Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 15
Hoffellið SU frá Fáskrúðsfirði hefur síðustu daga verið eitt á loðnu- veiðum og var í gær á Húnaflóa, nálægt landi fyrir norðan Skaga- strönd. Þar köstuðu þeir tvívegis og fengu um 150 tonn í fyrra kastinu af stórri og góðri loðnu, en loðnan var nálægt botni. „Hér var óhemju lóðning undir, um sjö mílur, og þessi loðna á einhverja daga eftir í hrygningu. Það er mikið líf hérna og margir hvalir,“ sagði Bergur. Þeir voru komnir með um 800 tonn og áttu þá um 1.300 tonn eftir af kvótanum, en þeir byrjuðu seint á loðnunni. Bergur segir að þeir hafi leitað víða og við Tjörnes, vestur af Gríms- ey, á Skagagrunni og út af Patreksfirði hafi þeir alls staðar orðið varir við lóðningar. Loðnan liggi hins vegar við botninn og sé trúlega víða búin að hrygna, þó að hrygningin sé eitthvað seinna á ferðinni fyrir norðan heldur en annars staðar. „Það er mikið af loðnu fyrir Norðurlandi, en það veit enginn hversu mikið er þar,“ sagði Bergur. „Það hefði þurft að fylgja göngunum eftir til þess að fá einhverja vitneskju um stöðuna á þessari sérkennilegu vertíð.“ Á veiðum við Skagaströnd BERGUR Á HOFFELLI SEGIR LOÐNU VÍÐA FYRIR NORÐURLANDI FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuvertíð er nánast lokið og aðeins eitt skip enn að veiðum. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti afurða úr 186 þúsund tonna kvóta íslenskra skipa geti numið um 13 milljörðum króna. Alls hafa norsk skip landað hér 40- 50 þúsund tonnum af loðnu í vetur og fylgdu þeim talsverð umsvif á höfnum frá Þórshöfn til Fáskrúðsfjarðar. Verð- mæti úr þeim afla og afla grænlenskra skipa koma til viðbótar og áætlar Gunnþór að þau geti hafa numið 3-4 milljörðum. Mikil hrognaframleiðsa í fyrra Gunnþór segir vertíðina í vetur talsvert frábrugðna vertíðinni í fyrra, en þá fóru skipin beint úr verkfalli til loðnuveiða um 20. febrúar og náðist kvótinn allur. Í fyrra voru unnin hátt í 18 þúsund tonn af hrognum, en 6-7 þúsund tonn í ár. Mikil framleiðsla á síðasta ári leiddi hins vegar til mik- illar verðlækkunar og talsverðar birgðir frá síðustu vertíð eru enn í landinu. Í fyrra var reiknað með að hrognin gæfu 8-9 milljarða, að sögn Gunnþórs, en í heildarframleiðslunni vega verð- mæti hrognanna mikið. Þó svo að ekki sé búið að selja hrogn frá þessari ver- tíð megi vænta þess að verðið hækki eitthvað vegna mun minni fram- leiðslu. Á móti komi afurðir frá Norð- mönnum, sem undanfarið hafa stund- að veiðar í Barentshafi, en svo hefur ekki verið síðustu ár. Þá segir Gunnþór að verð fyrir loðnumjöl hafi verið mun hærra á þessari vertíð heldur en fyrir ári. – En hvað stendur upp úr að þess- ari vertíð lokinni hvað varðar veið- arnar sjálfar og göngur loðnunnar? „Um áramót lá fyrir byrjunarkvóti í loðnu, sem við vorum til dæmis ekki með í fyrravetur,“ segir Gunnþór. „Við höfðum fulla ástæðu til að vera bjartsýnir með frekari úthlutun í vet- ur og meiri en niðurstaðan varð hjá fiskifræðingum. Síðan gerðist það að seint á vertíðinni var verið að veiða loðnu í töluverðum mæli fyrir Norður- landi og fyrir Suðurlandi á sama tíma og síðan fyrir vestan. Þannig að það var loðna hringinn í kringum landið í veiðanlegu magni. Þörf á meiri rannsóknum Við höfum hins vegar ekki náð al- mennilega utan um þetta í rannsókn- um. Við hljótum að setjast niður eftir þessa vertíð og fara yfir nýju aflaregl- una og hvernig hún virkar í árferði eins og núna. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að þetta kallar á auknar rannsóknir á loðnustofninum og aukið fjármagn. Við þurfum einfaldlega að standa okkur betur í rannsóknum og hvernig við fylgjumst með stofninum. Þar hef- ur samstarf útgerðanna og Hafró verið að aukast mjög og við þurfum að efla það enn frekar til að ná betur utan um verkefnið,“ segir Gunnþór Ingvason. Flest uppsjávarskipanna héldu beint af loðnunni á kolmunna vestur af Ír- landi. Þar hefur veiðst vel síðustu vik- ur, en síðustu tvo daga hafði dregið úr afla. Um 13 millj- arða útflutn- ingsverðmæti  Verðmæti úr loðnuafla norskra og grænlenskra skipa koma til viðbótar  Minna fryst af hrognum en í fyrra Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Hoffellið var að veiðum á Húnaflóa í gær, en síðustu vikur hefur mikið verið af loðnu fyrir Norðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.