Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 13

Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 13
Morgunblaðið/Eggert Öryggisfulltrúinn Víðir Reynisson var viðstaddur og tilbúinn í slaginn þegar nýir landsliðsbúningar voru kynntir. reynsluna með karlalandsliðinu á EM, í Frakklandi 2016 og kvenna- landsliðinu í Hollandi 2017,“ segir Víðir og bætir við að HM sé allt öðruvísi en EM. „Verkefnastjórnunin á hinum mótunum nýtast mér vel en á HM mætast ólíkir menningarheimar og það gerir verkefnið meira krefj- andi. Á HM er allur heimurinn undir og áhugaverður munur á áherslum í öryggismálum. Við er- um að tala um Evrópumenningu, rússneska, suðurameríska og fleiri menningarsvæði,“ segir Víðir sem tekur það fram að sér finnist það skemmtilegur hluti af starfinu bæði hjá KSÍ og Almannavörnum að kynnast ólíkum menningar- heimum og fá þannig tækifæri til aukinnar víðsýni. Víðir segir að KSÍ hafi lært af EM að huga að hvíld fyrir starfsmenn á meðan á móti stendur. „Undirbúningstíminn er lang- ur og dagarnir langir og strangir á mótsstað. Það er því nauðsynlegt að skipuleggja vinnuna þannig að starfsmenn fái frí til þess að hvíla sig og hlaða batteríin.“ Það kom Víði á óvart hvað EM og HM séu stórir viðburður og fái mikla athygli. „Það eru ekki bara íslenskir aðdáendur sem bíða eftir okkur fyrir utan hótel eða leikstaði. Fréttamenn geta verið í hundr- aðatali og svo eru ólíklegustu þjóð- ir sem styðja okkur. Stundum eru það fámennar þjóðir og þjóðabrot sem finna einhverja samsvörun með okkur,“ segir Víðir og bætir við að fleiri stuðningsmenn kalli á meira skipulag og það þurfi að gefa leikmönnum tækifæri á að gefa eiginhandaráritanir og leyfa ljósmyndir með stuðnings- mönnum. Víðir er ekki í nokkrum vafa um að Íslandi muni ganga vel á HM í Rússlandi. „Við förum í hvern leik til að vinna og íslenska landsliðið hefur á að skipa frábærum ein- staklingum sem skila sínu hvort heldur er hver og einn eða það sem er ekki síður mikilvægt að spila og koma fram sem liðsheild innan vallar sem utan.“ Þegar Víðir er ekki að sinna almannavörnum eða öryggisgæslu á stórmótum nýtur hann útivistar og gönguferða. Auk þess sem hann spilar golf eins oft og hægt er. „Það gengur hægt að lækka forgjöfina en ég hef þá afsökun að náttúruhamfarir hafa truflað framfarir í golfi,“ segir Víðir hlæj- andi. Fjölskyldan Víðir í faðmi fjölskyldunnar með syninum Kristjáni Orra, eiginkonunni Kristínu Maríu Kristjánsdóttur og dótturinni Söru Kristínu. „Verkefnastjórnunin á hinum mótunum nýtist mér vel en á HM mætast ólíkir menningarheimar og það gerir verkefnið meira krefjandi.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Misbrigði III: Utangarðs, er yfirskrift tískusýningar sem 2. árs nemar í fatahönnun í Listaháskóla Íslands efna til kl. 19, á morgun, miðvikudag- inn 21. mars, í Flóa í Hörpunni. Húsið verður opnað kl. 18.30. Sýningin er andsvar við vestrænni neyslumenn- ingu og unnin í samstarfi við Fata- söfnun Rauða kross Íslands. Fatnað- urinn og textíllinn, sem nemendur vinna með, hefur af ýmsum ástæðum lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til að rífa hann. Ljóst er að endurvinnsla mun leika veigamikið hlutverk í framtíðinni. Leiðin sem nemendur völdu að fara í hönnunarvinnunni er ein af mörgum og sú sem flestum er fær. Markmiðið er að virkja þekkingu og aðferðafræði hönnunar til að gæða þennan efnivið nýju lífi um leið og vakin er athygli á textílsóun og hvatt til vistvænnar nálgunar. Í áfanganum er neysluhegðun rædd í samhengi við viðtekin gildi, líftími og gæði fatnaðar könnuð. Einnig er fjallað um framleiðsluferli og áhrif þess á náttúru og samfélög. Verkefnið Misbrigði er tvíþætt; fyrri hlutinn er sýndur á áðurefndri tískusýningu í Hörpu, en seinni hlut- inn er hönnunarsýning sem verður opnuð kl. 17 föstudaginn 6. apríl í Listaháskóla Íslands. Á Hönnunar- sýningunni er fatnaðurinn kynntur í návígi, sem og vinnuferlið, tengt efni og sá hvati sem liggur að baki verk- efninu. Tískusýning 2. árs nema í fatahönnun í Listaháskóla Íslands Ljósmynd/Af heimasíðu verkefnisins Misbrigði II í fyrra. Misbrigði III Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við LHÍ í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Utangarðs er andsvar við vestrænni neyslumenningu Morgunblaðið/Eggert Fatasöfnun Rauða Krossins Vissu- lega er sóun að fleygja flík eða textíl í ruslið í stað þess að endurnýta. Jógasetrið býður upp á ókeypis kynningartíma í pabbajóga kl. 14- 15.15, föstudaginn 23. mars, á með- an pláss leyfir. Pabbarnir gera jóga ásamt 4ra til 12 mánaða börnum sínum og jafnframt ýmsar æfingar til styrkingar og tengsla. Stefnt er að því að í tímanum upplifi þátttak- endur æfingarnar sem leik og gleði og njóti samverunnar. Eftir páska verða síðan sex vikna námskeið í pabbajóga á föstudögum, en þá get- ur pabbinn valið að koma líka sjálf- ur í aðra tíma á stundaskrá. Pabb- arnir eru beðnir um að tilkynna Jógasetrið býður upp á ókeypis kynningartíma á föstudaginn Jóga fyrir litlu krílin og pabba þeirra líka Gæðastund Gaman er að gera jóga- æfingar með pabba sínum. þátttöku með því að senda tölvu- póst á netfangið: jogasetrid@jogasetrid.is Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.