Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Since 1921
Weleda er leiðandi vörumerki í sölu á lífrænum
húðvörum síðan 1921 !
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir. Netverslun: heimkaup.is, lyfja.is,
heilsuhusid.is, baenduribaenum.is
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Tyrkneskar hersveitir náðu á sunnu-
dag yfirráðum yfir borginni Afrin í
norðvesturhluta Sýrlands. Tókst
þeim því að hrekja á brott vopnaðar
sveitir Kúrda (YPG). Berast nú
fregnir af gripdeildum í Afrin, en
breska ríkisútvarpið (BBC) segir
sýrlenska uppreisnarhópa, sem
njóta stuðnings tyrkneska hersins,
fara þar um ránshendi.
„Þjófnaður á munum einstaklinga
og hins opinbera er glæpur,“ segir
Mohamed Alloush, leiðtogi upp-
reisnarhópsins Jaish al-Islam, en
leiðtogar vopnaðra hópa sem tekið
hafa stöðu gegn stjórn Bashars al-
Assads Sýrlandsforseta eru sagðir
fordæma þjófnaðinn. „Allir þeir sem
þátt tóku í þessu eiga skilið að verða
slegnir harkalega á hendurnar.“
Bresk mannréttindasamtök sem
starfandi eru í Afrin segja uppreisn-
armenn hafa brotist inn í verslanir
og veitingastaði og rænt þaðan ýms-
um munum og vistum auk þess sem
þeir eru sagðir hafa rænt hergögn-
um og ýmsu öðru lauslegu úr opin-
berum byggingum í borginni. Eru
þeir t.a.m. sagðir hafa stolið mat-
vælum, ýmsum raftækjum, teppum
og öðrum hlutum. Ránsfengurinn
mun hafa verið fluttur burt úr borg-
inni með bifreiðum.
Mættu lítilli mótspyrnu
Liðsmenn sýrlensku uppreisnar-
hópanna segjast hafa mætt lítilli
mótspyrnu frá sveitum Kúrda þegar
þeir sóttu inn í miðborg Afrin síðast-
liðinn sunnudag. Eru liðsmenn YPG
sagðir hafa flúið borgina á sama
tíma og íbúar hennar. Fréttamaður
AFP-fréttaveitunnar, sem stað-
settur er í Afrin, segir tyrkneska
hermenn nú veifa fána Tyrklands í
borginni og að uppreisnarmenn hafi
rifið niður styttur Kúrda. Þá segist
hann einnig hafa orðið vitni að áður-
nefndum gripdeildum í Afrin.
Tyrkir halda því fram að YPG sé
útibú Verkamannaflokks Kúrdistans
(PKK) sem barðist í áratugi blóðugri
baráttu fyrir sjálfstæði Kúrdahér-
aða í Tyrklandi. Vilja tyrknesk
stjórnvöld því liðsmenn YPG fjarri
landamærum Tyrklands. Álitsgjafar
BBC hafa sumir hugsað út í næstu
skref Tyrkja og m.a. velt upp þeirri
spurningu hvort Manbij sé nú komin
í sigti hersins. Borgin Manbij er um
100 km austur af Afrin og er undir
stjórn Kúrda. Í frétt Washington
Post kemur t.a.m. fram að ástandið í
Manbij sé stöðugt og er borgin sögð
vera „í blóma“. Óttast menn því
mjög versnandi ástand með tilheyr-
andi straumi flóttafólks brjótist þar
út átök á næstunni.
Sýrlenskir uppreisnarhópar
stunda nú gripdeildir í Afrin
Tyrkneski herinn og sýrlenskar sveitir náðu borginni á sitt vald á sunnudag
AFP
Stjórnleysi Sýrlenskur uppreisnarmaður sést hér draga gamla Benz-bifreið á brott í borginni Afrin, en uppreisnar-
menn eru sagðir stunda gripdeildir í borginni. Talið er að tyrkneski herinn sæki næst inn í borgina Manbij.
Þjófnaður Hóparnir eru sagðir hafa stolið ýmsum munum og vistum.
„Það versta er að líkindum yfirstaðið
og veðurskilyrði að batna, en eyði-
leggingin er eitthvað sem allir eru að
reyna að ná utan um núna,“ segir
Shane Fitzsimmons slökkviliðsstjóri
í samtali við fréttastöðina 7 News
Sydney í Ástralíu.
Vísar hann í máli sínu til þeirra
miklu kjarrelda sem geisað hafa í
New South Wales í Ástralíu, en um
70 byggingar, flestar íbúðahús, eru
sagðar hafa brunnið til kaldra kola.
Þá eru tugir bygginga sagðir hafa
skemmst í brunanum.
Eldarnir, sem blossuðu upp á
sunnudag, breiddust hratt út sökum
mikilla þurrka og vinda og hafa nú
yfir 1.000 hektarar lands brunnið.
Þrátt fyrir bætt skilyrði til slökkvi-
starfa segir Fitzsimmons ástandið
enn „hættulegt og breytilegt“.
Stórbruni án manntjóns
Greg Allan, talsmaður slökkviliðs-
ins á svæðinu, segir þrjár flugvélar
nýttar til slökkvistarfa og yfir 60
slökkviliðsmenn berjast við eldinn.
„Við munum nýta okkur bætt veð-
urskilyrði til að ná tökum á ástand-
inu,“ segir hann við þarlenda miðla.
Í gær höfðu engar fregnir borist
af manntjóni í brunanum. Ein kona
er þó sögð hafa fengið aðstoð vegna
erfiðleika með öndun. Þá var íbúum
smábæjarins Tathra gert að yfirgefa
heimili sín í öryggisskyni.
AFP
Hættuástand Mörgum íbúum smábæjarins Tathra var gert að yfirgefa
heimili sín vegna eldanna, en myndin er tekin þar. Eyðilegging er sögð mikil.
Um 70 heimili sögð
brunnin í Ástralíu
Starfsmaður frönsku ræðismanns-
skrifstofunnar í Jerúsalem hefur
verið handtekinn fyrir vopna-
smygl. Fréttavefur CNN greinir
frá því að maðurinn, sem heitir
Romain Franck, hafi smyglað yfir
70 skotvopnum frá Gaza og yfir í
austurhluta Jerúsalem og á Vest-
urbakkann, en við smyglið nýtti
hann sér diplómatafriðhelgi sína
og bifreið sendiráðsskrifstofunnar.
Franska utanríkisþjónustan hef-
ur til þessa ekki viljað tjá sig um
málið, en níu hafa verið hand-
teknir í tengslum við rannsókn
lögreglu.
JERÚSALEM
Diplómati handtek-
inn fyrir vopnasmygl
Jerúsalem Maðurinn nýtti sér friðhelgi
sína við vopnasmyglið.
Þrettán ára
stúlka frá Miss-
issippi í Banda-
ríkjunum lést
eftir að níu ára
gamall bróðir
hennar skaut
hana í höfuðið
með skamm-
byssu. Frétta-
stofa Sky greinir frá því að systk-
inin hafi verið að spila tölvuleik
og er drengurinn sagður hafa
beitt skotvopni þegar systir hans
neitaði að afhenda honum fjarstýr-
inguna.
Stúlkan var flutt á sjúkrahús
þar sem hún var úrskurðuð látin,
en málið er í rannsókn lögreglu.
BANDARÍKIN
Skaut eldri systur
sína í höfuðið