76 íbúða
fjöleignahús á 14 hæðum sem byggt
var fyrir 20 árum eftir að Reykjavík-
urborg hafði úthlutað Félagi eldri
borgara lóðinni „Skemmst er frá því
að segja að útsýnið sem í upphafi var
boðið hinu aldraða fólki var stór-
brotið. Við því blasti Kollafjörður,
Esjan, Skarðsheiði og Akrafjall sem
og Snæfellsnes á baksviði en nú er
öldin hins vegar önnur,“ segir
Björgvin m.a. í bréfinu. Húsfélagið
krefst þess að áform um byggingu á
lóðinni verði felld út úr deiliskipu-
laginu. Byggingin muni skerða út-
sýni frá nálægum íbúðum að Skúla-
götu 20 og varpa skugga á svalir og
útisvæði næstu íbúða þar. Þessi
hagsmunaskerðing sé veruleg og
andstæð anda skipulagslaga.
Á athugasemdum húsfélagsins
Skuggahverfi 2-3 segir m.a. að bygg-
ing 8 hæða húss á horni Frakkastígs
og Skúlagötu muni algerlega loka
fyrir útsýn íbúa Lindargötu 37 til
sjávar og útsýni íbúa Lindargötu 39
mun skerðast til muna. Fyrir-
sjáanleg sé bótaskylda borgarinnar
vegna verðmætaskerðingar, en út-
sýni sé stór þáttur í verðlagningu
íbúða á þessu svæði.
Í svari við athugasemdum segir
skipulagsfulltrúi Reykjavíkur m.a.
að nýbyggingin verði um 15 metra
frá Skúlagötu 20. Mikilvægt leiðar-
ljós við vinnslu tillögunnar hafi verið
að sýna nærliggjandi húsi tillit m.a.
þess vegna sé nýbyggingin mjó og
staðsett vestast á lóðinni. Þannig
myndist fjarlægð milli húsanna og
umhverfisáhrif svo sem skuggavarp
og útsýnisskerðing verða minni.
Geta átt von á breytingum
Skipulagsfulltrúi bendir á að mið-
borgin sé eitt af lykilsvæðum í þróun
og uppbyggingu í Reykjavík. Hann
fellst ekki á röksemdir varðandi
meinta verðrýrnun eigna og bendir á
að sá sem sýnt geti fram á tjón
vegna gildistöku skipulags eigi rétt á
bótum úr sveitarsjóði. Íbúar í borg
geti ávallt átt von á því að nánasta
umhverfi þeirra taki einhverjum
breytingum sem haft geta í för með
sér skerðingu á útsýni, aukið
skuggavarp, umferðaraukningu eða
aðrar breytingar. Verði menn að
sæta því að með almennum tak-
mörkunum geti hagsmunir þeirra í
einhverju verið skertir með slíkum
breytingum þar sem réttur íbúa til
óbreytts útsýnis sé ekki bundinn í
lög.
Mótmæla 8 hæða nýbyggingu
Borgarstjórn tekur í dag lokaákvörðun um byggingu stórhýsis við Skúlagötu Nágrannarnir
mótmæla og segja að eignir þeirra rýrni í verði Borgin ítrekar að útsýni sé ekki lögvarinn réttur
Mynd/VA arkitektar
Nýbyggingin Hið umdeilda hús á að rísa á eins hektara lóð á horni Skúlagötu
og Frakkastígs. Nágrannarnir eru óhressir með áformin og mótmæla þeim.
„Þið hjá borginni vogið ykkur að
tala um andlegt heilbrigði þegar
þið eruð að skipuleggja hryðju-
verkin við Skúlagötu. Andlegt
heilbrigði hverra? Þið munið
rústa andlegu heilbrigði okkar
sem búum á Skúlagötu 20. Ég
keypti þessa íbúð einvörðungu
útaf útsýninu vegna þess að ég
er þunglynd og haldin innilok-
unarkennd, verð að sjá eitthvað
fallegt frá mér. Það er ekki bara
mínu lífi sem þið ætlið að rústa
heldur fjölda annarra,“ segir í
athugasemd frá Ingrid Björns-
dóttur, íbúa i Skúlagötu 20.
Sólveig Jónsdóttir flutti úr
Vesturbænum eftir nær 50 ára
búsetu. Hún vildi minnka við sig
og komast í lyftuhús. Hún féll
fyrir lítilli íbúð vestan megin í
Skúlagötu 20. Útsýnið úr
stærsta glugganum réð úrslit-
um. „Ég má ekki til þess hugsa
að útsýnið úr stofuglugganum
hjá mér næstu ár verði yfir-
þyrmandi byggingarfram-
kvæmdir með tilheyrandi há-
vaða.“
Útsýnið réð
úrslitum
ÍBÚAR MJÖG ÓSÁTTIR